21.3.2008 | 18:18
Passíusálmar séra Hallgríms
Ég mćli međ lestri Passíusálmanna fyrir trúađa sem vantrú-ađa. Séra Gunnar Björnsson í Selfosskirkju hefur haft veg og vanda ađ árlegum lestri ţessara lykilsálma íslenskrar tungu á Föstudaginn langa ár hvert. Nú í ár fékk ađ vera međ sem lesari og fékk í minn hlut 8. - 10. sálminn, en margir góđir lesarar voru í dag svo sem eins og Árni Valdimarsson, Ólafur Helgi sýslumađur og svo Séra Gunnar sjálfur.
Lćt 9. sálminn fylgja í tilefni dagsins:
9. sálmur: Um flótta lćrisveinanna
- 1
- Ţá lćrisveinarnir sáu ţar
- sinn herra gripinn höndum
- og hann af fólki verstu var
- vćgđarlaust reyrđur böndum,
- allir senn honum flýđu frá,
- forlétu drottin hreinan
- í háska einan.
- Ađ svoddan skulum viđ, sál mín, gá.
- Sjáum hér lćrdóm beinan.
- 2
- Án drottins ráđa er ađstođ manns
- í öngu minnsta gildi.
- Fánýtt reynist oft fylgiđ hans,
- sem frekast hjálpa skyldi.
- Hver einn vill bjarga sjálfum sér,
- ef sýnist háskinn búinn
- ađ hendi snúinn.
- Far ţví varlega, ađ fallvölt er
- frćnda og vina trúin.
- 3
- Í sama máta sér ţú hér,
- sál mín, í spegli hreinum,
- ađ hryggilegar sé háttađ ţér
- en herrans lćrisveinum.
- Ţeir höfđu leyfi lausnarans
- lífi ađ forđa sínu
- frá sárri pínu,
- nauđugir misstu návist hans.
- Nú gćt ađ ráđi ţínu.
- 4
- Hvađ oft, Jesú, ţér flúđi eg frá
- frekt á mót vilja ţínum,
- ţá glćpaveginn gekk ég á,
- girndum fylgjandi mínum?
- Forskuldađ hafđi eg fyrir ţađ
- flóttamađur ađ heita
- til heljar reita.
- En ţú virtist mér aumum ađ
- aftur í miskunn leita.
- 5
- Einn varstu, Jesú, eftir ţví
- í óvina látinn höndum,
- einn svo ég vćri aldrei í
- eymd og freistingum vöndum.
- Allir forlétu einan ţig,
- allt svo mig hugga kynni
- í mannraun minni.
- Ég biđ: Drottinn, lát aldrei mig
- einsamlan nokkru sinni.
- 6
- Lćrisvein, sál mín, sjá ţú ţann,
- sem Jesú eftir fylgdi.
- Ranglát ungmenni rćntu hann,
- rétt nakinn viđ ţá skildi.
- Bersnöggur flótti betri er
- en brćđralag óréttinda
- í selskap synda.
- Ávinning lát ţig öngvan hér
- í ţeirra flokki binda.
- 7
- Burt ţađan Jesúm fćrđi fljótt
- flokkur illrćđismanna.
- Lamb guđs saklaust, ţá leiđ ađ nótt,
- leiddu ţeir til kvalanna.
- Miskunnarlaus sú međferđ bráđ
- mér virđist eftir vonum;
- í náttmyrkrunum
- ţeir hafa bćđi hrakt og hrjáđ,
- hrundiđ og ţrúgađ honum.
- 8
- Í dauđans myrkrum ég, dćmdur ţrćll,
- dragast átti til pínu,
- en ţú tókst, Jesú, son guđs sćll,
- saklaus viđ straffi mínu.
- Ţanninn til bjóstu ljóssins leiđ
- ljómandi sálu minni,
- ţó líf hér linni.
- Andlátskvölum og kaldri neyđ
- kvíđi eg ţví öngu sinni.
- 9
- Hröktu ţví svo og hrjáđu ţig,
- herra minn, illskuţjóđir,
- hér svo nú bćru á höndum mig
- heilagir englar góđir.
- Mćđusöm urđu myrkrin ţér,
- mćta létu ţig hörđu
- og hindran gjörđu,
- guđs dýrđar ljós svo lýsi mér
- á lifandi manna jörđu.
- 10
- Kvalaför, Jesú, ţessi ţín,
- sem ţá gekkstu einu sinni,
- veri kraftur og verndin mín,
- svo veginn lífsins ég finni.
- Lát ekki djöful draga mig
- í dofinleik holdsins blinda
- til sekta og synda.
- Ég biđ af ást og alúđ ţig
- ákefđ hans burt ađ hrinda.
![]() |
Vantrúađir spila bingó |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.3.2008 | 23:41
CCTV á RÚVTV
Sá í kvöld myndskeiđ frá ríkssjónvarpi Kína ţar sem yfirvöld telja sig sanna sekt Tíbeta í Tíbet.
Ríkissjónvarpiđ í Kína heitir "China Central Television" skammstafađ CCTV.
Ţar er bođiđ upp á ýmsar sjónvarpsrásir eins og CCTV1, CCTV2, CCTV3 og fleiri.
CCTV er skammstöfun á vesturlöndum og merkir "Closed Circuit TV" eđa eftirlitsmyndavélakerfi á venjulegri íslensku.
Tilviljun eđa hvađ?
20.3.2008 | 13:23
Kína, ríkiskapítalisminn og Peking 2008
Í Kína stjórnar einn flokkur: Kommúnistaflokkurinn
Í Kína eru sjálfstćđ verkalýđsfélög bönnuđ
Hvernig er ţađ var ekki kommúnisminn upphaflega hugsađur fyrir verkafólk?
Kína hefur lćkkađ framleiđslukostnađ fyrir okkur vesturlandabúa. Ţví hafa menn fagnađ og reyndar líka bölvađ eins og viđ er ađ búast. Nú eru kínverskir neytendur og framleiđendur ađ valda hćkkunum á hrávörum. Farnir ađ keyra bíla, borđa talsvert hveiti og nota mikiđ af málmum. Allt er ţetta gert međ miđstýringu ríkisins og veldur titringi á heimsmarkađi. Ríkisrekstur Kína beitir kapítalískum ađferđum ţótt allar ákvarđanir séu teknar miđlćgt.
Ţetta er ríkiskapítalismi og hann er í miklum vexti í heiminum í dag.
Kína er fariđ ađ hafa áhrif á okkar líf. Og nú vill Kína sýna sitt besta andlit og heldur glćsilega Olympíuleika í Peking. Ţetta höfum viđ séđ fyrr hjá ţeim ţjóđum sem vilja bćta umdeilda ímynd sýna. Sumir segja ţetta ađeins íţróttaviđburđ, en margt bendir til ţess ađ Kínverjar sjálfir líti á ţetta sem annađ og meira.
Umdeildir Olympíuleikar eru engin nýlunda; Berlín 1936 og Moskva 1980 voru umdeildir viđburđir.
Nú láta Tíbetar í sér heyra (og Kínverjar loka á Youtube)
Hvernig verđur Peking 2008 minnst?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 09:57
Undirstöđuatriđi
Síđustu ár hafa einkennst af mikilli ţenslu og miklu flugi á fólki og fyrirtćkjum. Og svo má ekki gleyma opinberum ađilum sem hafa ekki látiđ sitt eftir liggja í "góđum og spennandi" verkefnum.
Helsti drifkrafturinn á Íslandi hefur veriđ fólginn í fjárfestingum sem fjármagnađar hafa veriđ međ lánum. Ţetta eru nú flestir sammála um. Virkjanirnar eru hlutfallslega smáar í sniđum miđađ viđ stóru skuldsettu yfirtökurnar sem "útrásin" stóđ ađ. Ţessar yfirtökur hafa skapađ störf, tekjur og hagnađ um hríđ, en nú er öldin önnur og hćgt hefur á.
Hátt gengi krónu hefur gefir öllum sem vildu tćkifćri til ađ fá ódýrt erlent lánsfé og mikinn kaupmátt heima fyrir. Nú er ţetta breytt.
Á sama tíma varđ sífellt erfiđara fyrir útflutningsgreinarnar sem í reynd afla ţjóđabúinu gjaldeyris vegna tekna, en ekki lána. Nú hefur ţetta snúist viđ.
Undirstöđur atvinnulífsins hafa ţví breyst ţannig ađ nú eru framleiđslu og útflutningsgreinarnar aftur orđnar lykilatriđi fyrir ţjóđarbúiđ. Án ţeirra vćrum viđ í enn erfiđari stöđu.
Fiskur, orka, ál, kísill og tćkni.
20.3.2008 | 00:01
Osama sakar ESB og Páfann um krossferđ (međ dönsku teikningunum..)
Osama bin Laden hélt upp á fimm ára afmćli innrásarinnar í Írak međ segulbandslestri. Ţar hótar hann Evrópusambandinu sérstaklega vegna danskra teikninga af Múhameđ spámanni.
Ţá sagđi bin Laden ađ dönsku teikningarnar vćru hluti af krossferđ sem Benedikt páfi vćri ábyrgur fyrir.
Ég sem hélt ađ ţetta vćri allt saman Bush ađ kenna?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 18:24
McCain yfir Obama (og Clinton)...
Fyrir stuttu var Obama međ talsvert forskot á McCain í könnunum, en vika er langur tími í pólítík. Nú hefur prófkjör Demókrata dregist á langinn og ávirđingar farnar ađ vaxa á millum frambjóđenda. Ţetta líkar kjósendum miđur og nú hafa tölurnar snúist viđ samkvćmt Reuter og er McCain međ mikiđ forskot hjá óháđum (óskráđum) kjósendum:
Fyrir nokkrum vikum voru heildartölurnar ţessar:
Obama 47
McCain 40
Núna:
Obama 40
McCain 46
http://www.reuters.com/article/politicsNews/idUSN1824791220080319 feedType=RSS&feedName=politicsNews&rpc=22&sp=true
19.3.2008 | 11:15
Skiptimynt
Í morgun var Síminn skráđur á markađ í annađ sinn á ţeim 100 árum sem hann hefur starfađ. Eignarhaldsfélag Símans; Skipti hf. er skráningarfélagiđ og voru bréf í ţví félagi bođin fagfjárfestum fyrir stuttu. Nú berast ţćr fréttir ađ stjórn Exista muni leggja fram yfirtökutilbođ í hluti Skipta. Ef ţetta er rétt stoppar Síminn stutt viđ á markađi í ţetta "skiptiđ".
Vodafone verđur ţá aftur eina skráđa fjarskiptifyrirtćkiđ á markađi!
Greitt verđur međ bréfum í Exista og er ţví um aukningu hlutafjár í Exista ađ rćđa ef af ţessu verđur.
Ţađ eru ţá stćrstu hluthafar Skipta hf. sem skipta bréfum í Skiptum í skiptum fyrir bréf í Existu.
![]() |
Exista vill yfirtaka Skipti |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2008 | 21:28
Jafnrétti í sundi
Eins og menn (konur eru líka menn) vita má ekki mismuna fólki eftir kyni. Ţađ er samt sem áđur gert t.d. varđandi bađfatnađ kynjanna.
Fróđlegt er ađ fylgjast međ ţessari jafnréttisbaráttu hjá sćnsku baráttukonunum eins og lesa má um hér
Ţarf ekki ađ setja um ţetta lög Kolbrún?
![]() |
Bannađ ađ bera brjóstin í Hveró |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 20:17
Er verđbólgan rétt mćld?
Verđbólgan er mikil á Íslandi um ţessar mundir, en verđbólgan er mćld sem međaltal síđust 12 mánađa. Ţađ sem er sérstakt eins menn vita er ađ húsnćđisverđ er tekiđ međ í reikninginn. Ţetta hefur aukiđ á mćlda verđbólgu síđustu ár, en ef notuđ er mćlistika ESB eđa USA er verđbólga á Ísalndi lág.
Nú er ţađ hins vegar ađ gerast ađ verđbólguţćttir ţeir sem ekki heyra til húsnćđisverđs eru í sókn. Hrávara hćkkar matvöru. Olía hćkkar bensín. Verđbólgan hćkkar ört nú vegna ţessa og svo er krónan ađ snarlćkka.
Ef verđbólgan vćri mćld eins og víđa annars stađar vćri hún eins og áđur sagđi mun lćgri. Skiptir ţetta máli? Já svo sannarlega. Bćđi hefur ţetta áhrif á verđtryggđ lán sem hćkka í takt viđ vísitöluna og svo er ţađ hitt ađ ţađ er afar erfitt fyrir Seđlabankann ađ lćkka vexti ţegar verđbólgutölurnar eru svona háar.
Ţá er spurning hvort ekki megi leiđrétta ţessa mćlistiku verđbólgunnar í átt ađ alţjóđlegum stöđlum?
Og eđa hitt; ađ víkka út markmiđ Seđlabankans svo hann ţurfi ekki ađ einbeita sér eingöngu ađ verđbólgumarkmiđinu?
18.3.2008 | 14:58
Ekki gera ekki neitt..
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2008 | 21:25
Ég er stoltari af Björk
Óöldin í Tíbet fer vaxandi og hafa friđsamleg mótmćli breyst í vísi ađ uppreisn gegn alrćđisstjórn Kínverja í Tíbet. Dalai Lama reynir ađ róa ofbeldisţróunina frá Indlandi, en óvíst er hvernig ţetta fer.
Ţađ rifjast upp fyrir Olympíuleikana í Peking hvađa lönd eru međ lýđrćđi og hver ekki. Indland er stórt lýđrćđisríki viđ hliđ hins stóra Kína sem stjórnađ er af einum flokki; Kommúnistaflokknum.
Stađa Tíbet hefur veriđ í sviđsljósinu, ekki síst síđan Björk tileinkađi Tíbetum lagiđ "Declare Independence" á tónleikum í Sjanghć.
Ţá hefur möguleg umsókn Tćvana í Sameinuđu Ţjóđirnar vakiđ athygli, en haft er eftir utanríkisráđherra okkar Ingibjörgu Sólrúnu í kínverskum fjölmiđlum ađ Ísland styđji ekki ţjóđaratkvćđagreiđslu um hvort Tćvan ćtti ađ sćkja um ađild ađ SŢ.
Ég vissi ekki ađ Ísland vćri á móti ţjóđaratkvćđagreiđslum annara ţjóđa. Eđa á móti umsóknum til Sameinuđu Ţjóđanna. Ég er ekki stoltur af ţessari yfirlýsingu sem vonandi er eitthvađ afbökuđ af ríkisfjölmiđlum í Kína.
Ég er stoltari af Björk.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
16.3.2008 | 11:27
Náttúruauđlindir - gengi félaga í kauphöll frá áramótum
Á stuttum tíma hefur matur, orka, málmar og önnur hrávara skákađ bönkum og yfirtökufélögum sem uppspretta auđs. Skortur á hráefnum er ein helsta ástćđan, enda fer saman minna frambođ og stóraukin eftirspurn, ekki síst frá Asíu.
Ísland á miklar náttúruauđlindir, ekki síst orku, fisk og svo náttúruna sjálfa. Ţetta er mikilvćgur styrkur ţegar nú hriktir í fjármálakerfum heimsins. Ţennan grunn hafa ekki allar ţjóđir. Skynsamleg nýting náttúruauđlinda í strjálbýlulandi er okkar spil á hendi.
Sumir ganga svo langt ađ segja ţađ skyldu okkar ađ nýta endurnýjanlega orku okkar sem allra mest og segja sem svo ađ hún valdi ekki gróđurhúsalofttegundum og fari annars "til spillis" - eđa renni til sjávar.
Best er ţó ađ viđ nýtum orkulindirnar ţannig ađ ţćr skerđist sem minnst, náttúran fái ađ njóta sín og fjölbreyttur iđnađur verđi til.
Á endanum viljum viđ virkja hugvitiđ, enda er mannauđurinn títtnefndur mesta auđlind hverrar ţjóđar. Grunnurinn sem viđ höfum; orkan, fiskurinn og náttúran er einstakur grundvöllur sem viđ getum byggt okkar sérstöđu á. - Auk bankanna og fjármálafyrirtćkjanna.
Ţađ er merkilegt ađ skođa ţau fyrirtćki sem skráđ eru á markađ á Íslandi. Fjármálafyrirtćkin eru mjög dóminerandi og eru framleiđslufyrirtćkin fá. Century Aluminum er bandarískt félag sem er einnig skráđ á markađ hérlendis. Ţađ framleiđir ál í BNA og á Íslandi og hyggur á nýtt álver í Helguvík.
Ţađ er merkilegt ađ skođa breytingar á gengi hlutabréfa síđustu vikur ţar hefur allt lćkkađ utan eitt frá áramótum.
Ţetta segir ákveđna sögu:
Hćkkanir á árinu
Century Aluminum Company | 4.800 | ![]() | 1.450 | (43,28%) |
Lćkkanir á árinu
SPRON hf. | 5,01 | ![]() | 4,05 | (44,70%) | |
FL Group hf. | 8,30 | ![]() | 6,20 | (42,76%) | |
Icelandic Group hf. | 3,00 | ![]() | 2,15 | (41,75%) | |
Exista hf. | 11,63 | ![]() | 8,12 | (41,11%) | |
365 hf | 1,38 | ![]() | 0,73 | (34,60%) | |
Bakkavör Group hf. | 39,0 | ![]() | 19,0 | (32,76%) | |
P/F Atlantic Petroleum | 1.450 | ![]() | 585 | (28,75%) | |
Atorka Group hf. | 7,29 | ![]() | 2,59 | (26,21%) | |
Straumur-Burđarás | 11,17 | ![]() | 3,93 | (26,03%) | |
Glitnir banki hf. | 16,85 | ![]() | 5,10 | (23,23%) | |
Landsbanki Íslands | 28,2 | ![]() | 7,2 | (20,34%) | |
Hf. Eimskipafélag Íslands | 28,0 | ![]() | 6,7 | (19,31%) | |
Kaupthing Bank | 714 | ![]() | 166 | (18,86%) | |
Teymi hf. | 4,95 | ![]() | 1,02 | (17,09%) | |
Atlantic Airways P/F | 197,00 | ![]() | 34,50 | (14,90%) | |
Marel Food Systems hf. | 88,2 | ![]() | 13,8 | (13,53%) | |
Fřroya Banki P/F | 150,0 | ![]() | 22,0 | (12,79%) | |
Össur hf. | 88,5 | ![]() | 10,0 | (10,15%) | |
Icelandair Group hf. | 24,80 | ![]() | 2,80 | (10,14%) | |
Alfesca hf. | 6,76 | ![]() | 0,15 | (2,17%) |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
14.3.2008 | 23:06
Hriktir í bankakerfi BNA
Frétt dagsins á Wall Street var án efa fall Bear Stearns og sértćkar ađgerđir Seđlabanka BNA til ađ reyna ađ bjarga bankanum. Ţađ eru ađeins nokkrir dagar síđan yfirmenn Bear Stearns fullyrtu ađ ţeir glímdu viđ engan lausafjárvanda. Núna segja margir ađ bankinn verđi ekki til um áramót í óbreyttri mynd...
Bear market anyone?
13.3.2008 | 11:49
Til hamingju Sunnlendingar - til hamingjar Íslendingar
![]() |
Tvöföldun hefst 2009 |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
13.3.2008 | 10:37
Jeniđ hefur hćkkađ um 40% frá ţví í fyrra.
Jćja ţá er bandaríkjadalurinn kominn í 70 krónur. Á sama degi er jeniđ ađ verma 70 aura og krónan orđin lćgri en eitt evrusent.
Reyndar er japanska jeniđ hástökkvari ársins. Ţessi lágvaxtamynt er ađ hćkka hratt, ekki síst á móti hávaxtamyntunum. Jeniđ kostađi 50 aura í júlí í fyrra en kostar nú í dag 70 aura. Hefur ţví hćkkađ um 40%.
Eignir í jenum hafa ţví hćkkađ mikiđ í krónum taliđ.
Sama er ţví miđur ađ segja um lán í jenum. - Ţau hafa stórhćkkađ ţegar menn telja ţau nú í íslenskum krónum.
7.3.2008 | 22:15
Boom, gloom and doom?
Gaman ađ Jim Rogers og Marc Faber ţessa daganna. Í öllum bölmóđnum ljóma ţessir kappar, enda engu líkara en allt ţađ sem ţeir hafa spáđ sé ađ rćtast. Vonandi verđur ţađ ekki.
Mćli samt međ ţessu frá Marc Faber en hann er međ gloomboomdoom.com síđuna sína međ óborganlegum myndskreytingum.
Jim Rogers ţekkja margir frá bókum hans eins og investment biker og svo ţegar hann kom hér á heimsferđ sinni og keypti í íslenskum fyrirtćkjum um síđustu aldamót.
Hér er dćmi um bođskapinn frá honum ţessa daganna, en hann spáđi réttilega áriđ 1999 ađ hrávörur myndu taka flugiđ. Allir eru sammála um ađ ţađ hefur rćst.
Nú er ađ sjá hvort ađ doom taki viđ af boom og gloom . . . .!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
7.3.2008 | 19:38
karlmennogkrabbamein.is
Gott og tímabćrt átak ađ vekja athygli á krabbameinum ţeim sem leggjast á karlmenn. Krabbameinsfélagiđ hefur veriđ frumherji á heimsvísu í baráttunni viđ ţögla óvininn og er ekki síst ţakkarvert sem gert hefur veriđ í reykingavarnamálum og svo krabbameinum kvenna svo sem í brjóstum. Ég man vel ţegar viđ Geir Ţorsteinsson, Ari Matthíason og Andrés Magnússon vorum ađ berjast gegn reykingum í Hagaskóla. Ţađ fól međal annars í sér baráttu okkar viđ heimilisfólk sem reykti.
Viđ karlmenn erum ekki nógu duglegir ađ fara til lćknis og förum oft of seint. Stundum viljum viđ vera "frískir og harđir" og "hörkum ţetta af okkur". Stađreyndin er samt sú ađ ţađ harkar enginn af sér krabbamein, en ţađ getur skipt sköpum ef ţađ finnst í tćka tíđ.
Krabbamein í eistum og blöđruhálskirtli voru lengi vel feimnismál. Ég man vel eftir ţví ţegar Andy Grove fv. forstjóri Intel braut ţagnarmúrinn og lýsti baráttu sinni viđ krabba í blöđruhálskirtli. Ţađ vakti marga til umhugsunar.
www.karlmennogkrabbamein.is er í anda gömlu reykingarverkefna fyrri ára. Frćđandi og skemmtilegt um leiđ.
Tökum vel undir međ ţessum ţarfa bođskap.
Declare Independence vakti athygli ţegar hún hvatti Grćnlendinga til dáđa og eggjađi ţá áfram til sjálfstćđis. Ţá var ţađ ekki minna ţegar Kosovo átti í hlut. En nú hefur hún skorađ á Tíbet og allt verđur vitlaust. New York Times, CNN, CNBC og fleiri miđlar gera ţessu skil.
Hér er svo video međ laginu ađ finna á You Tube:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)