27.5.2008 | 09:32
Lán og borgun
Nú er verið að vinna að stórri lánsheimild til handa ríkissjóði. Gott er að eiga góðu láni að fagna, en svo þarf að greiða af lánum. Þegar tekið er lán þarf að geta borgað það niður. Hvernig ætlum við að láta þjóðarbúið vaxa?
Fáir telja okkur geta aukið veiðiheimildir að svo stöddu. Bankastarfssemi er ekki lengur í vexti og enn er viðvarandi viðskiptahalli þó hann fari minnkandi. Ferðamannaiðnaðurinn er góðra gjalda verður, en hann verður seint undirstaða þjóðarbúsins.
Orkan hefur verið vegsömuð og Ísland hefur öfundsverð tækifæri á þeim vettvangi. En munum við hafa gæfu til að nýta þau á þessum óvissutímum?
Blikur á lofti benda til atvinnuleysis á næstunni. Þetta er því rétti tíminn til að undirbúa hagkvæmar og vistvænar virkjanir. Bitru hefur verið frestað.
Varla verður öllu slegið á frest á meðan skuldabyrðin vex?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2008 | 09:44
12,3%
Þetta er einfaldlega allt of hátt. Ef krónan heldur áfram að styrkjast þessa vikuna er eins gott að sú styrking skili sér jafn hratt inn í verðlagið og veikingin hefur gert.
![]() |
Mesta verðbólga í tæp 18 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.5.2008 | 23:19
Pistill dagsins...og lexía
Aðstoðaði séra Úlfar Guðmundsson í Selfosskirkju í morgun. Pistill dagsins, lexía og guðspjall fjalla um fátæktina og koma inn á lán og aðstoð við þá sem það þurfa. Séra Úlfar nefndi það að í Mósebók er beinlínis gefin tilmæli um að menn láni þurfandi.
Ekki er víst að bankastarfsmenn hafi það sem fyrsta viðmið að menn séu þurfandi og peningalausir.
Fremur að þeir séu borgunarmenn.
En hér er lexían:
Lexía: 5Mós 15.7-8, 10-11
Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni fyrir honum. Þú skalt lána honum það sem hann skortir.
Þú skalt gefa honum fúslega en ekki með ólund því að fyrir það mun Drottinn, Guð þinn, blessa öll þín verk og hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu og þess vegna geri ég þér þetta að skyldu: Ljúktu upp hendi þinni fyrir meðbræðrum þínum, fátækum og þurfandi í landi þínu
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.5.2008 | 09:05
Dagur barnsins
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 00:11
Eurovision - ESB
Samstarf okkar í Eurovision er fróðlegt. Svo virðist sem atkvæðin fari meira eftir tengslum en gjörvileika. Ísland og önnur Norðulönd eru ásamt "gömlu Evrópu" (Rumsfeld) farin að láta í minni pokann fyrir austur Evrópu. Kannski minni um vægi okkar innan ESB ef við værum þar...
Reyndar má segja að svæði réttrúnaðarkirkjan hafi unnið sigur þar sem keppnin var haldin í Serbíu og Grikkir og Rússar voru hér í efstu sætum, en þetta eru allt ríki sem aðhyllast orthodox kristni.
Nóg um það; Rússar eiga eftir að halda Eurovision með stæl.
![]() |
Ísland endaði í 14. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.5.2008 | 18:30
Bandaríkin og hvalir
Bandaríkjamenn vilja tryggja sjálfsákvörðunarrétt sinn í mörgu. Sem dæmi má nefna að þeir eru ekki aðilar að Kyoto og mörgum öðrum fjölþjóðasamningum.
Bandaríkjamenn veiða talsvert af hvölum. Höfrungar teljast jú til hvala líkt og hrefnur.
Höfrungarnir veiðast "óvart" þegar túnfiskur er veiddur. Ergo: Þetta eru veiðar í ágóðaskyni.
Þótt nú veiðist ekki nema nokkur þúsund höfrungar árlega sem er mikil lækkun frá því þeir skiptu hundruðum þúsunda er þetta samt talsvert meira en 40 hrefnur.
![]() |
Bandaríkin gagnrýna hrefnuveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 23:22
Hvernig verður sumarið?
Veðrið skiptir okkur Íslendinga miklu og við fögnum góða veðrinu. Hlýnun víðar á hnettinum verður sjálfsagt áfram í fréttum, enda flestir á því að hnötturinn sé að hitna. Næsta haust verður kosinn nýr forseti BNA og hafa frambjóðendur keppst við að lofa nýjar lausnir í orkumálum. Olíverðið hefur mikil áhrif líka. Ef sumarið verður heitt í BNA má búast við að þetta verði ofarlega á baugi í forsetakosningunum, en segja má að stærsta hagkerfi jarðar sé bæði mesti olíuneytandinn og sá aðili sem mest hefur að segja um upptöku sólar, vind og jarðvarmanýtingu á heimsvísu.
Sumarið gæti skipt miklu.
![]() |
Næstum óraunveruleg veðurspá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.5.2008 | 17:19
Góði hirðirinn
Kíkti í "Góða hirðinn" í Reykjavík, en þar er hægt að fá margt fyrir afar lítið. Erfitt er að hugsa sér betri endurvinnslu en að nota einfaldlega húsbúnað á nýjan leik. Svona endurvinnsla kallar ekki á mölun og þjöppun. Hluturinn fær einfaldlega nýjan eiganda. Eins og í gamla daga.
Þetta framtak SORPU er til fyrirmyndar, enda rennur hagnaður til líknarmála.
21.5.2008 | 10:45
Glaðir miðlarar....hitastigið og olíuverð hækka
Olíuverð hefur lengst af verið í kringum 20 dali. Það að verðið sé komið yfir 130 eru slæmar fréttir fyrir fjölskyldur og fyrirtæki sérstaklega til skemmri tíma litið.
Of mikil hækkun olíu kallar á að mannkynið fari að auknum krafti í endurnýjanlega orkugjafa.
Hér hefur Ísland bæði tækifæri og hlutverk.
Stutt er í að dísel fari í 200 kr líterinn.
Ekki verða vörubílstjórar ánægðir með það.
Nú er spurning hvað við getum gert með rafmagni, metan, vetni og öðrum leiðum.
Skattlagning farartækja getur tekið mið af þessu með því að lækka gjöld enn frekar á umhverfisvæna kosti.
Það gæti líkað slegið á viðskiptahallann.
![]() |
Verð á olíu yfir 130 dali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.5.2008 | 14:57
Quo vadis?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.5.2008 | 20:31
"verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni"
Hvaða hagsmuni er utanríkisráðherra að vísa til í þessari yfirlýsingu?
Er það framboðið til öryggisráðsins?
Hvað ef Greenpeace eða þá Sea Shepherd leggst gegn þorskveiðum?
Verða þorskveiðar þá til þess að "verið sé að fórna meiri hagsmunum fyrir minni"?
Og hverju þjónar svona yfirlýsing?
Hagsmunum íslendinga?
![]() |
Hagsmunum fórnað með veiðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Að undanförnu hafa sumir stjórnmálamenn bent á þá leið að farið verði í þjóðaratkvæðisgreiðslu um ESB. Samfylkingin er flokka einbeittust í þessu og er því rétt að rifja upp hvernig formaður Samfylkingarinnar beitti íbúakosningu í viðkvæmasta máli Reykjavíkur:
a) Á fundi borgarráðs hinn 12. desember 2000 var Þróunarsviði Reykjavíkurborgar undir stjórn stýrihóps falið að annast útfærslu, undirbúning og skipulagningu atkvæðagreiðslu vegna framtíðar Vatnsmýrar og Reykjavíkurflugvallar. Á fundi sínum hinn 13. febrúar s.l. samþykkti borgarráð tillögu stýrihópsins um að kjósa skyldi um hvort flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir árið 2016 eða hvort flugvöllur eigi að fara úr Vatnsmýri eftir þann tíma.
b) Á kjörskrá voru 81.258 og var kjörsókn því 37,2%. Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu vilja 50,6% að flugvöllurinn fari en 49,4% að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.
c) Flugvöllurinn er enn á Aðalskipulagi Reykjavíkur og hefur nú - 7 árum síðar - ekkert verið ákveðið um að hann fari.
Eða með öðrum orðum: Kosið var um málið og meirihluti vildi flugvöllinn burt. Formaður Samfylkingarinnar sem þá var borgarstjóri kaus að byggja ekki á niðurstöðunni.
--------------
Ein leið til að koma ríkjum í ESB er að láta kjósa nógu oft um inngöngu þar til "rétt" niðurstaða fæst.
--------------
- Svo er það Samfylkingin í Hafnarfirði, en þar ræður hún með hreinum meirihluta.
- Þar á bæ var Alcan seld lóð og hugmynd um stækkun.
- Þá fyrst var málinu skotið til íbúanna - sem felldu það.
_________
Nú er öllum ljóst að mikill meirihluti á þingi er á móti inngöngu í ESB. Aðeins einn flokkur er því meðfylgjandi: Samfylkingin.
--------------
Hvernig ætla menn að koma Íslandi inn í ríkjasamband ESB án meirihluta á Alþingi?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.5.2008 | 22:14
Geir og ESB
Á fundi í Valhöll kvað Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins fast að orði þegar kom að ESB.
Geir sagði að hann "væri ekki í vafa um að þegar vegnir væru kostir og gallar við aðild Íslands að Evrópusambandinu væru kostirnir léttvægari."
Vel orðað og skýrt.
17.5.2008 | 22:05
Glæsilegur árangur
![]() |
Hermann enskur bikarmeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2008 | 23:02
Góð tíðindi
Aðgerðir Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar eru nú að líta dagsins ljós. Margt bendir til þess að framundan sé samstillt átak Seðlabankans, Alþingis og aðila vinnumarkaðarins til að kljást við tvö erfið vandamál í einu:
(a) Verðbólguna
(b) Fjármálakrísuna á Íslandi
Lausnin felst ekki í að sækja um faðm ESB. Slíkt myndi aðeins flækja málið enn frekar. Lausnina er aðeins að finna hjá okkur sjálfum. Íslendingar verða að axla ábyrgð á þeim mikla vexti sem þeim hefur tekist ná fram. Mikilvæg skref voru tilkynnt í dag og fleiri munu fylgja á eftir.
Á endanum er nauðsynlegt að saman fari lausnir sem sýna fram á getu íslensks fjármálalífs til að verjast árásum (útkastarinn eins og hann var nefndur af Davíð Oddssyni) og svo hitt að Ísland sýni fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum.
Þar er aukning gjaldeyristekna lykilatriði og í raun það eina sem styrkir krónuna til lengri tíma litið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.5.2008 kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.5.2008 | 11:53
Útgjöld ríkisins: 12 milljarðar í utanríkisráðuneytið á 12 mánuðum
Nú á tímum aðhalds er rétt að skoða forgangsröðun ríkis og sveitarfélaga. Verulegur vöxtur er í rekstri ríkisins og er áætlaður kostnaður utanríkisráðuneytis tæpir 12 milljarðar, eða milljarður á mánuði á yfirstandandi ári.
Þó margt sé vel unnið í utanríkisráðuneytinu eru þetta um 160 þúsund á hverja fjölskyldu. Án þess að lítið sé gert úr mikilvægi varnarmála er sá þáttur aðeins lítill hluti af heildinni.
Fjárfestingar ríkisins eru mikilvægar á samdráttartímum, enda eru þær yfirleitt arðbærar meira og minna. Rekstrarkostnað þarf hins vegar að takmarka og gæta þess að hann vaxi ekki að óþörfu.
Hætta er á að kostnaður utanríkisráðuneytist verði enn meiri ef okkur tekst að komast í Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna.
Sundurliðun fyrir árið má skoða hér
http://hamar.stjr.is/Fjarlagavefur-Hluti-II/GreinargerdirogRaedur/Fjarlagafrumvarp/2008/Seinni_hluti/Kafli_3-03.htm
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
12.5.2008 | 11:48
http://bjarnibenediktsson.is/
Vefur um æfi og störf Bjarna Benediktssonar fv. forsætisráðherra var opnaður nýlega samhliða því að afkomendur hans afhentu Borgarskjalasafni Reykjavíkur einkaskjalasafn hanns til varðveislu.
Vefurinn er einstakur um margt, en ekki síst manninn og samtíma hans. Myndir, dagbækur og hljóðskrár gefa innsýn inn í líf einhvers merkasta stjórmálamanns Ísland fyrr og síðar sem hefði orðið 100 ára 30. apríl síðastliðinn.
Þetta framtak er til fyrirmyndar og öllum til sóma sem að því standa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2008 | 11:12
Skokkað og skoðað
Nú er aftur orðið þægilegt veður til að hlaupa utandyra. Ekki veitir mér af. Tók góðan hring í kring um Tjarnabyggð innan um votlendisfuglana. Verð að segja alveg eins og er að þetta er mun áhugaverðara en að þramma niður hlaupabrettið. Fyrir utan hvað loftið er tært og hressandi.
Í dag er svo opið hús í leikhúsinu auk margra annara dagskrárliða á Vorinu í Árborg.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)