5.4.2007 | 20:51
Vinstri græn báðu Alcan um peninga
Fréttablaðið greinir frá því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna hafi óskað eftir að Alcan í Straumsvík styrkti flokkinn um þrjú hundruð þúsund krónur fyrir komandi alþingiskosningar.
Bjartsýnn maður Steingrímur. VG hafa verið að dreifa barmmerkjum úr amerísku áli sem sjálfsagt kostar sitt. Kannski þrjú hundruð þúsund.
Reyndar er það svo að Alcan styrkir enga stjórnmálaflokka.
Af hverju hefði Alcan átt að gera sérstaka undanþágu fyrir VG?
5.4.2007 | 19:48
Alcan úr Straumsvík á Vatnsleysuströnd?
Þótt Hafnarfjarðarbær hafi ekki fengið samþykkt deiliskipulag vegna stækkunar í Straumsvík er Alcan nú þegar komið með mikilvæga samninga um orkukaup við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur. Þessir samningar eru mikið veganesti þegar næstu skref verða skoðuð og svo stigin af hálfu Alcan. Eins og fram hefur komið keypti ríkið stóra lóð undir álver fyrir aldarfjórðungi á Keilisnesi aðeins tíu kílómetra frá Straumsvík. Var lóðin keypt undir forystu krataforingjans Jóns Sigurðssonar, en nafni hans úr Framsókn vermir nú stól iðnaðarráðherra. Miklar tekjur af álveri gætu þá fallið litla sveitarfélaginu Vatnsleysuströnd í hönd og hugsanlega myndi losna um Straumsvíkurverið fyrr en menn hugðu. Huga þarf þó að hafnarmálum.
Svo er ekki langt á milli Keilisness og Helguvíkur. . .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 15:23
10 euro
Okkur fjölgar hratt og það á ekki síst við í þjónustustörfum. Það er sífellt algengara að starfsfólk kunni lítið í íslensku og stundum aðeins lítið í ensku. Ferðamönnum fjölgar líka ört og er ekki óalgengt að erlendir ferðamenn séu þjónustaðir af fólki af erlendum uppruna sem kann ekki mikið í íslensku. Þessu fylgja bæði kostir og ókostir, en ég er þeirrar skoðunar að þetta sé óhjákvæmileg þróun í landi þar sem velsæld og frelsi ríkir. Það er eins með fólkið og osmósuna að það leitar allt jafnvægis. Hér er lítið atvinnuleysi og stóraukin þörf á vinnuafli. Hér eru opin landamæri og spennandi land. Hér er gott að vera. Við skulum því vera meðvituð um það að þessi þróun er ekki vegna einstakra verkefna eins og álversins á Reyðarfirði, við erum orðinn segull í norðri og við ættum að vera stolt af því. Við höfum greinilega vanmetið þessa þróun, sem er að verða á sífellt fleiri sviðum. Við þurfum einfaldlega að horfast í augu við hana og taka á henni af skynsemi og festu. Við getum gert betur. Fjölmenningarsammfélagið er falleg hugmynd sem hefur átt erfitt með að sanna sig víða um lönd. Innflytjendastefna þar sem fólk aðlagast samfélaginu og gætt er virðingar fyrir uppruna fólks held ég að sé heppilegri. Gerum fólki auðveldara um vik að læra íslensku og kynnast íslenskri menningu. Fólk sem kemur til Íslands kemur af ólíkum ástæðum, en flest er það að koma vegna þess sem einkennir Ísland og vill í meira og minna mæli vera hluti af þeirri menningu. Taka þátt í þeirri þróun. Tungumálið á að sameina fólk í þessum efnum. Við eigum ekki að auka á aðskilnað fólks í þessum efnum frekar en öðrum. Gleymum því ekki að Íslendingar eru upphaflega innflytjendur sem kusu frelsi.
Í dag rakst ég á skilti sem vakti mig til umhugsunar um hversu langt við erum komin til útlanda. Á Laugaveginum er "restaurant" sem heitir Tivoli. Hann býður upp á hádegisverðartilboð og 10 kostar máltíðin. Tungumálið, gjaldmiðillinn og kúnnahópurinn voru erlend.
Kannski vísir að því sem koma skal?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.4.2007 | 17:10
Kattarkaffi til stuðnings langveikum börnum
Ég lagði loks í það að smakka hið margrómamaða kattakaffi áðan, en það er gert úr indónesískum kaffibaunum sem farið hafa í gegnum meltingarveg Luwak kattarins. Já einmitt - rétt skilið! Sagan segir að eingöngu 100 kg séu "framleidd" á ári og Te og Kaffi hafi tryggt sér ein 20 kg. Kaffið bragðast vel, með smá súkkulaðikeim, en það sem gerir það enn bragðbetra er sú staðreynd að öll sala vegna Luwak kaffisins rennur óskipt til Umhyggju félags til stuðnings langveikum börnum.
Mæli með því.
4.4.2007 | 10:33
Föstudagurinn langi
Föstudagurinn langi hefur löngum verið mesti sorgardagur kirkjuársins og hafa allar skemmtanir verði bannaðar svo lengi sem menn muna. Þá er þess minnst þegar Kristur dó á krossinum. Orðið skemmtun er nátengt orðinu skammur og er ekki talið við hæfi að kristnir menn stytti sér stundir á þessum degi. Ferðamenn sem komið hafa til Íslands hafa oft fundið til þess hvað lítið er opið þennan dag, jafnvel hefur verið erfitt að fá veitingaþjónustu. Viðhorfin og tímarnir breytast, en undanþágur við skemmtanahaldi hafa verið fáar.
Nú bregður svo við að halda á keppni um fyndnasta mann Íslands á föstudaginn. Oddur Eysteinn Friðriksson, umsjónarmaður keppninnar, segist ekkert sjá að þessu og segir: Ég sé ekkert óviðeigandi við að fyndnasti maður Íslands sé krýndur á sama degi og Kristur var krýndur sinni kórónu,
Hvernig verða brandararnir á föstudaginn?
![]() |
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
3.4.2007 | 15:29
Hvernig á að meðhöndla "kapítalistasvín"?
Glöggur lesandi bloggsíðunnar benti mér á rétta orðnotkun á VG, en það er vinstri græn. Ég hafði talað um vinstri græna og var þá að ræða um frambjóðendur VG, en rétt skal vera rétt. Til að kynna mér málnotkun og orðmyndir VG skoðaði ég heimasíðu þeirra en þar er vakin athygli á UVG (ung vinstri græn) sem halda úti vefsíðu sem hægt er að skoða hér.
Á síðunni er margt að finna meðal annars er hægt að taka þátt í eftirfarandi viðhorfskönnun þar sem er að finna orðið "kapítalistasvín":
Kapítalistasvín er best...
grillað á teini. (58%) geymt í stíu. (37%) soðið í potti. (5%)- sjá matreiðsluaðferð á skýringarmynd sem fengin er af síðu UVG:
Hvað er kapítalistasvín?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
3.4.2007 | 14:42
19,6°C á Neskaupstað - vísbending um hlýnun jarðar?
Það er heitt á Íslandi þessa dagana, sérstaklega á austfjörðum. Þessi mikli hiti er óvanalegur og er spurning hvort að þetta sé tilviljun ein, eða enn ein staðfestingin á hlýnun jarðar? Egilsstaðir eru að mælast svipað og Vínarborg, en talsvert heitar en Montreal, New York og Helsinki. Meira að segja Barcelona er kaldari en Egilsstaðir. Í dag mældust hæst 19,6°C á Neskaupstað, en 19,4 víðar á austfjörðum. Hátt í 20°C á Celsíus telst sumarhiti á Fróni og enn er vetur á almanakinu....
Hvernig verður vorið?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.4.2007 | 23:41
Tilraunin mikla
Mér fannst Mogginn oft vera hlutdrægur og draga taum vesturlanda á kostnað stjórnvalda í austri. Mér fannst eins og þetta hlyti að vera orðum aukið, ýkt og fært í stílinn. Þangað til ég fór þangað sjálfur; austur fyrir Járntjald. Ég var það heppinn að sjá austantjaldslöndin eigin augum fyrir fall Sovétríkjanna, þá rétt tvítugur. Það er erfitt að gleyma nöturlegu ástandinu í austur-Þýskalandi og Tékkóslóvakíu þar sem vöruúrval var ekkert og harðræði var beitt vegna minnstu yfirsjóna. Ég sá leitað á fólki í lestunum, var boðið að hringja til Íslands á geðsjúkrahúsi og sá mat stolið í verslunum af ósköp venjulegu, vel menntuðu fólki. Mér finnst stundum eins og fólk sé búið að gleyma þeirri dýrkeyptu tilraun sem heimskommúnisminn var. Það eru aðeins rétt 16 ár síðan Múrinn féll. Ný kynslóð er að vaxa úr grasi sem þekkir ekki kommúnismann í Evrópu. Þegar ég kom frá Prag fannst mér allt breytt. Mogginn fannst mér frekar vinstri sinnaður og Time lofsöng Gorbasjev - það átti ég erfitt með að skilja. Enn eru menn að vonast eftir sósíalísku Íslandi. Höfum við ekkert lært?
Kannski höfum við það aðeins of gott?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.4.2007 | 16:45
Aprílgabb Google og landgræðsla á netinu
Google skortir aldrei hugmyndir, ekki heldur 1. apríl. Í gær létu þeir þúsundir "hlaupa" apríl eins og sjá má hér.
Myndir af hamingjusömu fólki að taka við bílförmum fullum af útprentuðum tölvupósti sýna hvert við erum komin. Góður húmor. Guði sé lof fyrir stafrænan póst.
En talandi um pappír og umhverfið þá fékk ég ábendingu um athyglisverða söfnun á netinu, þar sem fólk getur keypt sér lifandi tré til gróðursetningar eins og hægt er að sjá hér.
Kannski getum við gert eitthvað svipað hér á Íslandi?
1.4.2007 | 14:59
Orð Davíðs og niðurstaða Hafnfirðinga
Þegar Davíð Oddsson talar hlustar þjóðin. Sama hvar menn standa í pólítík eða hvaða skoðun þeir hafa á málum. Þetta hefur ekki breyst þótt hann sé hættur í pólítik og sé nú orðinn seðlabankastjóri. Sú var tíðin að Davíð sló af kreppu og hafði áhrif á viðskiptalífið með viðhorfum sínum í ræðum. Þetta er ekki öllum gefið þó forsætisráðherrar séu. Nú er Davíð í stöðu seðlabankastjóra og hefur beitt stýrivöxtum sem viðnámsverkfæri gegn verðbólgu. Orð hans vikta líka þungt. Það er ekki einsdæmi að orð seðlabankastjóra hafi áhrif á markaði og ákvarðanir. Skemmst er að minnast Alan Greenspan fyrrum seðlabankastjóra BNA, en fjölmiðlar og sérfræðingar eyddu talsverðum tíma í að túlka lýsingarorð bankastjórans til að meta hvaða horfur væru í vaxta- og efnahagsmálum. Í íbúakosningunum í gær voru þrjú atriði sem vógu þyngst hjá þeim sem höfnuðu álversstækkun; umhverfismál í Hafnarfirði, andstaða í virkjanamálum og áhyggjur af efnahagsspennu.
Þetta sagði Davíð meðal annars um uppbyggingu álvera á næstunni sem hann lét falla fyrir helgi:
"Önnur áhætta sem vert er að gefa gaum eru áform um uppbyggingu frekari áliðju með tilheyrandi virkjunum. Verði af þeim á spátímanum myndi hægja á hjöðnun framleiðsluspennu en forsenda varanlegrar hjöðnunar verðbólgu er að spennan hverfi. Þá gæti reynst nauðsynlegt að hækka stýrivexti og í öllu falli að halda þeim háum lengur en felst í grunnspánni ef halda á verðbólgu í skefjum eins og lýst er í öðru fráviksdæmi."
Margir litu svo á að hér væri varað við stækkun í Straumsvík. Sumir hafa gengið svo langt að segja þessi orð hafi skipt sköpum þegar aðeins 88 atkvæði réðu úrslitum. Ef 45 NEI hefðu verið JÁ, hefði stækkun verið samþykkt.
Eitt er víst að orð Davíðs vekja alltaf athygli og vikta þungt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.3.2007 | 23:42
88
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.3.2007 | 21:51
Lítil þúfa
NEI:50,97% |
JÁ: 49,03% |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2007 | 16:13
Hátíðahöld á Reyðarfirði - hverjir fagna í Hafnarfirði?
Fjarðarál, álverið á Reyðarfirði sem knúið verður raforku Kárahnjúkavirkjunnar tók til starfa í dag. Geir Haarde, Jón Sigurðsson og Valgerður Sverrisdóttir klipptu á borða fyrir stundu. Í kvöld er svo dansleikur á Fáskrúðsfirði. (La Traviata verður líka flutt í dag í Egilsstaðakirkju). Fyrir tveimur vikum fékk álverið starfsleyfi, svo nú má það hefja störf. Á fimmtudaginn kom fyrsta flutningaskipið með 39.000 tonn af súrál, en 20 slík skip munu koma á ári þegar allt er komið á fullt.
Í Hafnarfirði er elsta álver landsins. Kosning um stækkun er tvísýn og sumir tala um "generalprufu" fyrir þingkosningarnar. Það er þó spurning hversu rétt það er. Áður var það herinn sem skipti fólki í fylkingar. Nú er það orkan og álið. Álið er greinilega málið í dag, en vonandi getum við náð sátt í umhverfismálum.
Fyrstu tölur eru væntanlegar um klukkan 19 í kvöld, en hverjir fagna í Hafnarfirði?
31.3.2007 | 11:16
Hið góða ál og "pappírslausu" pappírsviðskiptin
Vinstri grænir hafa verið að dreifa barmmerkjum úr áli. Þau eru úr því sem vinstri grænir kalla gott amerískt ál. Á merkjunum eru líka endurunnin slagorð fengin "að láni" úr auglýsingaherferð Coca Cola. Einhverjir voru að benda á álið í merkjum vinstri grænna, en á móti benda þeir á möguleikan á endurvinnslu. Það er athyglisvert sjónarmið.
Kannski eigum við að horfa á neysluna, fremur en framleiðsluna?
Þó freistandi sé að benda á tvíræðni þeirra sem dreifa álmerkjum og berjast gegn álverum, er samt rétt að horfa til þess að umhverfismál byrja hjá hverjum og einum. Þar er af nógu af taka.
Hér er eitt mál:
"Pappírslaus viðskipti" sem svo hafa verið nefnd framleiða gríðarlegt magn af pappír á degi hverjum: Visa nótur, gluggaumslög og kvittanir úr pappír fara í tugþúsundavís á degi hverjum á Íslandi. Oft að óþörfu.
Hvernig væri að minnka þetta?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.3.2007 | 21:46
1%
Mjótt er á munum í Hafnarfirði. Heimildir herma að innan við 1% munur sé á fylkingum og óákveðnir séu innan við 8%. Þetta hefur verið mælt á síðustu dögum. Ef svo er þá munur um hvert atkvæði. Báðar fylkingar eru fastar fyrir og er útlit fyrir góða kjörsókn. Ekki er ólíklegt að þeir sem á móti álveri séu líklegri til að mæta á kjörstað. Það sem helst fær stækkunarmenn til að mæta á kjörstað er óvissan um framtíð álversins og viktar starfsfólk Alcan þungt. Mikið veltur á útkomunni, en eftir stendur klofinn Hafnarfjörður ef munurinn verður lítill.
Eða veltur þetta kannski á veðrinu?
30.3.2007 | 17:57
Hún var úr áli
Tveir pólar takast á um framtíð Íslands og hafa stór orð fallið. "Borgarastríð hugans". "Þjóðin klofin". "Nei eða Já". "Náttúra eða stóriðja". Ég var á fundi í dag þar sem þeir Andri Snær Magnason og Friðrik Sophusson voru frummælendur um möguleika Suðurlands á Hótel Selfossi og var yfirskriftin "Framtíðarlandið Suðurland". Menn höfðu mismunandi sýn á framtíðina. Jón Hjaltalín Magnússon vildi til dæmis áltæknigarð, álver og setja af stað túrisma fyrir verkfræðinga sem gætu skoðað virkjanir á Íslandi. Gunnar Steinn Pálsson sá framtíðina í börnunum.
Þeir Andri og Friðrik eru ekki sammála um framtíð í virkjanamálum, en hvað eiga þeir sameiginlegt?
Friðrik Sophusson var með ljóspenna úr áli sem er notaður sem bendill, en hann eins og aðrir notaði tölvu hússins fyrir glærur.
Andri Snær kom með sína eigin Macintosh tölvu: Hún var úr áli
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.3.2007 | 09:44
Getur hátækni komið í stað álvera?
Orkan er eitt, en notin eru annað. Á morgun kjósa Hafnfirðingar um framtíð álversins í Straumsvík. Menn hafa velt upp möguleikum að nýta orkuna í annað, en hvað annað en ál kemur til greina?
Stundum hafa menn velt fyrir sér gagnavinnslu, en hún er orkufrek og með Internetinu er hún að margfaldast. Orkureikningar stórfyrirtækja eins og Google og Microsoft eru háir, en svo vega umhverfissjónarmið þungt hjá þessum fyrirtækjum. Hrein endurnýjanleg orka er af skornum skammti og er Ísland í ákveðnum sérflokki hvað þetta varðar. Reyndar er það svo að margir eiga erfitt með að skilja umræðuna á Íslandi. Ég hitti mann frá BNA í vikunni sem býr í Hafnarfirði. Hann sagði mér að í BNA væri hann álitinn vinstri sinnaður, en hér á Íslandi væri hann í hópi virkjannasinna. Hann átti erfitt með að skilja að fólk sem vildi minnka gróðurhúsalofttegundir gæti verið á móti vatnsafls- og háhitavirkjunum. - En hann var ekki endilega spenntur fyrir álveri. - Hann er óákveðin kjósandi í Hafnarfirði.
En er mögulegt að gagnavinnsla komi í stað álvera?
Raforkuverðið og uppruni orkunar bendir til þess. Þar er Ísland á kortinu. Ekki þarf hafnir eins og í álinu, en sæstrengirnir sem flytja gögnin eru ófullnægjandi (það þekkjum við öll sem höfum notað Internetið á Íslandi). Engar áætlanir eru um að bæta við streng, þó það geti breyst. Meðan svo er þá er þetta ekki orðinn raunhæfur valkostur. Ef þetta er leyst þá horfir málið öðruvísi við. Þá getur hátækni komið í stað álvera. En hvar ættu svona starfsstöðvar að vera? Ekki þurfa þær stórskipahafnir, en best er að hafa þær sem næst virkjanasvæðum, til að minnka raflínur, orkutap og lágmarka umhverfispjöll. Það er því líklegast út frá þessum sjónarmiðum að Þeystareykir, Suðurnes og Suðurland séu líklegri kostur fyrir hátækni, en Hafnarfjörður. Nema álverinu verði bara lokað?
Nú er að sjá hvað Hafnfirðingar kjósa á morgun.
29.3.2007 | 19:40
Og olían hækkar............
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.3.2007 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)