30.3.2009 | 09:40
Kaflaskil - nýtt upphaf
Bjarni Benediktsson hlaut mjög góða kosningu og er vel að þessum úrslitum kominn. Kristján Þór fékk jafnframt mikinn stuðning við framboð sitt bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Kristján Þór er sterkari á eftir og Bjarni er með óumdeilt pólítískt umboð eftir að hafa fengið svo öflugt mótframboð og ótvíræðan stuðning.
Með þessum landsfundi verða nú skýr kaflaskil og ung forysta tekst nú á við kosningabaráttu þar sem fylgið er í lágmarki og þjóðin er í sárum. Ég er viss um að sú áhöfn sem nú er að taka við mun ná að vinna saman af heilindum og ná til almennings. Framundan eru mjög erfið úrlausnarefni og reynir á alla flokka við að takast á við þau.
Sambandið við grasrótina verður sjálfsagt meira en áður auk þess sem greinileg áhersla var á að gera hlut miðstjórnar virkari og meiri. Tillaga Péturs Blöndal um aukið aðhald og eftirlit miðstjórnar og upplýsingagjöf hennar til landsfundar var samþykkt samhljóða. Það er á tímum sem þessum sem rétt er að endurskoða það sem betur má fara hvort sem er innan þings, flokkanna eða í löggjöf. Sjálfstæðisflokkurinn hefur tekið ákveðið frumkvæði í endurnýjun ekki síst þegar litið er til stjórnarflokkanna í minnihlutastjórninni. - Þessi kaflaskil eru upphafið að nýrri endurreisn.
![]() |
Bjarni kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 21:01
Rétt afstaða Geirs - dreift eignarhald hefði gefist betur
Upphafleg stefna í einkavæðingarferlinu var einmitt dreifð eignaraðild. Þetta var reynt með ríkisbankana og svo FBA (Fjárfestingarbanka Atvinnulífsins) en þar söfnuðust hlutabréfin hratt á hendur ORCA hópsins.
Sú ákvörðun að selja svokölluðum "kjölfestufjárfestum" reyndist röng ekki síst þegar þessir fjárfestar urðu jafnframt umsvifamiklir í öðrum atvinnurekstri og eignarhaldi á fjölmiðlun. Það er líklegt að upphafalega stefnan - sem Eykon kallaði eftir á sínum tíma - þar sem almenningur átti hluti í almenningshlutafélögum hefði gefist betur.
Sú afstaða Geirs að biðjast afsökunar á þessum mistökum er rétt og virðingarverð. Uppgjörið við foríðina er að fara fram og Geir stígur hér mikilvægt skref. Það ber að virða.
![]() |
Mistök gerð við einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2009 | 11:06
Vel boðið
2% vextir eru talsvert lægri en gengur og gerist. Ekki er víst að veðin séu svona mikið betri og því væri gott að fá frekari útskýringu á þessum vöxtum. SPRON og Straumur fór veg allrar veraldar en Saga og VBS fá hér afar góð kjör.
Fyrirtækin eru almennt með 25% óverðtryggt.
![]() |
Vextir lána til VBS og Saga tvö prósent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.3.2009 | 23:14
Formaður Evrópunefndar telur Ísland eiga ekkert erindi í ESB
Það eru talsverð tíðindi í viðtali við Kristján Þór Júlíusson formann Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins í Viðskiptablaðinu sem birtist í kvöld. Þar segir Kristján meðal annars að: "Íslendingar eigi ekkert erindi inn í Evrópusambandið að öllu óbreyttu. Ástæðurnar eru tiltölulega einfaldar. Þetta snýst um fullveldið, yfirráð auðlinda okkar og sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar," Þetta er hárrétt hjá Kristjáni og verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu landsfundar í ESB málum sem enn og aftur eru komin í brennidepil.
Þá er í sama blaði viðtal við Bjarna Benediktsson frambjóðanda til formanns þar sem hann tekur skýrt fram að hann hafi "Aldrei verið talsmaður inngöngu í ESB". Þar með er það komið á hreint. Hvorugur frambjóðandanna til formanns vill aðild að ESB miðað við núverandi forsendur enda eru brýnni mál sem bíða úrlausnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
25.3.2009 | 20:37
Mikill áfangasigur
Nú er staðfest það sem áður hafði verið rætt að Suðurlandsvegur verður tvöfaldaður. Vinur minn og baráttufélagi Hannes Kristmundsson frá Hveragerði færði mér fyrstur fréttirnar fyrr í vikunni og var það gott símtal.
Sá hluti sem verður 2+1 verður að lokum tvöfaldur líka þó síðar verði. Það er skynsamlegt að fara ekki í öll mislæg gatnamót strax enda eru þau mjög kostnaðarsöm. Þetta er mikill sigur fyrir alla þá fjölmörgu sem hafa barist fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar.
Umferðarþungi heldur áfram að aukast um Suðurlandsveg þrátt fyrir kreppuna og var umferðaraukning um 9% milli ára á Suðurlandi en samdráttur í akstri víða annars staðar á landinu. Núverandi vegur er yfir þrjátíu ára gamall og barn síns tíma. Nú er kominn tími á tvöföldun enda full samstaða orðin um það. Bráðabirgðalausnir verða alltaf dýrari á endanum og því er tvöföldun framtíðarlausn.
Fyrsti áfanginn gæti verið tilbúinn næsta vor en gott væri að fá tímasetningu í kaflann frá Kömbum og að Ölfusá enda er leiðin milli Hveragerðis og Selfoss hættuleg eins og dæmin sanna. Sú leið er kostnaðarsöm í framkvæmd en jafnframt afar dýr þeim sem aka þessa leið á meðan hún er 1+1. Nú er kominn stór og mikill áfangasigur og því ber að fagna og það ber að þakka.
![]() |
Breikkun kostar 15,9 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.3.2009 | 09:56
Verðhjöðnun - stýrivextir út úr öllu korti
Ársverðbólgan mælist nú -7% ef miðað er við síðasta mánuð.
Stýrivextir eru hins vegar 17% og voru þeir ákveðnir fyrir nokkrum dögum, eða á sama tíma og verðhjöðnun átti sér stað.
Stýrivextir eru samkvæmt þessu 22% hærri en verðlag.
Að ekki sé talað um dráttarvexti og yfirdráttarvexti.
![]() |
Talsvert dregur úr verðbólgu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.3.2009 | 22:40
Heiðarlega komið fram - skattahækkunum lofað
Steingrímur J. Sigfússon má eiga það að hann kemur heiðarlega fram og lofar skattahækkunum. Það er ákveðinn kostur við stjórnmálamann að segja kjósendum á hverju þeir eiga von.
Nú geisar atvinnuleysi og verðbólga en saman eru þessir stuðlar stundum nefndir "the misery index" Lengi vel voru tölurnar 2% á Íslandi og stuðullinn því 4. Nú hefur verðbólgan verið 15-17% og atvinnuleysið er að snerta 10%. Stuðullinn gæti því verið 25.
Ofan á skuldasúpu og launabrest megum við eiga von á því að þeir sem enn hafa góð laun fái auka-kjaraskerðingu. Nú er það svo að margar fjölskyldur eru afar skuldsettar og berjast því fyrir því að geta borgað af lánunum. Þetta gera menn oft þó auðveldara væri að lýsa sig gjaldþrota. Ekki er víst að aukin skattheimta skili miklu í kassann en hún mun örugglega letja menn til aukavinnu. Skattar á Íslandi eru háir og vandinn liggur ekki síst í mikilli eyðslu ríkisins sem þandist út á vakt Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar. Það er ekki víst að VG sé líklegasti flokkurinn til að ná þenslu ríkisins niður miðað við skattahugmyndir formannsins- fyrir kosningar.
![]() |
3% skattur á 500 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 19:09
Furðuleg forgangsröðun
Það er sérstakt að áhersla stjórnmálaflokka skuli frekar vera á að vera á móti öðrum stjórnmálaflokkum frekar en að setja allt afl á að ná fram góðum málum.
Nú ríður á að flokkar geti unnið saman en þá er það sett fram sem sérstakt kosningaloforð að vinna ekki með ákveðnum flokki sem þrátt fyrir allt er sá flokkur sem er í mestri naflaskoðun og uppgjöri.
Hvað með fyrirtækin og heimilin?
![]() |
VG bundin - á móti Sjálfstæðisflokknum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.3.2009 | 14:25
Vígsla minnisvarða um sr.Sigurð Pálsson og frú Stefaníu Gissurardóttur
Að lokinni messu í morgun var vígður veglegur minnisvarði um heiðurshjónin sr.Sigurð Pálsson og frú Stefaníu Gissurardóttur sem voru burðarás Selfosskirkju frá upphafi. Sólin skein og athöfnin sem var utandyra var falleg þar sem Sigurður vígslubiskup Sigurðarsson sonur þeirra hjóna flutti predikun.
Frumkvæði að þessu kom frá Birni I. Gíslasyni sóknarnefndarmanni en sveitarfélagið Árborg styrkti þetta framtak. Þorvaldur Guðmundsson afhjúpaði svo minnisvarðan ásamt Eysteini Ó. Jónassyni formanni sóknarnefndar.
Þetta framtak var öllum hlutaðeigandi til mikils sóma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 23:22
Fimm þingmenn í Suðurkjördæmi?
Listi Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi var samþykktur í dag. Eins og stundum vill verða voru ýmsir ósáttir við niðurstöðu prófkjörs og aðrir óánægðir með breytingar á lista eftir prófkjörið. Listinn var engu að síður samþykktur með miklum meirihluta án breytinga á tillögu kjörnefndar.
Lýðræðið er eins og við vitum ófullkomið en eins og Churchill sagði er það þó illskást; ("Democracy is the worst form of government, except for all those other forms that have been tried from time to time."). Meðferð þess er þó alltaf annmörkum háð og viðkvæmt mál yfirleitt.
Listann leiðir Ragnheiður Elín Árnadóttir þingmaður og er engan bilbug á henni að finna þrátt fyrir einstaka úrtöluraddir. Ragnheiður telur Kjartan Ólafsson sem skipar 5. sætið vera í baráttusæti og raunhæfa möguleika að D-listinn bæti við sig manni og tryggja þannig áframhaldandi þingsetu Kjartans. Þetta eru háleit og metnaðarfull markmið hjá nýjum forystumanni í kjördæminu. Nú er að sjá hvernig þetta gengur en ekki er ólíklegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái einna besta kosningu í Suðurkjördæmi á landsvísu enda er staða flokksins sterk í sveitarstjórnum og mælist sterkastur í okkar kjördæmi á landsvísu.
Framundan er landsfundur þar sem helstu mál verða niðurstöður í Evrópumálum og bók Endurreisnarnefndar flokksins. Nú er að sjá hvernig upptakturinn fyrir kosningarnar verður um næstu helgi en búast má við kröftugum landsfundi sem leggur upp með endurnýjað umboð og nýja forystu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2009 kl. 00:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2009 | 10:29
Heimsverðbólga í kjölfar lausafjárkreppu?
Nú eru prentvélar seðlabanka farnar að vinna á sólarhringsvöktum. Peningamagn eykst...en þó ekki í umferð. Vandinn er sá að peningar safnast fyrir í bönkunum og skila sér ekki til fólks og fyrirtækja.
Þegar vandinn loks leysist er hætta á að peningamagn verði mikið og þar með verðbólga og raunverðlækkun á helstu gjaldmiðlum heimsins (pappírspeningum). Rimbimbi-ið í Kína er þó undanskilið enda er það talið stórlega undirverðlagt. Það sem gerist hins vegar við hækkun á því er að verðlag á kínverskri framleiðslu hækkar en hingað til hefur kínversk framleiðsla haldið heimsverðbólgunni niðri. - Þetta fjallar Greenspan um í bókinni sinni "The age of turbulence".
Stærsta einstaka skrefið í þessa átt var stigið á dögunum þegar bandaríski seðlabankinn ákvað að "stækka efnahagsreikning sinn" um eina trilljón dala með því að kaupa skuldabréf. Þessi eina aðgerð dælir þúsund milljörðum dala inn í hagkerfið. Ekki er ólíklegt að Evrópubankinn svari á svipaðan hátt til að vernda ESB gagnvart BNA.
19.3.2009 | 11:15
Fjárhagsáætlunin "Hókus pókus" - segir forseti bæjarstjórnar
Þriggja ára áætlun sveitarfélagsins Árborgar gerir ráð fyrir 1 milljón í tap - hvern einasta dag. Þá stefnir í tæknilegt gjaldþrot árið 2015 að óbreyttu. Aðspurður um áætlunina segir forseti bæjarstjórnar að þriggja ára áætlanir sveitastjórna vera "hókus pókus - einhver spádómur út í loftið".
Hér er frétt Fréttablaðisins:
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Áborgar segja að miðað við nýsamþykkta þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins muni það tapa einni milljón króna á hverjum degi næstu árin.Eyþór Arnalds, oddviti minnhluta sjálfstæðismanna í bæjarstjórn, segir að miðað við fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar verði 1.433 milljóna króna halli árin 2009 til 2012. Þannig verður eigið fé sveitarfélagsins uppurið að óbreyttu árið 2015. Þá væri svo komið að Árborg yrði tæknilega gjaldþrota. Því þykir okkur að við þetta verði engan veginn unað og hér sé í raun um uppgjöf núverandi bæjarstjórnarmeirihluta að ræða," segir Eyþór.Þorvaldur Guðmundsson, oddviti framsóknarmanna og forseti bæjarstjórnar, segir fullyrðingar sjálfstæðismanna miðaðar við verstu aðstæður.Það er mjög mikil óvissa og það er hægt að búa til alls konar missvört dæmi en við höfum ekkert viljað vera að mála skrattann á vegginn," segir Þorvaldur sem kveður óvissuna fram undan svo mikla að í raun sé öll gerð fjárhagsáætlana nánast út í loftið.Það verður að segjast eins og er að þessar þriggja ára áætlanir sem sveitarstjórnir eru að gera í dag eru bara eins og hókus pókus einhver spádómur út í loftið."
19.3.2009 | 10:08
Betur má ef duga skal
Fjallið tók jóðsótt og fæddi 1% mús. Ekki var þetta mikil lækkun og eru stýrivextir nú með því allra hæsta í heiminum. Á sama tíma og vextir eru nálægt 0% víða og róið er að því alls staðar að örva atvinnulífið um allan heim eru stýrivextir hér á Íslandi ofurháir. Verðbólgan er í mikilli rénun og lækkaði byggingarvísitalan milli mánaða. Margt bendir því til verðhjöðnunar frekar en verðbólgu.
Ég vil ekki sjá 17% stýrivexti þegar verðbólgan er á niðurleið.
![]() |
Stýrivextir lækkaðir í 17% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2009 | 16:49
Einsdæmi?
![]() |
ÖSE fylgist með kosningunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.3.2009 | 20:08
Tillögur eru virðingarverðar
Það er út af fyrir sig virðingarvert að Framsókn leggi fram tillögur í efnahagsmálum. Umtöluð skjalborg um heimilin og fyrirtækin sem ríkisstjórnin hefur boðað hefur verið fremur í því að lengja í lánum og mýkja innheimtur frekar en annað.
Tillögur eru nauðsynlegar í aðdraganda kosninga og vonandi vita menn fyrir hvað framboðin standa fyrir kjördag. Tillögur Framsóknarmanna um flatan niðurskurð skulda kunna að vera óvitlausar þegar þær eru skoðaðar. Við hrun gömlu bankanna hafa menn áttað sig á því að "eignir" þeirra (það er að segja skuldir viðskiptavinanna) eru ótraustar og munu aldrei innheimtast nema að litlum hluta.
Tillögur Tryggva Herbertssonar eru ítarlegar og ákveðnar. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar benda til þess að þær bíti í því hugmyndafræðilega tómi sem nú er ríkjandi. Að minnsta kosti eru hér konkret hugmyndir um efnahagsmál. Stjórnlagaþing er allra góðra gjalda vert en skilar sér seint til heimilanna.
Hugmynd Framsóknarmanna um niðurfærslu skulda fela í sér að hluti varúðarfærslunnar verði notuð til að lækka höfuðstól skulda. Þetta mun leiða til þess að fleiri geta staðið í skilum, færri verða gjaldþrota og eignir falla minna í verði (sem aftur leiðir til færri gjaldþrota). Það sem mér finnst vera dapurlegt hjá ríkisstjórninni er það hvernig þessar hugmyndir eru blásnar af án rökræðu. Það er styrkleikamerki að geta tekið undir hugmyndir sem koma úr öðrum flokkun en manns eigin.
![]() |
Lífeyrissjóðirnir fá leyfi til gjaldeyrisviðskipta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.3.2009 | 12:53
Sterk staða kvenna í Suðurkjördæmi
Miklar breytingar verða á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og skipa nú 3 konur fjögur efstu sætin. Ragnheiður Elín hlýtur góða kosningu og hefur því sterkt umboð frá flokksmönnum. Þáttakan var minni en síðast en þó mun betri en hjá Samfylkingunni sem var með liðlega tvö þúsund þáttakendur en hér eru atkvæðin yfir fjögur þúsund. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkur í kjördæminu eins og sést best á sterkri stöðu flokksins í sveitarstjórnum. Nú er að sjá hvort að flokkurinn haldi 1. þingmanninum í kosningunum.
Eyjamenn eru með mjög sterka stöðu á listanum en haft er á orði að Árnesingar ríði ekki feitum hesti frá prófkjörinu að þessu sinni. Prófkjör eru öflugt tæki til að virkja grasrótina en jafnframt geta úrslitin verið erfið fyrir þá sem ekki ná settu marki. Aðal atriðið nú er að menn fylki sér að baki þeim sem nú hafa fengið umboðið og horft sé fram til kosninga sem eru eftir nokkar vikur. Þær kosningar kunna að verða einhverjar þær örlagaríkustu um árabil.
![]() |
Ragnheiður Elín sigraði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.3.2009 | 09:02
Hvað er í boði?
Stóra prófkjörshelgin er nú algleymingi og listar framboðanna taka óðum á sig mynd. En um hvað verður kosið?Samkvæmt könnunum er vinstri stjórn líklegust. Það er því nærtækast að fá skýr svör frá þeim flokkum sem nú eru í samstarfi og stefna að óbreyttu að því að halda því áfram að kjósendur fái að vita hvað vinstri stjórnin ætlar að gera. Og ekki síst hvernig hún ætlar sér að ná jafnvægi í ríksrekstrinum.
Margt bendir til þess að í farvatninu séu stórfelldar skattahækkanir þrátt fyrir aðvörunarorð reyndra hagfræðinga um neikvæð áhrif skattahækkana í kreppu. Niðurskurður á óþarfa og yfirbyggingu hlýtur að vera forgangsmál til að ná endum saman í stað þess að freistast í skattahækkanir.
Hlutfall ríkisútgjalda af þjóðarframleiðslu á Íslandi er með því hæsta í heiminum í dag. Á sama tíma og þjóðarframleiðsla dregst nú saman um meira en 10% vaxa útgjöld ríkisins verulega. Spáð er halla upp á 150 milljarða af fjárlögum og þá verða framboðin að svara stóru spurningunum um skatta eða sparnað.
Barack Obama hefur beitt sér fyrir ákveðnum skattalækkunum til að létta byrðunum hjá launafólki. Veruleg hækkun launaskatts myndi á hinn bóginn hafa letjandi áhrif á atvinnusköpun og þar af leiðandi fjölgun starfa. Atvinnuleysið er höfuðmein Íslands í dag og mér skylst að við séum í þann mund að slá heimsmet í hröðu atvinnuleysi.
Allt bendir til að kosið verði um atvinnumál og vonandi keppast allir flokkar um að bjóða leiðir til atvinnu-uppbyggingar í stað þess að falla í gryfju óhóflegrar skattheimtu sem á endanum bugar klárinn og skilar litlu í ríkiskassann.
13.3.2009 | 12:14
"This time it´s different"
Kreppan nú á sér fordæmi þó alltaf sé hver kreppa með sínu sniði. Á síðustu átta hundruð árum hafa verið margskonar kreppur sem eiga það þó sammerkt að eiga sér svipaðan aðdraganda og allar eiga þær - blessunarlega - endi. Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff hafa tekið saman gagnmerka ritsmíð um þetta efni og mæli ég með þeirri lesningu fyrir þá sem áhuga hafa á sögunni en eins og við vitum endurtekur hún sig.
THIS TIME IS DIFFERENT:
A PANORAMIC VIEW OF EIGHT CENTURIES OF FINANCIAL CRISES
Carmen M. Reinhart
Kenneth S. Rogoff