Færsluflokkur: Dægurmál

Vetur og sumar frusu saman - á ári gullsvínsins

Vetur og sumar frusu saman og veit það á gott sumar samkvæmt þjóðtrúnni. Persónulega legst sumarið afar vel í mig, en samkvæmt kínverskri talnaspeki erum við á ári Gullsvínsins. Dulspekingar hafa miklar skoðanir á tölum og í sumum fræðum er 7 happatala í öðrum varasöm. 007 hefur verið lygilega heppinn í gegn um tíðina, en 8 og sérstaklega 888 eru happatölur Kínverja. Dagurinn lofar góðu enda fallegur. Á eftir opna kosningaskrifstofur í Árborg og víðar og viðrar vel til opnunar í Tryggvaskála, en það er klukkan 3 í dag sem formleg opnun er.

Þá er 07.07.07 dagsetning sem margir horfa á, en slíkar dagsetningar eru eðli máls samkvæmt aðeins 12 á öld

01.01.. 2001
02.02. 2002
03.03. 2003
04.04. 2004
05.05. 2005
06.06. 2006
07.07. 2007
08.08. 2008
09.09. 2009
10.10. 2010
11.11. 2011
12.12. 2012


Hann á afmæli í dag

Reginald Kenneth Dwight, öðru nafni Elton John er sextugur í dag. (ESB er 50 ára og á því sama afmælisdag.) Elton John er þekktur fyrir að halda veglegar veislur og í dag verður haldið upp á afmælið í Madison Square garden. Skemmst er að minnast þegar Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa hélt upp á fimmtugs afmæli sitt, en þá fékk hann Elton John til að syngja.

Spurning dagsins er: Mun Ólafur mæta til NYC í dag, endurgjalda sönginn og taka lagið?

Hin fagra list - erótík í boði hins opinbera

Sagt hefur verið að stjórnmál sé list hins mögulega.  Í kvikmyndalist takast á fantasíur og raunveruleiki. Ég sé að gamli góði Fjalakötturinn er enn að sýna valdar kvikmyndir. Japönsk erótík er þar í aðalhlutverki. Sumir muna eftir Min Tanaka listamanninum sem dansaði hálf nakinn árið 1980 á listahátíð Reykjavíkur. Það þótti gróft.

En nú er öldin nokkuð önnur, enda eru sýndar erótískar myndir í boði Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins eins og sjá má á lista yfir styrktaraðila. Myndirnar þóttu "opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar" eins og segir í auglýsingu.

Við erum víst orðin umburðarlynd og víðsýn þjóð.

ríkið                   jap                 rvk


mbl.is Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar konur í augum bandarískra manna?

Þær eru þekktar um allan heim íslensku konurnar, bæði fyrir fegurð og fleira.

Nú er nýjasta sagan þessi sem gengur manna á millum í netheimum í USA:


"Three men were sitting together bragging about how they had given their new
wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she
was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on
the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife
orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was
better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done,
and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland . He told her that her duties
were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed
and hot meals on the table for every meal. He said  the first day he didn't
see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day
some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left
eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher."

Góða helgi


Æi..á nú að kenna Mogganum fylgistapið?

Guðmundur Steingrímsson hefur nokkurt nef fyrir því spaugilega og skemmtilega sem er að ske hverju sinni. Ég les oft bakþanka hans sem eru smellnir. Nýjasta aðhlátursefnið eru fréttaskýringar Moggans. Um allnokkurt skeið hefur fylgi Samfylkingarinnar farið minnkandi. Margir hafa leitað skýringa á fylgistapinu og hefur það kannað og greint. Helst eru það konur sem hafa ákveðið að kjósa stóra vinstri flokkinn, frekar en Samfylkinguna.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur komið með skýringar á vanda Samfylkingarinnar við hin ýmsu tilefni og nefnt þá þingflokkinn til sögunnar. Ennfremur að Samylkingin sé of pólítísk. Jón Baldvin Hannibalsson hefur lýst því yfir að Samfylkingunni hafi mistekist. Kannanir staðfesta loks ítrekað að flokksbrotið VG er stóri vinstri flokkurinn á Íslandi.

Ingibjörg hefur verið erlendis undanfarið bæði þegar stjórnarskrármálið var í kreppu og svo eins á síðustu dögum þingsins þegar 50 mál voru á dagskrá. Össur er kemur þar í staðinn, þó ekki sé hann vara-formaður. Hún sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu með fyrirsögninni "Slúður á forsíðu" sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þar er hún þó ekki ekki að grínast þar sem hún átelur Morgunblaðið fyrir "ómálefnanlegar árásir á Samfylkingarfólk" og sér ekki skoplegu hliðar málsins sem aðrir samflokksmenn hennar hafa skemmt sér yfir. 

Agnes Bragadóttir er reyndur blaðamaður og sá hún um fréttaskýringu Morgublaðsins um stjórnarskrármálið. Greinar Agnesar vekja oft eftirtekt, enda hefur hún stundað rannsóknarblaðamennsku umfram marga aðra í stétt sinni. Vegið er að heiðri Agnesar með aðdróttunum Ingibjargar Sólrúnar. Mæli með Reykjavíkurbréfi dagsins í dag fyrir Samfylkingarfólk í leit að skýringum á stöðunni, fremur en að reyna að skjóta sendiboðann.

Nú er það svo að Morgunblaðið er nokkuð lýðræðislegt blað. Þar geta allir komið að greinum, bæði lesendabréfum, aðsendum greinum (sem og dánarfregnum og afmæliskveðjum). Þar geta allir menn bloggað á vef blaðsins eins og á gummisteingrims.blog.is og það hefur stutt við bakið á málum óháð flokkslínum. Þar má nefna umdeilda atkvæðagreiðslu um álver í Hafnarfirði á vegum Samfylkingarinnar. Þar er kosið um notkun Alcan á lóð sem bæjarfélagið hafði selt Alcan. Hafnarfjörður er í SV kjördæmi, einmitt sama kjördæmi og Guðmundur Steingrímsson, en hann skipar að eigin sögn baráttusætið: 5. sætið, en Samfylkingin er með um 20% í kjördæminu.

Skemmtilegt!


Björgólfur gegn Baugi?

Baráttunni um Króníkuna lauk kl. 17 í dag, þegar eigendur hennar tilkynntu DV mönnum að ekki yrði af kaupum. Pétur Gunnarsson vék að þessu á blogginu hér áðan. Sagt er að klukkan 15 hafi eigendur Króníkunnar verið tilbúin í söluna, en Björgólfur eigandi Ólafsfells ehf. hafi komið í veg fyrir það. Ólafsfell sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og á ennfremur 8% hlut í Árvakri hf. og 82% í Vöku Helgafelli hf. Ástæðan er sögð sú að ekki var fallist á að framselja lán upp á rúmar tuttugu milljónir. DV menn hafi þó verið tilbúnir að bæta það upp að fullu. 
Má segja að í dag hafi átakalínan í fjölmiðlum legið um þetta vikurit sem rekið er með tapi.

Stjórnarformaður DV er Hreinn Loftsson...en Árvakur sér um prentun og dreifingu þess

. . . .já þetta er lítið land. . .

 DB

p.s.

bæði Ólafsfell og Helgafell eru á ferðaáætlun Ferðafélags Íslands...
http://www.fi.is/files/FI2007_1312766787.pdf 


Abramovich og Ólafur Ragnar á CNN...en hver fær Chelsea?

Ein helsta fréttin á CNN núna er skilnaður Abramovich og konu hans Irinu. Þetta er sagður "dýrasti skilnaður sögunnar", enda er Abramovich í 16. sæti yfir ríkustu menn heims hjá Forbes með yfir 18 milljarða dollara. Abramovich á meðal annars knattspyrnuliðið Chelsea og er að byggja stærstu snekkju í heimi, en hún er 550 fet.  
BAR013-500
Það sem vakti athygli mína var þó myndefnið sem CNN valdi í fréttinni um skilnaðinn, en á eina myndskeiðinu með þeim hjónum var forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Dorrit í London. Þetta fannst mér athyglisverð myndskreyting á fréttinni, þar sem fátt gerist fyrir tilviljun eina á fréttastofu CNN.
Hér er svo mynd af þeim félögum í Grindavík í fyrra:Roman Abramovich til U.M.F.G ?


Eiríkur rauði?

Marga rak í rogastans að sjá nýja myndbandið með ensku útgáfu evróvisjón framlags okkar. Rauða hárið hans Eiríks virðist vera horfið. Ég vona nú að það hafi frekar verið lýsingin í myndbandinu sem hafi valdið því, frekar en að Eiríkur hafi fórnað sínum fagra víkingalit. Mér finnst rautt hár fallegt, enda er Una mín með rautt og fallegt hár :)

Lagið kemur bara ágætlega út á ensku og myndefnið er ekta Ísland í upphafi árs; kalt, kraftmikið og kúl.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband