Ísland ehf. í augum sprengju-prófessorsins

Prófessor Uwe Reinhardt hjá Princeton háskólanum varð þjóðþekktur hér á landi þegar hann lagði til að Bandaríkinn sprengdu Ísland í stað Íran "af því það væri þægilegra". Margir urðu til að mótmæla þessum pistli prófessorsins en nú er hann búinn að skrifa nýja grein í kjölfar bankahrunsins á Íslandi.

Í greininni segir m.a:

"Alas, in the intervening months Iceland has been bombed, not by the United States, nor by a nutty professor from Princeton, but by Iceland's own bankers. They have done to that country what 1,000 American bombers most likely could not have done: They drove Iceland's economy to the brink of bankruptcy."

 


Red sun

Sú var tíðin að einkaaðilum var bannað að útvarpa og sjónvarpa. RÚV var með einokun. Slíkt fyrirkomulag leiddi af sér einhæfa fjölmiðlun. En það er aðeins eitt verra en ríkiseinokun og það er einkaeinokun. Vonandi verður það ekki reyndin hér á landi.   

Undanfarið hefur verið einstakt tímabil í útgáfu og fjölmiðlun en því miður hefur það verið fjármagnað með "góðæri" og skuldsetningu. Fjórir aðilar áttu fjölmiðlana:

Ríkið: RÚV

Bakkabræður: Viðskiptablaðið og Skjár1

Jón Ásgeir: Stöð2, Sýn, útvarpsstöðvarnar utan RÚV, DV, visir.is og Fréttablaðið

Björgólfur Guðmundsson: Árvakur (Morgunblaðið, mbl.is og 24 stundir)

Nú fækkar fjölmiðlum og eigendurnir verða líka færri. Allt stefnir í að fáir haldi um fjórða valdið.

Voru fjölmiðlalögin kannski góð hugmynd?


mbl.is Félag Jóns Ásgeirs keypti fjölmiðla 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

nyskopun.org

Gott framtak á ferðinni með www.nyskopun.org

Sprotafyrirtækin fá nú athygli eftir mörg ár hinna "stóru lausna". Stór álver og stórir bankar með stóra efnahagsreikninga (já og miklar skuldir) eru víkjandi í dag.

Nú er þörf á nýsköpun í atvinnu og jafnframt; nýsköpunarstjórnmálum.

---

Hér er listi yfir sprotafyrirtæki af nyskopun.org hann er hvorki fullkominn né tæmandi:

 

 
     
AdSoft ehf. 2000 adsoft.is  
Acuo  acuo.is  
Agnir ehf. 2000 agnir.is  
AGR 2000 agr.is  
Alnet 2006 alnet.is  
Altech 1986 altech.is  
Alur - álvinnsla 1998 alur.is  
Amivox 2007 amivox.com  
Annað veldi 2001 veldi.is  
Annata  annata.is  
Atferlisgreining 2000 patternvision.com  
Auðkenni 2000 audkenni.is  
Basis ehf 2004 basis.is  
Bergspá ehf. - Petromodel 2001 petromodel.is  
Betware 1995 betware.com  
Bláa lónið heilsuvörur ehf. 1992 bluelagoon.is  
Caoz hf. 2001 caoz.is  
Calidris 2002 calidris.com  
Carbon Recycling Interational 2006 carbonrecycling.is  
CCP1997 ccpgames.com368  
Clara 2008 clara.is  
Cofus 2004 cofus.is  
ConTec - Steyputækni ehf 1996 contec.is  
Datamarket2008 datamarket.net2  
DMM Solutions 1997 dmm.is  
Dohop ehf.2005 dohop.com15  
E.C. Software  ecsoftware.is  
Eff2 2007 eff2.net  
Emco 2001 emco.is  
Ensímtækni ehf. 1999 ensimtaekni.is  
Extrada 2000 extrada.com  
Fjölblendir ehf. 1996 tct.is  
Friðrik Skúlason ehf. 1993 frisk.is  
Fuglar 1997 fuglar.com  
Frontur 2003 frontur.is  
Gagarín 1994 gagarin.is  
Genís 2005 genis.is  
Gogogic 2005 gogogic.com  
Gogoyoko 2007 gogoyoko.com  
Góðar lausnir 2000 gl.is  
Grapewire ehf 2006 grapewire.net  
Hafmynd 2000 gavia.is  
Handpoint 1999 handpoint.com  
Heyr Heyr 2008 heyrheyr.is  
Hex Software 2002 hexia.net  
Hugsmiðjan 2001 hugsmidjan.is20 (u.þ.b.)  
Hús myndanna 2002 husmyndanna.is  
HV Grettir 1997 grettir.com  
ICEconsult 1990 iceconsult.com  
Idega Software 2000 idega.com  
Industria2003 industria.com  
Intelscan örbylgjutækni ehf. 2000 intelscan.is  
Inecta  inecta.is  
Infosec infosec.is  
Ísgel 2000 isgel.is  
Íslensk Nýorka 1999 newenergy.is  
Isotech 1997 isotech.is  
Kine ehf 1996 kine.is  
KLH ehf. 2005 hjarta.is  
Latibær  lazytown.com  
Lífeind ehf. 2000 lifeind.is  
Líflaup Bio-Gels Pharmaceuticals 2005 islandia.is/skulis  
LSretail  lsretail.com  
Marel 1984 marel.is  
Marimo 2006 marimo.is  
Maritech 2007 maritech.is  
MarkMar 1997 markmar.is  
Marorka 2002 marorka.is  
Median  median.is  
Men & Mice 1999 menandmice.com  
Mens Mentis 2003 mentis.is  
Mentis Cura ehf. 2004 mentiscura.is  
Mentor ehf. 2000 mentor.is  
Metan hf. 1999 metan.is  
Miði.is 2002? midi.is  
Mind 2006 mind.is  
Mindsfield 2002 mindsfield.com  
Miracle 1990 miracle.is  
Mobilitus2008 mobilitus.com3  
MT-Bílar 1992 mtbilar.is  
Naust Marine 1999 naust.is  
ND á Íslandi 2000 nd.is  
Nema ehf 2003 nema.is  
Nikita ehf.  nikitaclothing.com  
NimbleGen Systems 2002 nimblegen.com  
NorðurÍs hf. 1999 northice.com  
Nox Medical 2006 noxmedical.com  
OpenHand 1990 openhand.is  
ORF Líftækni ehf. 2003 orf.is  
Outcome hugbúnaður ehf. 2004 outcome.is  
Oxymap ehf. 2004 oxymap.com  
Parspro 2000 parspro.com  
Peocon ehf. 2000 peocon.is  
Physical Link 2005 physicallink.com  
Primex ehf. 1989 primex.is  
Prokatín ehf. 2007 prokatin.is  
R2 2001 r2.is  
Remo ehf. 1999 remo.is  
Rhea 2000 rhea.is  
Royal Natural Snack 1999 royalnatural.com  
RT ehf. 1987 rt.is  
Saga Medica heilsujurtir ehf. 2000 sagamedica.is  
Samey ehf 1989 samey.is  
SimDex 2000 simdex.is  
Sjávarleður ehf 1995 atlanticleather.is  
Skaginn hf. 1998 skaginn.is  
Snerta ehf. 1999 snerta.is  
Sprettur ehf 2007 sprettur.is  
Sportscope 2000 sportscope.is  
Spurl ehf. 2004 spurl.net Keypt 2006 af Já (118)
Stiki ehf.  stiki.is  
Stímir hf. 1995 stimir.is  
Stjörnuoddi  star-oddi.com  
Studia 1998 studia.is  
Sögusafnið 2000 sagamuseum.is Framleiðsla á sambærilegum sýningum í erlendum söfnum.
Tell me Twin 2007? tellmetwin.com  
TrackWell Software hf.  trackwell.com  
Vala Medical 2007 valamed.is  
Valka ehf. 2003 valka.is  
Varmaraf ehf. 2000 varmaraf.is  
Vdeca ehf.  vildarvefur.is  
Þvottatækni ehf 1991 tornadopowertwister.com

 


Nýr Moggi

Nýja sunnudagsblað Morgunblaðsins er mjög læsilegt í alla staði. Fréttir, viðtöl, greinar og svo stóra skoðanakönnunin eru sett fram með myndrænum og skýrum hætti. Nýi hausinn á forsíðunni er ferskur og litir notaðir til fulls á 95 ára afmælinu. Mér sýnist vel hafa tekist til.

Þegar ég bjó í London voru það einmitt sunnudagsblöðin sem voru aðalatriðið enda mjög efnismikil. Nú er hér komið metnaðarfullt sunnudagsblað undir ritstjórn Ólafs Þ. Stephensen. Sérstaða Morgunblaðsins sem áskriftarblaðs kemur vel fram í nýju sunnudagsblaði. 24 stundir eru liðnar og rekstrargrunnur Fréttablaðsins er sjálfsagt ótryggur. Þá upplýsti Björgólfur Guðmundsson í frægu viðtali við Morgunblaðið að Árvakur berðist í bökkum.

Sóknarbolti sá sem hér er leikinn er til fyrirmyndar í þeirri depurð sem nú einkennir umræðuna. Á erfiðum tímum er mikilvægt að menn sýni frumkvæmði og dirfsku. Aukinn áhugi á nýjum veruleika er einmitt grunnur undir aukinn lestur. Þetta er Mogginn að nýta sér. Takk fyrir mig.


mbl.is Ljósasýning á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í ökla eða í eyra

Fyrir skemmstu óttuðust menn fátt. Umræðan var helst um hvort að Magni ynni Rockstar eða hvort Lúkas væri týndur. Núna keppast menn um að vera nógu svartsýnir. Ef eitthvað er væri betra að vera svartsýnn í góðæri og bjartsýnn í harðæri. Raunsæi er þó allra best og ég held að samlíkingin við móðuharðindin sé ansi langsótt.

Ef forsvarsmenn stórra samtaka tala með þessum hætti held ég að það verði ekki til að telja kjarkinn í þjóðina. Ekki veit ég hver atvinnuleysisprósentan var í móðuharðindunum enda voru menn á allt öðrum stað í atvinnusögunni. Ef ASÍ telur að við séum að fara í gegn um sambærilega tíð er rétt að við stöldrum við.

Það er undarleg pólítik sem nú er stunduð af hálfu aðila vinnumarkaðarins og Samfylkingar að telja fólki trú um að aðild að ESB bjargi málum. Slíkt er ljótur leikur þar sem enginn fótur er fyrir því að ESB sé einhvers konar töfralausn. - Með fullri virðingu fyrir ESB - Það kann vel að vera að evran hefði komið sér betur en krónan en nú þarf að horfa á stöðuna eins og hún er.

Í þeirri stöðu sem við erum nú í, þá er ESB aðild möguleg en evran því miður fjarlæg. Værum við einhvers bættari ef við færum nú í ESB en gætum ekki tekið upp evruna? Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evrunar útiloka aðild okkar að myntsamstarfinu í mörg ár. Þetta vita þeir sem kalla eftir ESB aðild en kjósa einhverra hluta vegna að nefna ekki.

Það sem öllu skiptir núna er að bregðast við vandanum sem er mikill í atvinnumálum. Hver dagur skiptir máli, hver vika og hver mánuður. Það sem er brýnast er að koma á gjaldeyrisviðskiptum við útlönd, skapa störf og skera niður óþarfa. Ekkert af þessu batnar við ESB umræðuna. Nú er ég ekki á móti umræðunni sem slíkri og margt er gott um ESB að segja en mér er óskiljanlegt hvernig formaður Samfylkingarinnar einblíni á þetta framtíðarmarkmið á meðan við erum að horfa á tugþúsundir verða illa undir í fjármálakreppunni. Væri ekki nær að einbeita sér í að skapa ný störf í stað þeirra sem tapast í stað þess að þrátta um utanríkispólítík?

 - - - - - - - - -

Og talandi um formann Samfylkingarinnar. Undanfarið hefur því verið haldið fram að hækkun stýrivaxta í 18% hafi ekki verið eitt af skilyrðum IMF. Sú staðhæfing reyndist vera röng. Nú hefur komið á daginn að ríkisstjórnin er aðili að samningsdrögum við IMF þar sem 18% stýrivextir eru skilyrði. Það er grundvallaratriði í pólítík (eins og öðrum mannlegum samskiptum) að sagt sé satt og rétt frá.

Í viðtali við formann Samfylkingarinnar í Morgunblaðinu í dag er síðan höfuðáherslan á að losna við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Eins og kunnugt er fer Davíð með formennsku bankastjórnar ásamt tveimur hagfræðingum.


Formaður Samfylkingarinnar segir orðrétt: "Við erum þeirrar skoðunar að fyrrverandi pólítíkusar eigi ekki að vera í forystu fyrir seðlabanka" - Gott og vel þetta er í sjálfu sér góð og gild skoðun, en er ekki Samfylkingin sjálf búin að kjósa Jón Sigurðsson varaformann bankaráðsins sem er fyrrverandi ráðherra Alþýðuflokksins? Sama mann og hefur verið helsti efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar og er reyndar einnig formaður Fjármálaeftirlitssins. Ágætur og vandaður maður en síðast þegar ég vissi er ráðherra = fyrrverandi pólítíkus. - Og var ekki Ingibjörg Sólrún sjálf í bankaráðinu þar til árið 2005?

Hvernig er hægt að segja eitt og gera annað?
Er það virkilega heppileg leið til vinsælda?


mbl.is Staðan ekki alvarlegri síðan í móðuharðindunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólga í landinu - Sjálfstæðisflokkur í þröngri stöðu

Langt er síðan Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í svo kröppum dansi og þeim nú dunar. Lausafjárkreppan olli bankahruni og svo er verið að kljást við gjaldeyriskreppu í kjölfarið. Los á fylgi flokka bendir til að hætta sé á leiðtogakreppu.

Þótt tiltölulega fáir séu ákveðnir er ekkert víst að þar sé að finna kjósendur Sjálfstæðisflokksins frekar en annara. Reyndar má að líkum leiða að stærsti hópur kjósenda sé ekki spenntur fyrir neinum flokki. Má því segja að allir stjórnmálaflokkar hafi stórfallið í áliti. Minnst fellur sá sem lengst hefur verið utangarðs.

Lengi vel höfum við verið stolt af því að hér sé stöðugt stjórnarfar. Kjölfestan hefur verið Sjálfstæðisflokkurinn. Nú er öldin önnur. Á sveitarstjórnarstiginu höfum við séð nýleg dæmi um upplausn en frægast er REI málið í Reykjavík sem var líkara suður ítölsku stjórnarfari en íslensku. Hér í Árborg flosnaði upp úr samstarfi og úr varð bræðingur þriggja framboða og fleiri dæmi má finna.

Komin er upp sú staða að þrír flokkar mælast við 30% mörkin og það kæmi mér ekki á óvart að eitthvert framhald verði á því. Þótt fólk treysti Sjálfstæðisflokknum vel er staðan sem upp er komin þess eðlis að flokkurinn er umsvifalaust dreginn til ábyrgðar. Flokkurinn mun ekki geta skorast undan þeirri ábyrgð.

Nú reynir á.


mbl.is Fylgi VG meira en Sjálfstæðisflokks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með glæsilegan sigur

Frábær árangur og best frétt Októbermánaðar. Ekki veitti af sætum sigri og þessi var frækilegur.

Til hamingju!


mbl.is Ísland á EM 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You can´t have your cake and eat it

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra lagði mikla áherslu á að fá IMF strax og jafnframt sagði hún það lykilatriði að ná niður stýrivöxtum:

"Samkvæmt fréttum RÚV telur Ingibjörg Sólrún að setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásættanleg skilyrði fyrir láni til Íslendinga sé mikilvægt að fá það lán til þess að hægt sé að standa vörð um góð íslensk fyrirtæki sem annars gætu lent í miklum hremmingum og gjaldþrotum fái þau ekki þá lánafyrirgreiðslu sem þau þurfi núna. Brýnt sé að koma þeim til hjálpar sem fyrst.En fleira þarf að gera til að koma fyrirtækjum til aðstoðar. Tímabært sé að lækka stýrivexti nú þegar kerfið sé botnfrosið og engar lánveitingar. Nú sé ekki spurning um að slá á þenslu heldur örva hjól atvinnulífsins. Því séu stýrivextir nú allt of háir.Ingibjörg sagði IMF ekki hafa sett 18% stýrivaxtahækkun sem skilyrði." (af eyjan.is)

Ingibjörg sagði ekkert skilyrða IMF vera óaðgengilegt:

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra er sátt við þau skilyrði sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setur þótt hún hefði viljað sjá málinu lokið fyrr. (ruv.is 21.10 2008) 

Svo er það rúsínan í pylsuendanum sem reyndar kom frá Seðlabanka Íslands í morgun:  

"Ráðherrar úr ríkisstjórn hafa undrast vaxtahækkun í 18% og hafa jafnframt sagt að ekkert ákvæði um slíka gjörð sé í samningsgerðinni. Í samningsgerðinni segir í 19. tl: „To raise the policy interest rate to 18 percent.“

Ok - hvernig má þetta vera Ingibjörg? 

You can´t have your cake and eat it - Erum við Íslendingar ekki farnir að læra það? 


Vond tíðindi - viðspyrnu er þörf

Vaxtahækkunin er vond tíðindi fyrir mörg fyrirtæki. Á Selfossi hefur vaxið öflugur hópur iðnaðar- og þjónustufyrirtækja sem nú þarf að kljást við samdrátt á sama tíma og fjármagnskostnaður fer fram úr hófi. Það er morgunljóst að þessar aðstæður ganga ekki til lengdar og jafnvel ekki til skamms tíma litið.

Við aðstæður sem þessar þarf að koma til öflug viðspyrna ríkis og sveitarfélaga þar sem áhersla er lögð á mannfrekar og arðbærar fjárfestingar og ráðdeild í rekstri. Því er mikilvægt að lágmarka öll óþarfa útgjöld og fara vel með þá fjármuni sem til eru. Tímabundinn halli á rekstri hins opinbera er því réttlætanlegur í svona þungu árferði en jafnframt þarf að fara enn betur með hverja krónu.


mbl.is 50 manns sagt upp á Suðurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinir í raun

Tengsl Íslendinga og Færeyinga eru mikil og nú sanna þeir með höfðingskap að þeir eru vinir okkar í raun. Færeyingar þekkja vel kreppu og fólkflótta og nú hafa þeir sýnt frumkvæði sem verður lengi í minnum haft.

Reyndar er það svo að í nálægð okkar við Færeyringa felast mikil verðmæti sem við ættum að hlúa að. Þegar á reynir er það nánasta fjölskylda sem stendur saman. Við ættum að læra af þessu og bæta betur samband okkar við granna okkar enda eigum við sameiginlegan menningararf, hagsmuni í hafinu og ýmsum auðlindum.


mbl.is Siðferðileg skylda að hjálpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF vill háa vexti

Asíukrísan 1997 var mörgum lærdómsrík en nú er röðin komin að Íslandi. Þar eins og hér féllu gjaldmiðlar heimalandanna, neyðarlán voru veitt, byggingariðnaðurinn hrundi og bankar víða einnig. 

Hávaxtastefna IMF var áberandi sem hluti af meðölunum en stýrivextir fóru jafnvel í 30% á þeim tíma.

Þann 3. júlí hækkað seðlabanki Filippseyja stýrivexti um 9% eða úr 15% í 24% á einum degi. Það er 50% meiri hækkun en hækkun SI í dag. Ef illa tekst að hemja flot gjaldmiðilsins má búast við enn frekari hækkunum stýrivaxta. Ef mark er takandi á sögunni. 

Það er merkilegt að heyra sama fólk og heimtaði IMF án tafa vera nú að mótmæla 18% stýrivöxtum þegar sagan hefur sýnt svo nýleg dæmi um enn hærri stýrivexti undir leiðsögn IMF.  

---

Hér eru nokkrir hlekkir um málið með og á móti: 

 

  1. The Asian Crisis: A View from the IMF--Address by Stanley Fischer

    As the crisis has unfolded in Asia, the IMF has become, at least for this .... Indeed, the reluctance to tighten interest rates in a determined way at the ...
    www.imf.org/external/np/speeches/1998/012298.htm - 37k - Afrit - Svipaðar síður
  2. Factsheet - The IMF's Response to the Asian Crisis

    Recovery from the Asian Crisis and the Role of the IMF - Issues Brief .... In fact, in both countries, interest rates have fallen to pre-crisis levels. ...
    www.imf.org/external/np/exr/facts/asia.htm - 33k - Afrit - Svipaðar síður
    Fleiri niðurstöður á www.imf.org »
  3. 1997 Asian Financial Crisis - Wikipedia, the free encyclopedia

    The IMF Crisis Editorial. Wall Street Journal. 15 April 1998. ... Post-crisis Exchange RateRegimes in Southeast Asia, Seminar Paper, University of Hamburg. ...
    en.wikipedia.org/wiki/1997_Asian_Financial_Crisis - 113k - Afrit - Svipaðar síður
  4. Ignore the IMF and Bring Interest Rates Down in Asia ...

    Ignore the IMF and Bring Interest Rates Down in Asia ... Greenspan has opined that "theAsian crisis is a milestone in the global trend toward capitalism. ...
    www.iht.com/articles/1998/06/09/edbow.t.php - 43k - Afrit - Svipaðar síður
  5. SSRN-The Interest Rate-Exchange Rate Nexus in the Asian Crisis ...

    Basurto, Gabriela and Ghosh, Atish R., "The Interest Rate-Exchange Rate Nexus in theAsian Crisis Countries" (February 2000). IMF Working Paper No. ...
    papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=879355 - Svipaðar síður
    eftir G BASURTO - 24 vitna í - Tengdar greinar - Allar 3 útgáfur
  6. Do High Interest Rates Appreciate Exchange Rates During Crisis ...

    This foreign exchange rate and financial crisis in Asia caught many by ... we'll look at theIMF's condition that these countries raise their interest rates ...
    ieas.berkeley.edu/shorenstein/1999.12.html - 26k - Afrit - Svipaðar síður
  7. Fred Goldstein, U.S., IMF deepen crisis for Asian workers

    Asia's currency crisis, which touched off bankruptcies, halted spending, ... Third, the IMFdemanded that governments raise interest rates and slow their ...
    www.hartford-hwp.com/archives/50/021.html - 14k - Afrit - Svipaðar síður
  8. East Asia's Crisis and the Limits to Economics

    But high interest rates make it unprofitable to invest or build, ... Yes--and the IMF did it by lending to East Asia. Lending dollars to East Asian ...
    www.j-bradford-delong.net/Comments/East_Asia_Limits.html - 13k - Afrit - Svipaðar síður

 


mbl.is Vaxtahækkun vegna IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óvinsæl ákvörðun - IMF

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans er frétt á Bloomberg, Sky og mörgum öðrum fjölmiðlum enda langflestir að lækka vexti. Miklar væntingar hafa verið til vaxtalækkunar og þótti mörgum sem lækkun bankans úr 15,5% í 12% gengi of skammt. Sú vaxtalækkun varð skammvinn og stóð eingöngu í 14 daga. Þetta verður mörgum þungt.

Aðkoma IMF kann að hafa breytt stýrivaxtaferlinu upp á ný enda er það þekkt að IMF beitir sér fyrir vaxtahækkunum til að tempra peningaútstreymi. Sumir þeirra sem hafa viljað lægri stýrivexti hafa jafnframt mært IMF.

Hér er til fróðleiks frétt af Bloomberg:

Iceland Central Bank Raises Key Interest Rate to 18% (Update1)
By Tasneem Brogger

Oct. 28 (Bloomberg) -- Iceland's central bank unexpectedly raised the benchmark interest rate to 18 percent, the highest in at least seven years, after the island reached an aid agreement with the International Monetary Fund.

Policy makers raised the key rate by 6 percentage points, the Reykjavik-based bank said in a statement on its Web site today, taking the rate to the highest since the bank began targeting inflation in 2001. It will publish the reasons for today's move at 11 a.m. local time.

The central bank is raising rates as Iceland, the first western nation to seek aid from the IMF since the U.K. in 1976, faces a prolonged contraction, coupled with possible hyperinflation and rising joblessness. The economy will shrink as much as 10 percent next year, the IMF forecasts. Iceland will receive about $2.1 billion in aid from the Washington-based fund, according to a deal struck on Oct. 24.

Today's increase in the key rate comes after the central bank on Oct. 15 cut it by 3.5 percentage points from 15.5 percent.

....og svo þetta:

History shows that attempts to save currencies from plunges by raising interest rates are prone to failure. The U.K. on Sept. 16, 1992, boosted its benchmark rate by 5 percentage points in two moves to 15 percent in a doomed effort to keep the pound in a European exchange-rate system. Britain gave up the attempt the same day and canceled the second rate rise; the pound lost 22 percent against the dollar in the final two months of the year.

During the 1997-98 Asian financial crisis, the International Monetary Fund advocated high rates to help restore confidence in sliding currencies. Central banks from Indonesia and Thailand to South Korea and Singapore lifted borrowing costs. South Korea took its main rate to 30 percent in December 1997.

The strategy failed to prevent exchange-rate collapses across the region. South Korea's won lost 47 percent against the dollar in 1997, the Thai baht fell 45 percent and Indonesia's rupiah plummeted 56 percent.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

45% taka ekki afstöðu nú - hver verður afstaða þeirra í kosningum?

Það er nokkur vinstri sveifla í þessari könnun Fréttablaðsins þó margir hafi bent á að þetta sé frekar lítil breyting frá síðustu könnun sem gerð var fyrir fall bankanna. Helstar eru breytingarnar sagðar á höfuðborgarsvæðinu og kemur það ekki á óvart enda vegur bankahrunið þyngst þar.

Stærsti hópurinn er sá sem ekki tekur afstöðu eða 45,1%

Eingöngu 30,6% sem ekki taka afstöðu styðja ríkisstjórnina en 63,5% studdu hana í Júní - þetta er mikil breyting.

Nú er stóra spurningin hvert mun fylgi þeirra fara?


mbl.is Minnihluti styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Credit Default Swap Default?

Skuldtryggingaálagið var þjóðinni tamt þar til yfir lauk með bankakerfinu. Það sem stendur á bak við skuldatryggingaálagið eru; skuldatryggingar. Stærðin á skuldatryggingum í heiminum er talin vera yfir 60 trillion USD, en það er svipað og öll þjóðarframleiðsla heimsins og +60X stærra en björgunarfé bandaríkjaþings.

Nú er það svo að stærð þessa markaðar er í lagi þegar allt er í lagi. En nú eru fjármálkerfin að riða til falls. Margt bendir til þess að tryggingaaðilarnir muni ekki geta staðið við skuldatryggingarnar og verði því meira og minna gjaldþrota. Þetta er ofan á bankagjaldþrotin og lausafjárkreppuna.

Hvað er þá til ráða?

Sumir segja sem svo að ekki sé hægt að bjarga þessu risastóra tryggingakerfi. Því sé eina ráðið að taka það úr sambandi. Slík ráðstöfun er mjög róttæk líkt og að skera fé og setja upp sauðfjárvarnir (til dæmis hjá Jóni Sigurðssyni í umboði danakonungs) en hér væri verið að skera burt stærsta tryggingakerfi veraldarsögunnar og gera alla skuldareigendur ótryggða. Rökin með þessari aðgerð væri sú að þá væri ekki frekari veldisvöxtur á hruninu og svo hitt; að tryggingaraðilarnir séu í raun ekki færir um að standa við skuldatryggingarnar.

Á tímum þegar bankar og seðlabankar hrynja er rétt að spyrja: Will we have a CDS default?


Drengilegt að svara fyrir sig

Það er gott að heyra frá forsvarsmönnum útrásarinnar. Margar spurningar brenna á fólki og reiði er almenn. Allir hafa orðið fyrir tjóni með einhverjum hætti. Jón Ásgeir Jóhannesson var fyrstur til að mæta í viðtal eins og frægt er orðið, en nú hafa Exista bræður bæst í hópinn sem og Björgólfsfeðgar.

Almenningur vill fá svör frá stjórmálmönnum, embættismönnum og fjárfestum. Stóra hrun bankanna verður sjálfsagt í umræðunni næstu árin. Það er því mikilvægt strax nú í upphafi að menn sitji fyrir svörum. Það þarf hugrekki að svara erfiðum spurningum enda má segja að skaðinn sé sambærilegur við stríð. Kannski 10 daga stríð?

Uppbyggingin eftir hrunið verður að fara af stað á sama tíma og fleiri fyrirtæki eru að falla. Ísland hefur ekki tíma til að bíða eftir að allt verði um garð gengið. Við höfum tækifæri á grundvelli fólksins í landinu, auðlinunum og landinu sjálfu. Nú reynir á aðlögunarhæfnina. Best væri að auðmenn og fv. auðmenn kæmu sem flestir að uppbyggingunni. Þannig næðist betri sátt.


mbl.is Mistök að færa Kaupþing ekki úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan í augum austur-Evrópu ?

Fékk senda myndskreytta grein frá Tékkó sem segir mikið. Set þetta inn til fróðleiks. Mynd segir meira en 1000 orð...korunu

Nýr 500 króna seðill?

. . . . 500

Fékk þetta í pósti en margir kreppubrandarar eru nú í gangi.... 


Hernaðaraðgerðir Breta gegn Íslandi

Það er ljóst að Bretar hafa sóst eftir átökum við Ísland.

Á sama tíma og Darling spjallaði við Árna Mathiesen og breska útvarpið var breska bankakerfið að brenna. Sama dag og Brown var stanslaust á Sky að tala illa um Íslendinga var London City að hrynja.

Á útskrift samtalsins má ráða að Darling hafi markvisst verið að finna punkta til að brjóta á. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hernaðarþjóðin Bretar hafa lagst af þunga gegn litla Íslandi. Gamla heimsveldið sem forðum réði yfir 25% verðmæta jarðarinnar með flota sínum vinnur nú sigra á Falklandseyjum, eltir Bandaríkjamenn í miðausturlöndum og berst gegn litla Íslandi. 

Að sjálfsögðu bera stjórnvöld og ekki síður forsvarsmenn og eigendur bankanna ábyrgð á þeim og þeirra gjörðum. En það sem Bretar gerðu er illfyrirgefanlegt og ekkert annað en hernaðaraðgerð gegn íslenskri þjóð sem verður fyrir barðinu á falli bankanna. 

Það eru ekki Íslendingar sem skulda Brown og Darling. Það eru Bretar sem skulda Íslendingum skaðabætur og afsökunarbeiðni. 

 


mbl.is Fullyrðingar Darlings dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband