6.6.2008 | 12:10
Horft fram á við...
Sumir segja að kaffitíminn hafi bjargað mannslífum. Eitt er víst að samstillt viðbrögð voru til mikillar fyrirmyndar.
Suðurland fékk á sig stóra skjálftann. Þá hefur losnað um spennu og minni líkur á stórum skjálfta á sama svæði.
Suðurland er vaxandi búsetusvæði og hér er gott að vera.
![]() |
Húsnæðismál að leysast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.6.2008 | 12:06
Þetta fer dvínandi...
Fundum skjálftann ágætlega enda er hann í næsta nágrenni við Tjarnabyggð.
Þetta er samt af allt öðrum toga en fyrst eftir stóra skjálftann.
Jörðin er að núna jafna sig.
![]() |
Eftirskjálfti suðvestur af Selfossi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.6.2008 kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2008 | 23:37
Björk, Sigurrós og Vatnajökulsþjóðgarður
Björk og Sigurrós eru með stóra tónleika til að vekja athygli á ósnortinni náttúru Íslands. Þetta er fallegt framtak (þótt sumir segi að best sé að vekja sem minnsta athygli á náttúrunni til að halda henni ósnortinni).
Vatnajökulsþjóðgarður verður opnaður á laugardag. Sennilegast verður Langisjór undir þegar allt er komið til alls.
Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu.
Gott skref í átt að sátt.
5.6.2008 | 12:13
Viðkvæm mál
Internetið breytir umræðunni. Ekki síst með myndum...
Nú geta allir séð með eigin augum atburði sem áður voru eingöngu prentaðir á staðbundna miðla.
Líka viðkvæm mál.
![]() |
Hvítabjarnarmál vekur athygli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
4.6.2008 | 21:24
Minningar af hvalveiðum
Ég man vel þegar ég fékk af fara með frænda mínum Þórði Eyþórssyni og mömmu á Hval 8. Þetta voru ógleymanlegar ferðir. Tignarlegir hvalirnir voru víða. Búrhvalir syntu "synchronized swimming" (löngu áður en það varð ólympíugrein) og steyipreyður var víða.
Langreyður og sandreyður var helst veiddur á þessum tíma en búrhvalur var líka vinsæll.
Ég man á þessum tíma (ég var ca 10 ára) að mér fannst merkilegt hvað mikið var til af steypireyð, en hann hefur lengi verið alfriðaður.
Vissulega er umdeilanlegt að veiða hval þó hann sé ekki í útrýmingahættu, en veiðarnar voru stundaðar af yfirvegun og af virðingu við þessar mögnuðu skepnur.
Sama er ekki hægt að segja um húsdýraræktun til manneldis víða um lönd. . . .
![]() |
Steypireyðar á Skjálfanda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.6.2008 | 20:21
OECD: 6% atvinnuleysi 2009
Atvinnuleysi hefur verið lítið á Íslandi síðustu árin. Nú bregður svo við að það er aftur í spilunum, nú síðast í spá OECD um 6% atvinnuleysi á næsta ári.
Slíkt væri verulegur viðsnúningur til hins verra. Þó íslenskt atvinnulíf sé sveigjanlegt ber að taka þessa spá alvarlega.
Hvernig væri að virkja og auka gjaldeyristekjur?
4.6.2008 | 12:48
Spennandi kosningar - hlutverk Hillary
Obama og McCain munu nú þegar hefja kosningabaráttuna þó hvorugur hafi í raun verið útnefndur formlegur frambjóðandi flokkanna.
Obama er frábær ræðumaður og kemur nýr inn í frekar staðnaða pólítík BNA.
McCain er stríðshetja sem hefur höfðað til í óflokksbundinna.
Obama hefur mikinn stuðning yngra fólks og blökkumanna.
McCain er í raun eldri borgari með breiða skírskotun til almennings.
Konan sem flestir spáðu forsetaembættinu fyrir ári síðar er svo stóra spurningin.
Þótt Hillary hafi tapað er hún stærsta spilið.
Verður hún styrkur fyrir Obama?
Eða verður hún akkilesarhæll?
![]() |
Óskaði Obama til hamingju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.6.2008 | 17:11
Ekki var hann gamall
3.6.2008 | 13:35
Hvað átti að gera?
![]() |
Hefði átt að loka veginum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Nú hefur skopmyndamálið magnast á ný með heiftarlegri sprengiárás á danska sendriáðið í Islamabad. Erfitt er að ímynda sér að ekki sé tenging á milli árásarinnar og birtingu skopmyndanna af Múhameð. Öfgafullir Íslamistar hafa nú sett norræn ríki ofarlega á lista og Dönum er ráðlagt frá því að heimsækja Pakistan.
Fregnir eru af því að Norðmenn og Svíar hafi samstundis lokað sendiráðum sínum í kjölfarið.
Á sama tíma erum við Íslendingar í kosningabaráttu fyrir hönd Norðurlandanna svo við getum tekið sæti í Öryggisráðinu.
![]() |
Rasmussen fordæmir árás á danskt sendiráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 20:11
Fannst vel í Ráðhúsinu
Bæjarstjórnarfundur í Árborg stóð einmitt yfir þegar skjálftinn reið yfir rétt eins og hann væri að minna okkur á.
Tvennt var samþykkt.
Annars vegar samhljóða bókun allra bæjarfulltrúa þar sem íbúum, starfsmönnum, sjálboðaliðum og öðrum voru þökkuð yfirveguð og fumlaus viðbrögð.
Hins vegar var tillaga okkar bæjarfulltrúa D-lista um að kostnaður vegna jarðskjálftans verði bókaður sérstaklega til að tryggja endurkröfurétt sveitarfélagsins síðar meir. Eðli máls samkvæmt er enginn liður sem tekur á þessum óvænta kostnaði. Tillagan var samþykkt einróma.
Þegar heim kom tók ég eftir að kamínan í stofunni hefur stórskekkst í stóra skjálftanum. Áhrif skjálftans eru lengi að koma fram að fullu.
![]() |
Snarpur kippur á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2008 | 10:26
Suðurland stóðst prófið
Margir hafa kviðið Suðurlandsskjálftanum. Nú kom að því að snarpur skjálfti skók mannvirki, menn og málleysingja. Hönnun mannvirkja hefur tekið mið af öflugum skjálfta, en Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði er einmitt staðsett á Selfossi í "Pakkhúsinu" gamla.
Vonandi verður svo áfram:
http://www.afl.hi.is/
----
Mælt í álagi á byggingar var stóri skjálftinn 0,5 g eða hálf fallhröðun aðdráttarafls (eitt g er 9,8m sec2). Það er gífurlegur hraði eða 5m á sekúndu í öðru veldi. Þrátt fyrir þetta mikla afl en aðeins fáar byggingar eyðilögðust. Skaðinn var samt talsvert, en mesta mildi er að ekki fór verr.
Minni líkur eru nú á sambærilegum skjálfta á sömu slóðum enda hefur spenna losnað. Þá er ljóst að viðbrögð vöru ábyrg og snör. Fólki er óhætt að líta á Suðurland sem ákjósanlegan búsetukost nú sem fyrr. Hér er gott að búa og ef eitthvað er þá hefur þessir atburðir slakað á spennunni í jörðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2008 | 23:09
Íbúafundir í dag - vatnið enn í ólagi - bæjarstjórnarfundur á morgun
Góð mæting var á báða íbúafundina í dag. Bæjarstjóri, lögregla, Rauði krossinn og Almannavarnir fóru yfir atburði síðustu daga. Þá voru fulltrúar Viðlagatrygginga mættir. Allir eru sammála um að snögg og fumlaus viðbrögð hafi sýnt og sannað gildi samhæfingar.
Margt brennur á íbúum, ekki síst óvissan með húsin og skaðann.
----
Annað mál sem kom fram á báðum fundum voru vatnsmálin. Enn er vatn gruggugt og lítill kraftur á heita vatninu. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem vandamál tengjast vatninu.
Í vetur var svo lítill kraftur á heita vatninu að kalt var á stofnunum og í húsnæði. Mörgum er í fersku minni þegar loka varð sundlaugunum vegna heitavatnsskorts í vetur.
Vandamál með gruggugt neysluvatn hafa komið upp áður, ekki síst hér milli Selfoss og Eyrarbakka og á ströndinni. Nú bregður svo við að vandamálið er víðar. Vonast er til að þetta leysist, en ekki er vitað hvað veldur.
"Vatn er grundvallarmannréttindi" sagði einn íbúinn á fundinum í Sunnulækjarskóla.
----
Á morgun er svo bæjarstjórnarfundur þar sem fjallað verður um jarðskjálftann og eftirköst hans. Fundurinn verður óvenjulegur að því leyti að hann verður fyrir luktum dyrum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.6.2008 kl. 09:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2008 | 01:19
Þakkir til björgunarfólks - Ólafur Helgi - Borgarafundir á Selfossi og Eyrarbakka í dag
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það eru ekki bara hinir eiginlegu eftirskjálftar jarðskorpunnar sem nú gera vart við sig. Enn frekar eru það eftirskjálftar í hugum þeirra sem upplifðu stóra skjálftann. Að mörgu leyti er eins og fólk hafi upplifað fyrirvaralausa loftárás og eftirskjálftarnir eru því eins konar "aftershock" í hugum fólks.
Forsætisráðherra kom ásamt utanríkisráðherra til okkar í gær og fór yfir málin. Starfsfólk lögreglunnar, sveitarfélagsins og björgunarsveitanna hafa unnið framúrskarandi starf á skömmum tíma. Næstu skref eru með vitund og stuðningi ríkisstjórnarinnar sem mun ekki láta sitt eftir liggja. Það eru mikilvæg skilaboð til fólks.
Þótt Hveragerði og Selfoss hafi verið mest áberandi í fréttum má ekki gleyma sveitabæjum og strandþorpunum, en þar fór margt mjög illa. Sér í lagi má hér nefna Eyrarbakka, en þar hafa menn hingað til talið sig standa utan jarðskjálftasvæða. Að minnsta kosti eitt hús hefur nú þegar verið úrskurðað óíbúðarhæft. Nú þarf að hlú vel að þessum sárum.
![]() |
Eftirskjálftar halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 08:39
Suðurlandsskjálftinn 2008
Mikil mildi var að ekki voru alvarleg slys á fólki í stóra skjálftanum. Ég er búinn að heyra fjölmörg persónuleg dæmi af því hve litlu munaði í gær þegar stóri skjálftinn skall á. Una mín og litli 5 mánaða drengurinn okkar voru í búgarðabyggðinni þegar allt fór af stað. Þau fóru eins og þúsundir annara strax undir bert loft.
Tjón er mjög mismunandi eftir húsum. Sum hús eru stórskemmd, önnur ekkert. Pabbi minn býr í Hveragerði og höfðu þungir innanstokksmunir farið á flug. Mamma á svo hús á Eyrarbakka sem hún hefur ekki náð að skoða þegar þetta er ritað.
Í gærkvöldi var haldinn fundur bæjarráðs, en vegna skemmda og ástands í Ráðhúsinu varð að halda hann í almannavarnarýminu í lögreglustöðinni. Farið var yfir stöðu mála svo sem skólahald, vatnsveitumál og hitaveitu. Næsti fundur er á eftir klukkan 10:00 og verður þá meðal annars farið yfir tryggingamál og viðlagatryggingar.
Tjónið í skjálftanum skiptir sjálfsagt milljörðum króna þegar allt er talið, en óvíst er hvenær það er að fullu komið fram eins og menn þekkja. Margir eru í áfalli og óhugur í mörgum, en á sama tíma hefur samfélagið þjappað sér saman og allir standa saman sem einn maður.
![]() |
Stöðugir eftirskjálftar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.5.2008 | 19:00
Nýtum sóknarfærin
Oft var þörf en brátt verður nauðsyn að nýta auðlindir okkar og sóknarfæri. Hagvöxtur er góður, en útflutningur er betri.
Við getum ekki öll lifað af því að byggja hús og lána peninga. Framleiðsla og gjaldeyrissköpun skiptir núna meira máli en um langa hríð.
Lánalínur og nýjar lántökur eru mikilvægar en við verðum jafnframt að geta borgað lánin niður.
![]() |
Tveggja ára stöðnunarskeið hafið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2008 | 21:34
Ræktó bauð best
Ræktunarsamband Flóa og Skeiða er ört vaxandi borfélag með mikla sögu og öfluga starfssemi á Suðurlandi. Í Bæjarins besta segir frá niðurstöðu útboðs Orkubús Vestfjarða og var "Ræktó" með verulega lægri tilboð. Samkeppnin virkar.
" Boðnar voru út tvær mismunandi boraðferðir og mismunandi dýptir og buðu tvö fyrirtæki í báðar aðferðirnar. Þannig bauð Ræktunarsamband Flóa og Skeiða á Selfossi 87 milljónir króna í skáborun með 350 metra fóðringu á meðan Jarðboranir í Kópavogi buðu 124 milljónir í sama verk. Ræktunarsambandið bauð 133 milljónir króna í skáborun og 850 metra fóðringu, en Jarðboranir buðu 155 milljónir í sama verk, að því er segir á vef Bæjarins besta á Ísafirði.
Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra orkusvið Orkubús Vestfjarða segir að það að hafa tvær aðferðir í boði væri ekki síst til að auka samkeppnina þannig að helstu borverktakar landsins hefðu möguleika á að bjóða í verkið með þeim tækjum í landinu."
Um þetta má líka lesa hér á m5.is og vb.is