18.4.2008 | 09:32
Hrísgrjón spekúlantanna
Verð á hrávörunum heldur áfram að hækka. Síðastliðin ár hefur olían verið helst í fréttunum og fólk á vesturlöndum haft áhyggjur af verðhækkununum. Hækkun á matvöru er sínu alvarlegri. Sumir telja að hækkun á hrávörum verði mun ýktari vegna þess að miðlarar hamstra framvirka samninga á hrávöru. Slíkt leiðir til skorts í kerfinu og verðið fer hratt upp.
Hér þurfum við að hafa áhyggjur af verðbólgu.
Víða þarf fólk að hafa áhyggjur af næstu máltíð.
16.4.2008 | 14:58
Verðbólgu eða samdrátt?
Some say the world will end in fire;
Some say in ice.
From what I've tasted of desire
I hold with those who favor fire.
But if it had to perish twice,
I think I know enough of hate
To know that for destruction iceIs also great
And would suffice.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 12:04
Frítt í sund fyrir börn - eykur tekjur sundstaða
Hollywood hefur komist að þeim stórasannleik að börnum fylgja fullorðnir. Myndir á borð við Jaws og Taxi Driver hafa vikið fyrir barna- og fjölskyldumyndum eins og Harry Potter og Madagaskar. Aðsókn að kvikmyndahúsum byggist æ meir á slíkum myndum.
Sú leið að hafa frítt fyrir yngstu kynslóðina eykur á sama hátt aðsókn fullorðinna. Þau bæjarfélög sem hafa tekið upp á að bjóða frítt fyrir börn hafa séð þessa þróun.
Bæjarfulltrúar D-listans í Árborg lögðu fram ýmsar tillögur á síðasta bæjarstjórnarfundi. Ein þeirra var um frían aðgang fyrir börn og unglinga undir 16 ára aldri. Tillagan var felld af V, S og B lista. Skýringin var sú að "Miðað við þá aðstöðu sem nú er í Sundhöll Selfoss getur orkað tvímælis að fara í aðgerðir til að auka aðsókn að Sundhöllinni" Jú og mikið rétt V, S og B listi samþykkti nýverið 4% hækkun í sund. Sjálfsagt til að tempra aðgang. Kannski væri ráð að lengja opnunartímann...
Ætli við verðum ekki bara að leggja tillöguna aftur fram þangað til hún fer í gegn?
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.4.2008 | 14:48
Hversu stór þarf gjaldeyrisvarasjóðurinn að vera?
Sem lánveitandi til þrautavara er Seðlabanki hvers lands með laust fé þegar á bjátar. Íslenski Seðlabankinn er nú í þeirri þröngu stöðu að "íslensku" bankarnir eru með meirihluta eiginfjár, lánsfjár og lána sinna í erlendum myntum. Til að vera lánveitandi til þrautavara í gjaldeyri er Seðlabankinn eingöngu með um 2 milljarða evra, en það er um 3-4 daga velta á íslenska gjaldeyrismarkaðnum.
VG vilja auka gjaldeyrisforðann um "allt að 80 milljarða".
Ráðherrar hafa nefndi "allt að 500 milljarða".
Þorvaldur Gylfason sagði hjá Agli Helgasyni gjaldeyrisforðann þurfa að vera amk. jafn stóran og erlendar skammtímaskuldir bankanna. Hvað ætli það sé há upphæð? Heildarskuldir bankanna skipta þúsundum milljarða.
Sagt er að í svona slag þurfi menn að passa að hafa nógu sterk spil á hendi. Helst má ekki sjást á spilin og best er að hafa þau ívið betri en sögnina.
Soros tókst að slást við sterlingspundið. Krónan er mjög lítil mynt eins og menn vita og einhverjir hafa gefið út veiðileyfi á hana.
Fróður maður sagði mér að til að þetta eigi að vera trúverðugt þurfi forðinn að vera allt að 1000 milljarðar.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum og framvindu á markaði.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2008 | 00:19
Í vikulokin...
Sat með Birni Rúnari Guðmundssyni hagfræðingi Landsbankans og Örnu Schram frá Viðskiptablaðinu í kaffi hjá Hallgrími Thorsteinssyni á Rás2. Var farið yfir mál vikunnar ekki síst efnahagsmálin og ástand þjóðbrautanna út úr borginni.
Það er flestum morgunljóst að Suðurlandsveg þarf að tvöfölda alla leið sem allra fyrst. Banaslysin eru allt of mörg. Reyndar hafa hlutfallslega fleiri látist á Suðurlandsvegi einum en þeir bandarísku hermenn sem létust í Víetnam og Írak til samans. Einn á Íslandi er þúsund í Bandaríkjunum.
---
Björn Rúnar hefur góða yfirsýn yfir stöðu efnahagsmála og var fróðlegt að heyra hans sjónarmið.
Arna vildi vita hug bankanna til nýjustu aðgerða Seðlabanka.
Ljóst er að margir bíða enn eftir frekari aðgerðum ríkisins, enda er óvissan um verðbólguna og aðgang að gjaldeyri meiri en síðustu áratugina.
Okkar vandamál eru samt lítilvæg miðað við þær þjóðir sem þurfa að glíma við stórhækkað matvælaverð og hafa úr litlu að spila.
Afríka - Kína. Þetta veldur spennu.
11.4.2008 | 21:22
Suðurlandsvegur enn...
Fréttir af alvarlegum slysum síðustu daga hafa verið dapurlegar. Banaslys við Eyrarbakkaveg og nú á Suðurlandsvegi vekja óhug. Frágangur á Reykjanesbraut hefur of lengi verið í lamasessi eins og berlega hefur komið í ljós.
Allt þetta minnir okkur á að stóru slagæðirnar sem tengja höfuðborgina við landsbyggðina verða að vera í lagi. Sú ákvörðun að tvöfalda Suðurlandsveg liggur fyrir, en enn eru ekki neinar dagsetningar um þá áfanga sem eru hættulegastir; við Reykjavík og milli Hveragerðis og Selfoss. Nú þarf að festa þessar dagsetningar sem fyrst, enda er samstaða hjá sveitarfélögunum um skipulag og legu vegarins. Jafnframt þurfa menn að læra af reynslunni með Reykjanesbrautina og tryggja að verkin klárist eins og til er ætlast.
Ég votta aðstandendum samúð mína.
10.4.2008 | 21:44
Milli steins og sleggju
Ástandið á fjármálamarkaðnum hefur lítið batnað þó hlutabréfaverð hafi eitthvað gengið til baka. Verðbólga á Íslandi fer vaxandi og allir eru sammála um að við því verði að sporna. Seðlabankinn lætur ekki sitt eftir liggja frekar en fyrri daginn: Nú eru vextir á Íslandi þeir hæstu í heimi og verður fróðlegt að sjá hvernig markaðurinn metur þá stöðu. Dagurinn í dag var frekar dapur í þeim efnum. Sumir líta á hækkunina eina sem hættumerki. Spá Seðlabankans um 30% raunlækkun húsnæðisverðs vakti líka athygli.
Fjármálakreppan og verðbólgan eru sem steinn og sleggja. Seðlabankar, fjármálastofnanir og heimilin eru þar á milli.
Nú verður fróðlegt að fylgjast með aðgerðum í efnahags- og bankamálum á næstunni, enda ljóst að ýmsir bankamenn vænta frekari aðgerða.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2008 | 21:22
Páls Lýðssonar minnst
Páll kom ótrúlega víða við sem kennari, bóndi, fræðimaður og foringi. Fyrir tíu árum síðan sameinaðist Sandvíkurhreppur öðrum sveitarfélögum undir nafni Árborgar. Sérstaða sveitarfélagsins liggur ekki síst í Sandvíkurhreppi hinum forna þar sem nú rís búgarðabyggð í nágrenni Sandvíkur. Íbúar minnast Páls í Sandvík. Blessuð sé minning hans.
9.4.2008 | 15:49
Páll Lýðsson
Páll Lýðsson sagnfræðingur og bóndi í Sandvík er fallinn frá. Páll var máttarstólpi í sinni sveit, en föðurfjölskylda hans hefur búið í Litlu-Sandvík frá 1793. Páll var hreppstjóri, oddviti, sýslunefndarmaður og héraðsnefndarmaður fyrir sveit sína; Sandvíkurhreppinn, eða allt þar til að hreppurinn var sameinaður Árborg. Ég man vel eftir Páli þegar ég var drengur í Kaldaðarnesi. Páll Lýðsson í Sandvík naut virðingar sveitunga sinna alla tíð.
Ég votta eiginkonu Páls, börnum og fjölskyldu samúð mína.
9.4.2008 | 00:07
101 Financing
Skorturinn kenndi mörgum að taka skortsstöðu í hinum og þessum bréfum í vetur. Sumir græddu á því. Aðrir eru enn að vona að himnarnir hrynji.
Jim Rogers hefur til að mynda verið óþreytandi að taka stöður gegn fjárfestingabönkunum í BNA. Bear Stearns er þar á meðal. Hann sagði í viðtali við Bloomberg í síðasta mánuði þegar hann var spurður um "hvaða fjárfestingabanka" hann hefði tekið skortstöðu í:
"Ég má ekki taka skortstöðu í ákveðnum bönkum vegna stöðu minnar - lögmaður minn bannar mér það - ég tek skortstöðu í vísitölu fjárfestingabankanna".
Af hverju er það bannað?
Vegna þess að bannað er að "manipulera" markaðinn. Hann á að vera frjáls.
Lítið hagkerfið upp á Fróni hefur sjálfsagt verið freistandi á köldu janúarkvöldi.
Ekki síst fyrir þá sem höfðu "orðið fyrir" tapi.
Ekki það að brennt barn forðist eldinn....
![]() |
Allir taka skort í Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2008 | 16:20
Perlan í leikhúsinu
25 ára afmæli leikhópsins Perlunnar var haldið hátíðlegt í Borgarleikhúsinu að viðstöddu fjölmenni og forseta Íslands. Perlan hefur löngu sannað sig sem einstakur leikhópur á heimsvísu. Frumherjastarfið hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim.
Perlan minnir okkur á það fallega í lífinu.
Takk fyrir mig.
http://www.vsartsfestival.org/participants/artistdetail.cfm?artistid=178&artid=226&CatID=3
2.4.2008 | 22:09
Nautaat og bjarndýraveiðar
Sagt er að á markaðnum takist á birnir og naut. Nautin hafa verið í miklu ati síðust árin. Birnirnir eru búnir að vera í dvala lengi, en eru nú vaknaðir.
Bjarndýraveiðimenn eiga nú mögueika á að veiða skapilla birni.
Vonandi gengur Íslendingum vel í veiðinni.
Kannski nota menn atgeirinn?
![]() |
Gildra fyrir birni verður að koma á óvart" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.4.2008 | 22:04
Fitna Íslamistar?
Geert Wilders er nokkuð hugrakkur að setja heimildarmynd sína "Fitna" á netið. Morðið á Theo van Gogh er mörgum í fersku minni og Geert hefur þegar fengið margar morðhótanir.
Ég skoðaði myndina áðan. Uppistaðan eru myndbrot af hryðjuverkum öfgafullra íslamista og talsmönnum þeirra. Þó myndin sé einföld er hún áhrifarík: Boðskapur þeirra er óverjandi með öllu.
Við verðum að gæta þess að vera umburðarlynd, án þess að fórna þó frelsinu. Þar liggur línan. Hryðjuverkamenn líta á lýðræði og umburðarlyndi sem veikleika.
Lýðræðið og frelsið sigraði einræðið í heimstyrjöldinni 1939-1945 (World War II)
- sem við Íslendingar nefnum í bjartsýni okkar "Seinni Heimstyrjöldina".
Það er þess virði að kíkja á myndina - hún er um korterslöng og hana má skoða hér
Trúmál og siðferði | Breytt 2.4.2008 kl. 05:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.4.2008 | 10:24
Engin kreppa í Sádí...
Samkvæmt fréttum stefnir al-Walid bin Talal prins að því að reisa hæsta skýjakljúf í heimi. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi, nema vegna þess að turninn á að vera í eyðimörk í Sádí-Arabíu og verða tveggja kílómetra hár!
Hæsta bygging heims er í byggingu ekki langt frá, eða í Dubai. Sú bygging verður 2,300 fet, en turn al Walid á að vera 5,250 fet. Til að byggja svona hátt hús þarf að notast við þyrlur á efri hæðum til að koma fólki.
Þessi bygging gæti orðið "tímanna tákn" á síðustu og verstu tímum í húsnæðis- og byggingamálum.
Stórar byggingar hafa verið byggðar á krepputímum, eins og til dæmis Rockefeller Center í New York.
Vonandi er þessi fyrirhugaða uppbygging ekki byggð á sandi...
http://www.dailymail.co.uk/pages/live/articles/news/worldnews.html?in_article_id=550548&in_page_id=1811
31.3.2008 | 23:49
Ólga og óvissa
Miklir óvissutímar eru í fjármálaheiminum, en af þeim bönkum sem Bloomberg skoðar helst eru íslensku bankarnir með hæsta skuldatryggingarálagið. Nú yfir 1000.
Arnar Sigurðsson og Ívar Pálsson eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt framkvæmd peningamálastefnu og ríkisfjármála eins og meðal annars lesa hér.
Nú hafa vörubílsstjórar ítrekað mótmælt bensín og díselhækkunum.
Davíð Oddson er í fréttum eins og hægt er að lesa um hjá Bloomberg þar sem hann boðar rannsókn á atlögu að íslenska fjármálakerfinu.
Hvað verður næst?
Geir H. Haarde boðar aðgerðir sem fróðlegt verður að fylgjast með.
Nú reynir á.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 1.4.2008 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 12:43
Atlaga að Íslandi?
Financial Times rifjar upp atlögu að Hong Kong fyrir tíu árum þar sem spekúlantar fundu veikleika í litlu hagkerfi. Stjórnvöld gerðu gagnárás og tókst að loka "björninn í gildru" eins og þeir komust að orði.
Nú er blaðið að velta því fyrir sér annars vegar hvort svipað sé upp á teningnum á Íslandi og svo hitt; hvort að íslensk stjórnvöld geti lært af reynslu Hong Kong búa. Það sem þeim tókst var ekki bara að hrinda skortkaupmönnum burt, heldur líka það að mynda hagnað með stöðutöku.
Hvað hefur blaðið fyrir sér að spákaupmenn og skortstöðutökufólk sé að "búa til" ástand?
Jú þeim finnst skuldatrygginaálagið ekki vera í takt við stöðu bankanna. Ennfremur finnst þeim umræðan í fjölmiðlum vera neikvæð.
Allt er þetta enn á huldu, en það er athyglisvert að þessi frétt á föstudag er í takt við það sem Seðlabankinn heldur fram.
Sama dag og frétt FT birtist fór skuldatrygginarálag Glitnis og Kaupthings yfir 1000 punkta.
Samkvæmt fréttum Bloomberg er það álag eins og bankarnir verði gjaldþrota að mati þeirra sem um þetta sýsla.
Nú er að sjá hverju fram vindur á næstu dögum. Miklu skiptir að íslenska ríkið sýni styrk og trú á íslenskt efnahagslíf. Orðspor skiptir miklu máli og hvernig trú menn hafa á kerfinu.
Eins og sagt hefur verið um bankaheiminn: "Perception is reality"
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2008 | 14:14
Saman fylkja þau sér að baki Seðlabankanum
Flestir áttu von á stýrivaxtahækkun, enda gengisfallið og verbólguhorfur allar bæði miklar og slæmar. Hækkunin er þó hressilegri en margan hugði; eða 1,25% í einum rykk!
Heilir 15% í grunnvexti eru heldur betur háir, ekki síst þegar Seðlabanki BNA er nýbúinn að fara með vexti um 2% undir verðbólguna þar í landi. Vaxtamunur ISK við USD er gríðarlegur. Krónan hefur styrkst í dag og hlutbréf hækkað.
Það sem var hins vegar nokkuð fróðlegt áðan var að sjá að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir styður þessa ákvörðun Seðlabankans um hækkun vaxta. Ég hef ekkert heyrt hins vegar til bankamálaráðherrans. Það skiptir miklu að ríkisstjórnarflokkarnir séu samstíga í þessum mikilvægu málum.
Ríkisstjórnin kemur svo væntanlega með útspil samhliða aðgerðum Seðlabankans, enda brýnt að menn stilli saman strengi og vinni saman að því að ná niður verðbólgunni.
Fróðlegt verður að sjá hvort menn endurskoði verðbólgumælingar sem eru nokkuð á skjön við ESB og BNA varðandi húsnæðisliðinn. Þá verður fróðlegt að sjá hvað gerist í ábyrgðum ríkisins í húsnæðismálum, en það er eitt stærsta málið um þessar mundir á fjármálamörkuðum.
![]() |
Eðlileg viðbrögð Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2008 | 08:50
Dagur í lífi Ívans Denisovitsj - Píslarsaga Krists
Sumum finnast Passíusálmarnir og píslarsagan vera niðurdrepandi. Ég er ekki sammála því. Við megum alveg minna okkur á hvað við höfum það í raun gott og hve lítilvæg mörg dægurmálin eru í raun.
Einu sinni þegar ég var í menntaskólanum lá ég veikur fannst ég eiga ósköp bágt. Þá var ég svo heppinn að fá í hendur bókina Dagur í lífi Ívans Denisovitsj eftir Solzhenitsyn. Sagan gerist í Gúlaginu í Síberíu. Af lestrinum varð mér ljóst að veikindin mín voru ekkert vandamál miðað við venjulegan dag hjá Ívan og félögum hans.
Passían minnir okkur á hvað við höfum það gott. Og það er gott.