13.6.2008 | 20:44
ESB alríkið í vanda
Þetta er í annað sinn sem ekki tekst að gera sameiginlega stjórnarskrá.
Í fyrra sinnið var það kallað "constitution" sem er réttnefni. Þeirri stjórnarskrá var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslum.
Nú átti að gera "Lisbonsamning" og renna þessu framhjá þjóðþingjum án atkvæðagreiðslu.
Því miður - fyrir ESB - láðist að breyta stjórnarskrá Íra og því þurfti að leggja þessar breytingar undir þjóðina.
Nú er úr vöndu að ráða fyrir ráðamenn í Brussel.
En af hverju hafna Írar þessu?
Kannski er það vegna þess að þeim hefur ekki vegnað vel undanfarið. Í stað írska pundsins er komin Evran og henni getar þeir ekki hnikað til á sama tíma og harðnar á dalnum hjá þeim.
Svo eru það hermálin og varnarmálin.
Þegar á reynir vilja þeir halda í það sjálfstæði sem þeir hafa.
![]() |
53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.6.2008 kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
13.6.2008 | 14:30
Vill fólkið ekki ESB?
Þetta eru mjög merkileg tíðindi ef rétt reynist.
Írland er eina ríkið sem lét þessa lítt dulbúnu stjórnarskrá fara í þjóðaratkvæði.
Flestir stjórnmálaleiðtogarnir studdu hana.
Ef þetta er fallið á vilja fólksins er Brussel enn og aftur í vanda.
Kannski vill fólkið ekki ESB eins og það er að verða?
![]() |
Írsk kosning áfall fyrir ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2008 | 22:37
ESB lýðræði í reynd
Þessi sáttmáli sem er í reynd ígildi stjórnarskrár færir ESB mun nær því að vera "federal state" eða "alríki" eins og það hefur verið kallað. Sameiginlegur utanríkisráðherra og herafli er ágætt dæmi um þetta.
Það er merkilegt að flestar ESB þjóðirnar skuli ekki láta Lissabonsáttmálann fara í þjóðaratkvæði.
Þingin sjá um þetta sjálf og spyrja ekki þjóðirnar. Það þarf víst ekki lengur.
Það er því enn fróðlegra en ella að sjá hvað Írar hafa um þetta mál að segja.
Fyrst þeir eru spurðir. . .
![]() |
Spenna í ESB-atkvæðagreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2008 | 20:11
Velkomin í Tjarnabyggð
Margrét Katrín er skeleggur bæjarfulltrúi og ferst henni fundarstjórn bæjarstjórnar vel úr hendi.
Óska henni til hamingju með forsetaembættið sem hún tók við á bæjarstjórnarfundinum í gær.
Margrét er einmitt að flytja hér í búgarðabyggðina Tjarnabyggð.
Var einmitt að skokka framhjá hestunum hennar í sólinni áðan.
Vertu velkomin í Tjarnabyggð. . .
![]() |
Nýr forseti bæjarstjórnar í Árborg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 18:55
Óvænt átt
Flestir áttu von á verulegri lækkun, en verð á íbúðarhúsnæði virðist seigara en vísitölur hlutabréfa. Lækkun húsnæðis hefur lengi verið vonarpeningur til lækkunar verðbólgu. Ekki verður það um þessi mánaðarmót.
Það er í sjálfu sér ótrúlegt að hugsa til þess að: Vextir séu yfir 15%,Verðbætt lán hækki hratt, Bankar láni miklu minnaog svartsýnisspár séu alsráðandi hjá fagaðilum. En samt hækki húsnæðisverð.
Nú er spurningin hvort að þetta sé einstök undantekning?
![]() |
Fasteignaverð hækkar á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.6.2008 | 10:57
Sakna Plútó
Þó þessi ákvörðun breyti engu um tilvist "plutoid" verð ég samt að viðurkenna það ég sakna Plútó úr hópi reikistjarna.
Það var alltaf eitthvað sjarmerandi við þessa pínulitlu plánetu. Nafnið er líka eins og á vinualegum hundi.
Bæ Plútó - (halló "prútóíð" )
![]() |
Plútó fellur í nýjan flokk hluta í geimnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.6.2008 | 08:20
Í forsjá ríkisins
Hugmyndaflugi mannsins eru fá takmörk sett. - Og eru þá opinber orkufyrirtæki síst undanskilin.
Barneignastefna er þekkt frá Kína. Ritskoðun er víða um heim.
Ekki er ýkja langt síðan einkaaðilum var treyst til að útvarpa og sjónvarpa á Íslandi.
En skyldugiftingar starfsmanna er nýjung.
![]() |
Verða reknir gangi þeir ekki í hjónaband |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.6.2008 | 22:45
Stóísk ró Hómers?
![]() |
Litið framhjá fæðingarþunglyndi karla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2008 | 10:28
Meldingar?
Yfirlýsing Alexei Miller er sérstök.
Nýkjörin forseti Rússlands DMITRY MEDVEDEV var einmitt í forsvari fyrir Gazprom.
Þetta verð 250 USD er gríðarlega hátt.
Sögulegt verð er í kringum 20 USD.
Svona yfirlýsing fer ekki fram hjá öðrum olíuframleiðendum.
Og slær ekki á væntingar þeirra. . .
![]() |
Olíuverð í 250 dali? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 16:36
Sársaukamörkin
Nú þegar er fólk í Bandaríkjunum farið að aka minna. Þykja það nokkur tíðindi.
Olían hefur hækkað úr öllu hófi og er nú að nálgast 140 USD.
Ekki er langt síðan 100 USD þóttu fjarstæðukenndir órar.
Olían er undirstaða í samgöngum og þar með flutningum.
Svo er það plastið.
Verðbólga heimsins er nú að nálgast sársaukamörkin hvað varðar mat og eldsneyti.
Það hlýtur að draga til tíðinda á næstunni.
![]() |
Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.6.2008 | 16:17
Fallegur dagur
Til hamingju bæði tvö. Fátt er mikilvægara en góður lífsförunautur.
Megi Guð og gæfan fylgja ykkur.
![]() |
Bubbi Morthens gekk í það heilaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.6.2008 | 09:07
Ný vídd í jafnréttisumræðunni?
Fréttir af Thomas Beatie og konu hans hafa vakið athygli að undanförnu.
Af hverju?
Hann er ófrískur:
http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/us_and_americas/article3628860.ece
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.6.2008 | 13:03
Kirkjuturninn
Selfosskirkja fór ekki varhluta af stóra skjálftanum.
Stóri kirkjuturninn er með stórar sprungur og ljóst að verulega þarf að styrkja hann.
Séra Kristinn messaði í morgun.
Læt lexíu og pistil dagsins fylgja hér:
Lexía: Mík 7.18-19
Hver er slíkur Guð sem þú,
sem fyrirgefur misgjörðir
og sýknar af syndum
þá sem eftir eru af arfleifð þinni?
Reiði Guðs varir ekki að eilífu
því að hann hefur unun af að sýna mildi.
Og enn sýnir hann oss miskunnsemi,
hann fótumtreður sök vora.
Já, þú varpar öllum syndum vorum
í djúp hafsins.
Pistill: Ef 2.4-10
En Guð er auðugur að miskunn. Svo mikil var elska hans til okkar að þótt við værum dauð vegna misgjörða okkar endurlífgaði hann okkur með Kristi - af náð eruð þið hólpin orðin - og reisti okkur upp með Kristi Jesú og bjó okkur stað hjá honum í himinhæðum. Þannig vildi hann sýna á komandi öldum ómælanlega auðlegð náðar sinnar og gæsku við okkur í Kristi Jesú, því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því. Við erum smíð Guðs, sköpuð í Kristi Jesú til góðra verka sem hann hefur áður fyrirbúið til þess að við skyldum leggja stund á þau.
![]() |
Stöðugir eftirskjálftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 20:25
Hvar á að spara?
Ríkið hefur eins og sveitarfélögin - (og ekki síður fyrirtækin og heimilin) - eytt um efni fram í skjóli hagvaxtar og kaupmáttaraukningar.
Nú er "veislan búin".
En hvar á þá helst að spara?
Fyrst hlýtur að vera að draga úr rekstrarkostnaði sem hefur vaxið gríðarlega.
Svo er að skoða samdrátt í fjárfestingum.
Sérstaklega óarðbærum fjárfestingum.
Engin sparnaðaraðgerð er auðveld, en nú þarf að huga að hverri krónu.
Ekki síst þeim krónum sem fengnar eru með skattheimtu.
![]() |
Frestun ekki inni í myndinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.6.2008 | 18:33
1/10 Íslands - Ted Roosevelt væri ánægður
Ríflega tíundi hluti landsins; um 12 þúsund m2 - eða 12% - tilheyra nú Vatnajökulsþjóðgarði.
En hvað eru þjóðgarðar?
Ted Roosevelt er sá stjórnmálamaður sem steig hvað stærstu skrefin í átt að friðlýsingu náttúrunnar, en þegar hann var forseti voru gerðir "national parks" í bandaríkjum norður Ameríku. Þeir eru gríðarstórir.
Núna 100 árum síðar eru það Íslendingar sem setja upp þennan þjóðgarð sem verður stærsti þjóðgarður Evrópu.
![]() |
Stór áfangi í náttúruvernd" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 17:15
Eðlileg niðurstaða - skeleggur borgarstjóri
Þessi niðurstaða er bæði rétt og eðlileg. Vilhjálmur hefur tekið af skarið og metið þessa niðurstöðu besta fyrir flokkinn okkar.
Óvissan hefur verið erfið, en nú er hún að baki. Það er gott fyrir alla (nema kannski Dag B. Eggertsson).
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur verið sköruglegur forseti borgarstjórnar og verður án efa skeleggur borgarstjóri Reykvíkinga.
Til hamingju Hanna Birna - til hamingju allir sjálfstæðismenn.
![]() |
Hanna Birna verður borgarstjóri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2008 | 20:03
Olían: Ógn og tækifæri fyrir Íslendinga
Fáar þjóðir nota jafn mikið af orku og Íslendingar.
VIð fljúgum meira og ökum meira en flestir aðrir - og höfum engar lestar.
Við erum með stóran flota.
Orkan og fæðan eru nú það sem bitist er um allan heim.
Fiskinn og rafmagnið eigum við.
Í dag hækkaði olíutunnan um 11 USD!
Sögulegt verð er um 20 USD - en er nú um 139 USD...
Dow Jones hefur lækkað um 411 punkta þegar þetta er skrifað, eða vel yfir 3%.
Stóru bankarnir eru sumir niður 5%
Eins og Bubbi sagði: "Breyttir tímar"
![]() |
Olíuverð í nýjum hæðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.6.2008 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 19:53
Björgvin og skóflan
Mér finnst Björgvin G. Sigurðsson vera skynsamur með því að taka þátt í þessari skóflustungu. Undirstöður íslensks þjóðfélags eru orkan og fæðan, þótt þjónustan verði alltaf mikilvægari.
Björgvin sagði á Rúv að OECD spáin sem ég vitnaði í hér á síðunni væri áhyggjuefni.
Virðisauki úr íslenskri orku er skref í þá átt að hindra fjöldaatvinnuleysi á Íslandi.
Skóflan skilar sínu.
![]() |
Fyrsta skóflustunga að álveri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |