Færsluflokkur: Tónlist
20.10.2008 | 21:32
Páll Óskar góður
Sá brot af orðræðu Páls Óskars í Fríkirkjunni þar sem hann sagði frá reynslu sinni af erfiðum fjármálum. Páll Óskar hefur verið áberandi í auglýsingum BYRs sparisjóðs og núna getur hann miðlað af reynslu sinni. Það eru ótrúlega margt ungt fólk í sárum vegna skuldsetningar. Efnishyggjan gerir það enn erfiðara fyrir fólk en ella að horfast í augu við þennan vanda og vinna sig út úr honum.
Páll Óskar sagðist hafa orðið DJ vegna peningaskorts en áður fundist hann vera of fínn í skífuþeytingarnar.
Ég er ekki frá því að hann sé jákvæðari og sterkari persóna en nokkru sinni fyrr. Tek ofan fyrir Páli Óskari. - Batnandi manni er alltaf best að lifa.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2008 | 13:38
Lúðrasveit verkalýðsins?
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2008 | 21:25
Ég er stoltari af Björk
Óöldin í Tíbet fer vaxandi og hafa friðsamleg mótmæli breyst í vísi að uppreisn gegn alræðisstjórn Kínverja í Tíbet. Dalai Lama reynir að róa ofbeldisþróunina frá Indlandi, en óvíst er hvernig þetta fer.
Það rifjast upp fyrir Olympíuleikana í Peking hvaða lönd eru með lýðræði og hver ekki. Indland er stórt lýðræðisríki við hlið hins stóra Kína sem stjórnað er af einum flokki; Kommúnistaflokknum.
Staða Tíbet hefur verið í sviðsljósinu, ekki síst síðan Björk tileinkaði Tíbetum lagið "Declare Independence" á tónleikum í Sjanghæ.
Þá hefur möguleg umsókn Tævana í Sameinuðu Þjóðirnar vakið athygli, en haft er eftir utanríkisráðherra okkar Ingibjörgu Sólrúnu í kínverskum fjölmiðlum að Ísland styðji ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Tævan ætti að sækja um aðild að SÞ.
Ég vissi ekki að Ísland væri á móti þjóðaratkvæðagreiðslum annara þjóða. Eða á móti umsóknum til Sameinuðu Þjóðanna. Ég er ekki stoltur af þessari yfirlýsingu sem vonandi er eitthvað afbökuð af ríkisfjölmiðlum í Kína.
Ég er stoltari af Björk.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Declare Independence vakti athygli þegar hún hvatti Grænlendinga til dáða og eggjaði þá áfram til sjálfstæðis. Þá var það ekki minna þegar Kosovo átti í hlut. En nú hefur hún skorað á Tíbet og allt verður vitlaust. New York Times, CNN, CNBC og fleiri miðlar gera þessu skil.
Hér er svo video með laginu að finna á You Tube:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.6.2007 | 10:58
Air
"Smellti mér" á miða á www.midi.is - ekki annað hægt þegar boðið er upp á franskt loft-popp af bestu gerð.
Einhver spurði mig af hverju frönsk hljómsveit væri með enskt nafn. Eðlileg spurning að því leyti að Frakkar reyna að halda í sína tungu eins og þeir geta. Staðreyndin er hins vegar sú að "Air" er franskt tökuorð í ensku. Reyndar er enskan stútfull af frönskum tökuorðum, en sumir málfræðingar vilja telja ensku fornnorrænt mál sem hafi mengast af latneskum orðum úr frönsku. "This is good food" er setning sem er stútfull af norrænum orðstofnum: "Þessi" "ist" "góður" "fóður". Svo eru önnur orð (oft lengri) sem koma beint úr frönsku. Establishment, government, payment og penalty eru dæmi um frönsk tökuorð.
Jæja burtséð frá þessu verður gaman að heyra í Air sem er einhver skemmtilegasta popphljómsveit síðustu ára.
Mæli með frönsku lofti í sumar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2007 | 21:43
Ísland ekki í náðinni í Evró
Stórgott framlag Íslands með Eirík Hauksson í fararbroddi náði ekki að tryggja sér sæti í Evróvision -undanúrslitunum. Þetta er vonbrigði. Kannski spilar fleira inn í en lag og flytjandi. Að minnsta kosti eru þeir sem komust áfram um margt skyldir og styðja kannski hver annan. Það virðist vera erfitt fyrir okkur að komast inn í aðalkeppnina þrátt fyrir góða keppendur. Litla Ísland var að minnsta kosti vinafátt í kvöld.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.4.2007 | 18:32
Johnny Cash, Geir, Jón Baldvin, Stefán Hilmars og litasjónvarpið
Á laugardagskvöldið var margt um manninn á Breiðvangi í Ármúlanum. Geir tók lagið og það ekki af verri endanum: I walk the line með upprunalegum texta Cash og staðfærðum texta séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests. Stefán Hilmarsson og Regína Ósk brilleruðu líka og Stefán átti setningu kvöldsins þegar hann sagði í kynningu á lagi frá sjöunda ártugnum að "vonandi tæki Steingrímur J. ekki af okkur litasjónvarpið". Öllu gamni fylgir alvara og það er rétt að hafa það í huga að frelsið og framfarirnar hafa ekki komist áfram án andstöðu. Líka frjálst sjónvarp og útvarp eins og menn muna.
Það eru því fleiri söngvarar pólítískir þessa dagana en Björk.
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar ítarlega grein í lesbók Morgunblaðsins í gær. Ég komst í hana meðan ég var á þrekhjóli og tek eftir því hvernig hann rifjar upp bakgrunn Steingríms J. og Ögmundar. Það er nefnilega þannig að þeir eru meira vinstri en grænir. Reyndar er það svo að vinstrigrænt jaðrar við að vera öfugmæli, enda hafa ekki verið til meiri umhverfissóðar en sósíalistar og kommúnistar. Þarf ekki að nefna Tsjernóbíl því mengun var landlæg í öllum löndum kommúnismans. Það er í löndum frelsisins sem mestar framfarir hafa orðið í tækni, endurvinnslu og ekki síst umhverfisvitund. Og er það engin tilviljun.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2007 | 23:30
Sjálfstæðispönk hjá Björk - frábærir tónleikar
Björk er einhver hugrakkasti tónlistarmaður í heiminum í dag. Hún hélt frábæra útgáfutónleika í kvöld. Lögin af Post og Debut eru alltaf góð, en ákveðinn ferskur blær var á kvöldinu með blásarasveitinni góðu. Hápunktur kvöldsins var samt lokalagið sem Björk tileinkaði Færeyingum og Grænlendingum. Tæknipönk af bestu gerð, hrátt og laust við allt líkingamál.
Hér er úr textanum (eins og ég heyrði hann):
,,Declare independence / Don't let them do that to you"
,,Start your own currency / make your own stamp
Protect your language / raise your flag....raise your flag....raise your flag"
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2007 | 18:29
Eurovision eða þingkosningarnar?
Eurovision og alþingiskosningar verða sama dag: 12. maí 2007. RÚV mun að sjálfsögðu sjónvarpa frá Eurovision keppninni, enda er keppnin haldin af evrópskum ríkissjónvarpsstöðvum. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Eiríkur Hauksson standi sig vel í Eurovision og þjóðin verður með honum í anda. Rauða hárið verður amk. á sínum stað.
Stöð 2 verður hins vegar með alla athyglina á kosningasjónvarpinu. Eitthvað gæti orðið flókið að stýra þessu saman á RÚV, enda tveir stórir sjónvarpsatburðir á sama tíma.
Hvort kýs fólk að horfa á:
Kosningasjónvarp vegna þingkosninga?
Kosningasjónvarp Eurovision?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.3.2007 | 14:05
300
Nei ég er ekki að tala um bíómyndina, heldur umdeildan afmælisþátt Spaugstofunnar. Það er flestum ljóst að í gær hafa verið brotin lög um þjóðsöng Íslendinga.
Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni.
3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:
,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "
Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.
Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)