Við látum ekki kúga okkur

Geir H. Haarde er undir gríðarlegu álagi þessa dagana. Sjaldan eða aldrei í lýðveldissögunni hefur eins mikið reynt á stjórnvöld og nú. Geir hefur sýnt mikla yfirvegun á ögurstundu.

Það er hins vegar eðlilegt að þjóðin sé öll kvíðin fyrir niðurstöðu í erfiðum viðræðum við Breta og aðrar þjóðir. Samningsstaða okkar er erfið og afar litlar upplýsingar eru um raunverulegar byrðar sem ríkissjóður verður látinn bera út í nýja framtíðina. Íslendingar vilja vita þetta sem fyrst og er það vel skiljanlegur vilji.

Ég veit það fyrir víst að fjölmargir væru frekar til í að borða fisk og kartöflur í 5 ár heldur en að skuldsetja börn okkar og barnabörn. Lögfræðingar hafa enda staðfest takmarkaða ábyrgð ríkisins af sparireikningum útrásarbankanna.

Þess vegna er það mikilvæg og skýr afstaða sem kom fram hjá Geir. H. Haarde að "Við munum ekki láta kúga okkur í þessu máli." - Það er líka algert lykilatriði.

Niðurstaðan verður svo kynnt í þinginu þar sem hún verður samþykkt eða henni hafnað.


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blettur á Bretum

Íslendingar hafa fengið á sig mikið fjárhagslegt högg og skömm vegna Breta. Þessara atburða verður lengi minnst á Íslandi og verður í mínum huga ævarandi blettur á Bretum gagnvart lítilli þjóð í erfiðri stöðu.

Nú hefur verið rætt um lögsókn vegna Kaupþings. 

En hvað með lögsókn vegna Landsbankans?


mbl.is Landsbankinn af hryðjuverkalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Not a terrorist nation

 

Hér er hægt að skrá sig á lista vegna hryðjuverka Breta sem gerð eru með hryðjuverkalögum:

http://www.indefence.is


Þarfnast skýringa

Enn og aftur fáum við fréttir frá Financial Times sem virðist vera með góð tengsl hér á landi. Þetta risalán þarfnast skýringa því væntanlega er eitthvað bæði debit og kredit megin í málinu. 

Heildarmyndin verður sjálfsagt skýrð fyrir skattborgurum og þingheimi enda erfitt að sætta sig við að taka ábyrgð á Icesave skuldum fyrir hönd barna okkar.  - Ekki síst þegar hugsað er til þess að kjölfestuhlutur í Landsbankanum var seldur fyrir 12 milljarða.

Takmörkuð ábyrgð okkar hefur verið vel útlistuð af lögfræðingum.

Vonandi hafa menn samið vel.


mbl.is 580 milljarða lán frá Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Sigurður Nordal....og Samson

Þeir Jónas Hallgrímsson og Jón Sigurðsson eiga það sameiginlegt að vera í bankaráði Seðlabankans.

Reyndar er annar Jón Sigurðsson forstjóri FL Group - nú Stoða.

Sigurður Nordal sér svo um upplýsingamál fyrir Existu.

-------------

...og talandi um nöfn þá var Samson sterki maðurinn í Biblíunni sem glataði styrk sínum og hári en snéri svo aftur.

Og felldi musterið niður.

-----------------

21Filistar tóku hann höndum og stungu úr honum augun og fóru með hann niður til Gasa og bundu hann eirfjötrum, og varð hann að draga kvörn í dýflissunni.

    22En höfuðhár hans tók aftur að vaxa, eftir að það hafði verið skorið.

    23Nú söfnuðust höfðingjar Filista saman til þess að færa Dagón, guði sínum, fórn mikla og til þess að gjöra sér glatt, með því að þeir sögðu: "Guð vor hefir gefið Samson, óvin vorn, í vorar hendur."

    24Og er fólkið sá hann, vegsömuðu þeir guð sinn, því að þeir sögðu: "Guð vor hefir gefið óvin vorn í vorar hendur, hann sem eytt hefir land vort og drepið hefir marga menn af oss."

    25En er þeir nú gjörðust glaðir, sögðu þeir: "Látið sækja Samson, til þess að hann skemmti oss." Létu þeir nú sækja Samson úr dýflissunni, og varð hann að skemmta þeim. Og þeir höfðu sett hann milli súlnanna.

    26Þá sagði Samson við sveininn, sem leiddi hann: "Slepptu mér og leyfðu mér að þreifa á súlunum, sem húsið hvílir á, svo að ég geti stutt mig upp við þær."

    27En húsið var fullt af körlum og konum. Þar voru og allir höfðingjar Filista, og uppi á þakinu voru um þrjú þúsund karla og kvenna, sem horfðu á, er Samson skemmti.

    28Þá hrópaði Samson til Drottins og sagði: "Drottinn Guð! Minnstu mín! Styrk mig nú, Guð, í þetta eina sinn, svo að ég geti hefnt mín á Filistum fyrir bæði augun mín í einu!"

    29Því næst þreif Samson í báðar miðsúlurnar, sem húsið hvíldi á, hægri hendinni í aðra og vinstri hendinni í hina, og treysti á.

    30Þá mælti Samson: "Deyi nú sála mín með Filistum!" Síðan lagðist hann á af öllu afli, svo að húsið féll ofan á höfðingjana og allt fólkið, er í því var, og þeir dauðu, sem hann drap um leið og hann beið bana, voru fleiri en þeir, er hann hafði drepið um ævina.


Var Seðlabankinn að lána bönkunum of mikið?

Stuðningur Seðlabankans við bankana hefur verið talinn of fátæklegur af mörgum bankamönnum.

Nú virðist sem Seðlabankinn hafi gengið ansi langt í lánveitingum / repo til íslensku bankanna og lánað þeim jafnvel full mikið.

Það verður varla bæði sleppt og haldið?


mbl.is Viðbúið að tjónið verði mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Current regimes

 Hér má lesa lista yfir helstu "óvini" Breta samkvæmt HM Treasury í stafrófsröð: 

 


Uppbyggingin

Fólksflótti getur aldrei verið góð þróun. Mikil hætta er á að ungt og vel menntað fólk fari af landi brott - og komi kannski aldrei aftur. Ég man óljóst eftir ástandinu 1968 þegar ég var lítill drengur í blokk, en þá voru nágrannar að flytja burt. Til Svíþjóðar og Ástralíu.

Það er gríðarlega mikilvægt að á næstu dögum og vikum verði skýr framtíðarsýn mótuð fyrir nýja-Ísland. Skammtímavandinn er aðal atriði þeirra sem nú fást við gjaldþrot bankanna, uppgjör við útlönd, gjaldeyrisskort og erlenda lántöku. Framtíðarsýn nýja-Íslands verður að móta þannig að hér verði eftirsóknarvert að fjárfesta og hér sé góður valkostur að búa. Hér þurfum við að rífa okkur upp úr gömlum hjólförum stjórnmálaflokkanna og horfa á málin upp á nýtt.

Í raun hefur of mikil orka farið í innanbúðarmál en nú þarf að horfa á hvernig þjóðfélag við getum og viljum byggja upp. Tækifærið sem við höfum í dag til að gera betur er því verðmætt. Eitt er að bjarga því sem bjargað verður en hitt er enn mikilvægara að búa svo í haginn fyrir framtíðina. Það er ábyrgð okkar allra. Eitt það allra mikilvægasta að er að hér verði ekki alvarlegur atgervisflótti. Hann getur reynst dýrari en hlutabréfahrun. 

Framundand er uppbyggingin og þá eigum við að leggja við hlustir um góðar hugmyndir hversu smáar sem þær kunna að virðast í fyrstu.  


mbl.is Fólksflótti frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páll Óskar góður

brot af orðræðu Páls Óskars í Fríkirkjunni þar sem hann sagði frá reynslu sinni af erfiðum fjármálum. Páll Óskar hefur verið áberandi í auglýsingum BYRs sparisjóðs og núna getur hann miðlað af reynslu sinni. Það eru ótrúlega margt ungt fólk í sárum vegna skuldsetningar. Efnishyggjan gerir það enn erfiðara fyrir fólk en ella að horfast í augu við þennan vanda og vinna sig út úr honum.

Páll Óskar sagðist hafa orðið DJ vegna peningaskorts en áður fundist hann vera of fínn í skífuþeytingarnar.

Ég er ekki frá því að hann sé jákvæðari og sterkari persóna en nokkru sinni fyrr. Tek ofan fyrir Páli Óskari. - Batnandi manni er alltaf best að lifa.


Al-qaida, Talibanar og "the Landsbanki freezing order"

Það er með miklum ólíkindum að sjá yfirlit nýjustu ákvarðanna breska ríkisins varðandi viðskiptabönn en þar er "the Landsbanki freezing order" fyrirferðamest. Reyndar fær Al-qaida, Talibanar og Líbería að fljóta innanum eins og lesa má um hér.

Frétt sú um að nú verði samið við IMF er fengin af Financial Times www.ft.com Best væri að heyra þetta frá ríkisstjórninni sjálfri enda margar sögur á sveimi um skilyrðin.


Ábyrgð Björgólfsfeðga

Nú þegar verið er að safna lánum sem ríkið þarf að greiða er rétt að rifja upp skuldbindingar þær sem Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson tóku á sig í síðasta mánuði. 

Um er að ræða 207 milljón Evra (30 milljarða króna) ábyrgð vegna Eimskipafélagsins sem þeir lofuðu að taka á sig og lesa má um meðal annars hér:

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/09/10/bjorgolfsfedgar_letta_abyrgd_af_eimskip/  

Í yfirlýsingu þeirra segir meðal annars:  

„Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa ákveðið að styrkja stöðu Eimskips, komi til þess að umrædd ábyrgð falli á félagið.  Falli ábyrgðin á félagið, mun hópur fjárfesta undir þeirra forystu kaupa kröfuna og fresta gjalddaga hennar.  Jafnframt er fyrirhugað að hún muni víkja fyrir kröfum annarra lánardrottna á hendur Eimskip.  Með þessum aðgerðum eru takmörkuð þau áhrif sem ábyrgðir vegna lána og annarra skuldbindinga vegna XL samstæðunnar kunna að hafa á starfsemi Eimskips.  Fjárhæð kröfu vegna sölu XL og flugrekstrarleyfisábyrgða, sem ofangreindir fjárfestar hafa lýst sig reiðubúna að kaupa, er um 207 milljónir evra. " 

Talsverð þörf var fyrir þessa ábyrgð í síðasta mánuði en í ljósi síðustu atburða er hún brýn í dag.

Verður ekki staðið við loforðið eða lendir þetta á ríkissjóði? 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ljós í myrkri...

Fáar þjóðir nota eins mikla olíu og við Íslendingar. Bílakostur er hér meiri en í Bandaríkjunum en svo gerir það útslagið að við erum hér með skipaflutninga og flug í stað járnbrauta.

Innflutningur á olíu og bensíni nemur tugum milljarða á ári hefur sú gríðarlega hækkun á þessum vörum verið þung byrði á utanríkisviðskiptum landsins. Núna er gjaldeyrisskortur og munar um allt. Þessi mikla lækkun er því að gerast á viðkvæmasta tíma og er ein besta fréttin í erfiðleikunum.

Nú hefur gengið verið fest með "gjaldeyrisuppboðum" og því ættum við að sjá frekari lækkanir á bensínstöðvunum á næstunni.  


mbl.is Olíuverð lækkar og lækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veljum íslenskt - ...enga Versalasamninga takk.

Nú þegar lítið er um gjaldeyri er rétt að við skoðum betur hvað til er á Íslandi:

Íslenskur matur hefur vikið fyrir innfluttum og fram á síðasta sumar var hávær kór sem vildi helst leggja af íslenskan landbúnað. Hvalveiðar hafa legið niðri að mestu en nóg er af hval við strendurnar.
Nú hefur þetta allt breyst enda komið á daginn að flest var flutt inn fyrir lánsfé sem núna er uppurið með öllu.

Við búum vel með hita, rafmagn og heitt vatn svo ekki þarf að kvarta yfir þeim grunn nauðsynjum.
Þá er vissulega enginn skortur á húsnæði.

Lánaþjóðfélagið hefur innprentað það hjá fólki að kaupa nýtt og nýtt hvort sem það eru bílar, föt eða húsgögn. Það er ekkert að því að nýta hlutina betur.

Núna þarf að auka útflutning og minnka sóun. Á sama tíma getum við framleitt meira fyrir íslenskt þjóðfélag. Gróðurhúsin eru hér gott dæmi en þar er hægt að rækta íslenskt grænmeti, kryddjurtir og jafnvel ávexti.

--- --- --- --- ---

Þjóðverjar voru illa staddir eftir heimstyrjaldirnar, en þó sínu verr eftir þá fyrri þegar þeir skulduðu stríðsskaðabætur. Þýskaland eftir seinni heimstyrjöldina voru þó betur settir þar sem þeir áttu ekkert en skulduðu líka ekkert. Af tvennu illu er það ólíkt betri kostur. Vonandi verður ekki sá skuldaklafi á íslenska ríkinu að við getum ekki farið í öflugt endurreisnarstarf og uppbyggingu. IMF og Bretar vinna náið saman og nú þarf að standa vörð um hagsmuni barna okkar og barnabarna.


Flytjum bílana út

Mikil verðmæti liggja nú undir skemmdum á Íslandi. Hér er meðal annars átt við bílaflota þann sem enginn nýtir og verður vart seldur í bráð.

Sú hugmynd hefur verið uppi um hríð að flytja út bíla sem útflutningsvöru. Vandinn er sá að búið er að greiða opinber gjöld af þeim. Því þarf ríkið að koma að þessu máli til að þetta gangi upp og endurgreiða þessi gjöld. 

Leyfi mér að endurbirta grein af vb.is:

"Áætlað verðmæti notaðra fólksbíla sem eru til sölu í landinu er á bilinu 20 til 25 milljarðar króna.

Svo virðist sem markaður sé að opnast fyrir þessa bíla í Evrópu og hafa fulltrúar fyrirtækja, m.a. frá Þýskalandi og Danmörku, sem dreifa bílum um alla Evrópu, verið hér undanfarna daga að kynna sér markaðinn með útflutning í huga.

Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir að ekki sé þó grundvöllur fyrir slíkum útflutningi nema til þess komi að ríkið endurgreiði að hluta vörugjöld sem greidd voru af bílunum þegar þeir voru fluttir inn til landsins.

Hann segir að fjármálaráðuneytið verði að komast að niðurstöðu í þessu máli á allra næstu dögum því óvíst sé hve lengi þessi gluggi haldist opinn, sem tengist að sjálfsögðu óvenjulegri stöðu krónunnar.

Málið er til skoðunar núna í fjármálaráðuneytinu. Um er að ræða beiðni um hlutfallslega endurgreiðslu af gjöldum miðað við aldur og afskriftir hvers bíls."

 


101 financing

Mér sýnist hér vera ærið efni í skólabókardæmi (case studies) í "útrásinni" íslensku. Reyndar nær þetta dæmi út yfir allan þjófabálk.

Hélt eitt augnablik að glanstímaritið héti "Boast International" enda ekki á hverjum degi sem hægt er að sýna hótel, þotu og lystisnekkju í stíl. Hér er greinilega stílhrein fjárfestingarstefna á ferð.

Að minnsta kosti er komið gott myndefni í "hvítbókina" sem gera á um bankahrunið á Íslandi.

Sorglega farið með fé.


mbl.is Ingibjörg hannaði lystisnekkjuna 101
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Suðurlandsvegur

Fyrir tveimur árum fórum við sveitarstjórnarmenn af Suðurlandi með 27 þúsund undirskriftir vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar til Alþingis í bílalest. Okkur var vel tekið af ráðherrum og í kjölfarið fór Suðurlandsvegur í hönnun.

Margt af því sem ríkið leggur fé í er umdeilanlegt en öruggar samgöngur eru fjárfesting til framtíðar og skapa atvinnu á samdráttartímum. 

Af þessum sökum var bókað samhljóða í bæjarráði Árborgar í morgun: "Bæjarráð skorar á ríkisvaldið að flýta áformum um tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð nýrrar brúar á Ölfusá. Sveitarfélagið mun gera það sem í þess valdi stendur til að greiða fyrir framkvæmd verksins."

Samstaða um þjóðþrifamál eru hafin yfir flokkadrætti.  


mbl.is Vara við Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndir UVG um ríkisreksturinn

Nú þegar við blasir tekjumissir ríkissjóðs er gagnlegt að fá góðar hugmyndir um lækkun rekstrarkostnaðar ríkisins. Ekki síst í rekstri ráðuneyta. Arðsamar framkvæmdir hljóta að vera forgangsmál en allur óþarfa kostnaður hlýtur að víkja. Nú er ég ekki sammála öllum hugmyndum UVG sem settar í forgang en samt er hér mjög áhugaverður tónn sem vert er að skoða betur og lesa má um hér.

Íslensk lambalifur

Í kvöldmatinn var dýrindis lambalifur með lauk og fleski sem hún Dagmar Una töfraði fram. Laukurinn var að vísu innfluttur en að öðru leyti var máltíðin rammíslensk og bragðgóð.

Hvað skyldi nú máltíð með 1sta flokks lambalifur fyrir tvo kosta?

Svar: Innan við 600 kr með öllu!

Hálft kíló af lambalifur kostar 110 kr. eða innan við eina evru.

Mæli með þessu....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband