Krónikan um Krónikuna - sagan öll

Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. hefur keypt Krónikuna og mun leggja hana niður. Að sögn kunnugra var verulegt tap eða 2 milljónir á hverju eintaki. Níu blaðamenn munu ganga til liðs við DV, en fyrir eru 12. Talsvert. Ekkert hefur breyst síðan síðast utan að salan hafi verið enn slakari en talið var. Sennilega hefur kaldur veruleikinn breytt afstöðu utgefandanna sem nú ákváðu að ganga alla leid. Samkeppni við netið og fríblöð veldur hér miklu. Sjö bloð komu út og nú er Kronikan öll.

Nú er spurningin hvaða áhrif kaupin hafa á DV?


"Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO framsókn?"

Það er varla hægt að bera meira í bakkafullan ZERO lækinn, en mig langar samt að fá að vita hver stendur á bak við nýjustu ZERO herferðina. Um helgina var mér sýnt barmmerki þar sem stóð:

"Af hverju ekki ríkisstjórn með ZERO framsókn?"

Þetta er fyrsta barmmerkið sem ég sé fyrir kosningarnar 2007 og við eigum sjálfsagt eftir að sjá þau fleiri fyrir 12. maí.

En hver lét hanna þetta merki?

Kannski er hér eitt dæmið um frjáls og óháð félagasamtök sem eru ekki bundin við lög um fjármál flokkanna.

Eða getur það verið að VG sé að kosta þetta?


Ísland, sósíalisminn og lífsgæðin

Íslendingar eru í hópi langlífustu þjóða. Lengi vel voru það konurnar sem drógu vagninn, en nú eru íslenskir karlmenn orðnir langlífastir í heimi og nálgast íslenskar konur sem enn bæta sig. Mikið jafnréttis- og velferðarmál. Bæði langlífi og ungbarnadauði eru ákveðnir mælikvarðar á lífsgæði.

Þjóðartekjur segja aðeins litla sögu og er því vert að rýna í þessar tölur frá Hagstofunni:

(1) Langlífi karla er mest á Íslandi. Langlífi kvenna er mest á Íslandi af Norðurlöndunum.

(2) Munur á kynjunum er varla af hinu góða í þessu frekar en öðru. Mikill munur er neikvæður.

(3) Minnsti munur á langlífi kynjanna er á Íslandi: 3,6 ár.

(4) Mesti munur á langlífi kynjanna er í fyrrum ráðstjórnarríkjunum. Í Rússlandi er munurinn 13 ár og rússneskir karlmenn verða ekki nema 58,9 ára að meðaltali.

Á þessum mælikvarða erum við að koma frábærlega út. Nær nákvæmlega sömu mynd er að sjá þegar unbarnadauði er skoðaður. Þar trónir litla Ísland langefst. Fyrrum ráðstjórnarríkin skrapa botninn, Ísland kemur vel undan vetri.

Hvernig er það átti sósíalisminn ekki að tryggja jöfnum og velferð borgaranna?

Er það kannski ekki besta leiðin að jöfnuði, heilbrigði og langlífi?

Er íslenska leiðin kannski betri?


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir í heiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Valgerður sér tækifæri í hlýnun jarðar

"Bráðnun heimskautaíssins gæti skapað gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga" sagði Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra á ráðstefnu um nýjar siglingaleiðir sem haldin var í dag á Akureyri. Ísland gæti verið með risastóra uppskipunarhöfn sem sinnti heimsskautasiglingum árið um kring annað hvort á Akureyri, Reyðarfirði eða Hvalfirði.

á köldum

Hlýnun jarðar: Ógnir og tækifæri


2+2 = Suðurlandsvegur 2010?

SJóvá og Ístak hafa tekið höndum saman og eru nú reiðubúin að taka að sér tvöföldun Suðurlandsvegar og ljúka verkinu á 3 árum. Heimild er að bjóða verkið út, en umræður um Sundabraut hafa verið áberandi síðustu dagana. Einkaframkvæmd á Suðurlands- og Vesturlandsvegi er að mörgu leyti hagkvæmur kostur, en umfram allt - mjög tímabær. Yfir 25 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um tvöföldun vegarins á www.sudurlandsvegur.is fyrir jól. Vek athygli á könnun á síðunni, en þar kemur fram að fleiri vilja bjóða verkið út fyrir kosningar, en telja að ríkisstjórnin haldi velli, eða álverið í Straumsvík verði stækkað.

Eurovision eða þingkosningarnar?

Eurovision og alþingiskosningar verða sama dag: 12. maí 2007. RÚV mun að sjálfsögðu sjónvarpa frá Eurovision keppninni, enda er keppnin haldin af evrópskum ríkissjónvarpsstöðvum. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Eiríkur Hauksson standi sig vel í Eurovision og þjóðin verður með honum í anda. Rauða hárið verður amk. á sínum stað.

Stöð 2 verður hins vegar með alla athyglina á kosningasjónvarpinu. Eitthvað gæti orðið flókið að stýra þessu saman á RÚV, enda tveir stórir sjónvarpsatburðir á sama tíma.

Hvort kýs fólk að horfa á:

Kosningasjónvarp vegna þingkosninga?
Kosningasjónvarp Eurovision?


Látum gott af okkur leiða

Það eru margir sem lesa moggabloggið.
Hvernig væri að nota það til góðs?

Hér er leið til þess:

Konan sem lést í bílslysi á Suðurlandsvegi við Kotströnd 21. mars, hét Lísa Skaftadóttir til heimilis að Engjavegi 32 á Selfossi. Lísa var fædd 17. janúar 1964. Hún lætur eftir sig eiginmann, 5 börn og eitt barnabarn.

Nú stendur maður hennar fyrir því að þurfa að jarða konu sína og ferma tvíbura núna 5.apríl og þarf á allri þeirri hjálp að halda sem hann getur fengið. Það hefur verið stofnaður styrktarreikningur þeim til hjálpar og þeir sem sjá sér fært um að styrkja þau eru vinsamlegast beðnir um að leggja inná þennan reikning.

Kt: 111161-3649
reikningsnr. 0152-05-267600

Með fyrir fram þökk
kveðja aðstandendur 


300

Nei ég er ekki að tala um bíómyndina, heldur umdeildan afmælisþátt Spaugstofunnar. Það er flestum ljóst að í gær hafa verið brotin lög um þjóðsöng Íslendinga.

Kannski vissu Spaugstofumenn ekki betur, en við skulum ekki gleyma því að þetta er Ríkisútvarpið (þótt ohf. sé) sem stendur bæði að þáttagerðinni og útsendingunni. 

 3. grein laga frá árinu 1983 um þjóðsöng Íslendinga segir:

,,Þjóðsönginn skal ekki flytja eða birta í annarri mynd en hinni upprunalegu gerð. Ekki er heimilt að nota þjóðsönginn á nokkurn hátt í viðskipta- eða auglýsingaskyni. "

Ég ætla ekki að endurrita skrumskælinguna, en hún varðaði bæði auglýsingar og viðskipti um álver í Hafnarfirði. Þáttinn er enn hægt að sjá um allan heim hér.

Nú er að sjá hvort að þetta muni eiga sér eftirmála eður ei.  


Hann á afmæli í dag

Reginald Kenneth Dwight, öðru nafni Elton John er sextugur í dag. (ESB er 50 ára og á því sama afmælisdag.) Elton John er þekktur fyrir að halda veglegar veislur og í dag verður haldið upp á afmælið í Madison Square garden. Skemmst er að minnast þegar Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa hélt upp á fimmtugs afmæli sitt, en þá fékk hann Elton John til að syngja.

Spurning dagsins er: Mun Ólafur mæta til NYC í dag, endurgjalda sönginn og taka lagið?

Hlýnun jarðar: Sólinni að kenna?

Flestir eru sammála um að jörðin sé að hlýna. Gróðurhúsaáhrifin efast fæstir um, en Habibullo Abdussamatov yfirmaður geimrannsókna í St. Pétursborg telur þau hafa lítil áhrif. Þetta kom fram á vef National Geographic. Í staðinn skellir hann skuldinni á sólina sem hefur verið að hitna eilítið síðustu ár. Nú er það svo að sólin er misheit og gengur í 11 ára sveiflum sem gerir mælingar erfiðari. Rannsóknir á hita sólarinnar með gervitunglum eru rétt þrítugar svo við höfum ekki áræðanlegar tölur aftar en svo. Á þessum tíma hefur sólin verið að hitna um 0.05% á áratug, sem er ekki mikið í sjálfu sér, en ef þetta hefur verið í gangi í 100 ár, getur þetta haft veruleg áhrif. Orka sólarinnar er svo gríðarleg að dagsveifla sólarinnar getur verið á við heilsársorkunotkun mannkyns. Sólblettir hafa áhrif á hita jarðar, enda um miklar náttúruhamfarir að ræða. Habibullo Abdussamatov gengur svo langt að spá fyrir um kólnun á næstu 50 árum.

Það sem gerir þessa tilgátu forvitnilega er sú staðreynd að hlýnun á sér stað víðar í sólkerfinu en á jörðinni. Mars hefur hitnað síðustu ár, sömuleiðis tungl Neptúnusar og svo hafa miklir stormar geisað á Júpíter. Meira að segja Plútó sem er fjarst og minnst gömlu reikistjarnanna hefur hitnað á síðustu árum.
Hvað eiga Plútó, Jörðin, Mars og Tríton sameiginlegt? Jú allt tilheyrir þetta sólkerfinu og hefur hitnað undanfarið. Bílar og kolabrennslur eru aðeins á Jörðinni. Maðurinn hefur ekkert með hitnun á öðrum stöðum og því þarf að leita að samnefnaranum sem "ku" vera sólin.

Sannfærandi? Kannski. En flestir vísindamenn eru þó á öndverðum meiði og telja þetta röð tilviljanna sem eigi sér aðrar skýringar.

sun nasa                      Sólin x3

NB: Kannski er vert að hafa það í huga að Rússland flytur út verulegt magn af olíu.


Hin fagra list - erótík í boði hins opinbera

Sagt hefur verið að stjórnmál sé list hins mögulega.  Í kvikmyndalist takast á fantasíur og raunveruleiki. Ég sé að gamli góði Fjalakötturinn er enn að sýna valdar kvikmyndir. Japönsk erótík er þar í aðalhlutverki. Sumir muna eftir Min Tanaka listamanninum sem dansaði hálf nakinn árið 1980 á listahátíð Reykjavíkur. Það þótti gróft.

En nú er öldin nokkuð önnur, enda eru sýndar erótískar myndir í boði Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins eins og sjá má á lista yfir styrktaraðila. Myndirnar þóttu "opinskáar, kynferðislegar og ljósbláar" eins og segir í auglýsingu.

Við erum víst orðin umburðarlynd og víðsýn þjóð.

ríkið                   jap                 rvk


mbl.is Ljósbláar kvikmyndir japansks leikstjóra í Fjalakettinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenskar konur í augum bandarískra manna?

Þær eru þekktar um allan heim íslensku konurnar, bæði fyrir fegurð og fleira.

Nú er nýjasta sagan þessi sem gengur manna á millum í netheimum í USA:


"Three men were sitting together bragging about how they had given their new
wives duties.

The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she
was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on
the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.

The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife
orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking.
The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was
better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done,
and there was a huge dinner on the table.

The third man had married a girl from Iceland . He told her that her duties
were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed
and hot meals on the table for every meal. He said  the first day he didn't
see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day
some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left
eye, enough to fix himself a bite to eat and load the dishwasher."

Góða helgi


www.xi.is og kindabolurinn

Það verður spennandi að heyra áherslur nýja framboðs Ómars, Margrétar og Jakobs Frímanns. Hugmyndir Ómars um eldfjallagarða eru áhugaverðar þó þær þurfi frekari útskýringa við, en Ómar er kraftmikill og hugmyndaríkur. Vatnajökulsþjóðgarður er stórt skref sem nú hefur verið stigið af núverandi ríkisstjórn. Sjálfsagt er að skoða næsta spor.

Ástæða er til að óska þeim öllum til hamingju með daginn, enda er áhugi á framboðinu. - Það sannar umræðan.

Ég var að leita að upplýsingum um framboðið, þar sem ég var ekki staddur í Þjóðmenningarhúsinu í dag og prófaði því www.islandshreyfingin.is og www.islandsflokkurinn.is, á báðum stöðum var mér úthýst:

Forbidden

You don't have permission to access

En þá mundi ég að öll framboðin hafa þann háttin á að nota bókstaf sinn og x fyrir framan

www.xd.is  fyrir Sjálfstæðisflokk
www.xb.is  fyrir Framsóknarflokk
www.xs.is  fyrir Samfylkingu
www.xf.is  fyrir Frjálslynda flokkinn

Svo ég prófaði www.xi.is  ..... en þá var mér bara boðinn kindabolur frá Ósóma til sölu

Osoma-XY-bolur_small_28

Við verðum bara að bíða um sinn...

 


Leikur að eldi

Kannski fær þessi boðskapur stuðning ákveðins hóps stuðningsmanna Ahmadinejads, en eins og allir vita hafa Sameinuðu Þjóðirnar, Evrópusambandið og fjöldi annara þjóða, auk Alþjóða Kjarnorkumálastofnunarinnar reynt að stöðva þessa framleiðslu Írana. Vonandi ná hófsamari öfl í Íran að stöðva þetta ferli.

Það verður erfitt verk fyrir þau ríki sem verða í Öryggisráðinu að takast á við þetta mál ef það vex.

Ísland er í framboði til Öryggisráðsins.

Er Ísland tilbúið að vinna sætið?


mbl.is Ahmadinejad hefur ekki áhyggjur af því að Bandaríkin geri árás á Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur snuprar Margréti og Ómar

Össur er öflugur bloggari og var mættur til leiks fyrir 3 í morgunsárið. Hann átelur Ómar fyrir að "gengisfella sig" og fyrir að "bjarga Margréti Sverrisdóttur úr ógöngum sem hún kom sér í sjálf". Nú er það svo að Ómar hefur jafn mikið frumkvæði af framboði Íslandshreyfingarinnar eins og Margrét. Ómar hefur unnið fórnfúst starf fyrir land og þjóð bæði áður og eftir að Margrét var yfirgefin af Frjálslynda flokknum. Þá sakar Össur Margréti um hræsni og útlendingaandúð.

ossur_skarp_graenn Af hverju er Össur grænn?

Af hverju er Össur að agnúast út í þau Ómar og Margréti svona snemma dags?

Er það kannski af því að í dag klukkan 14 á að kynna nýja framboðið?

Er það kannski af því að samkvæmt könnunum Fréttablaðsins mun það framboð taka mest af Samfylkingu?

 

 


Faxaflóahafnir, Sjóvá - Vestur- og Suðurlandsvegur

Úspil hafnarstjórnar um fjármögnun Sundabrautar hefur vakið verðskuldaða athygli og á Björn Ingi Hrafnsson hrós skilið fyrir frumkvæðið. Sjóvá hefur áður boðist til að fjármagna Suðurlandsveg, enda er það mat félagsins að það sé brýnt og þjóðhagslega hagkvæmt forgangsverkefni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur tekið hugmyndunum vel og má því ætla að Vesturlandsvegur og Suðurlandsvegur verði báðir settir á flýtimeðferð á næstunni. Þessar tvær slagæðar tengja höfuðborgina við landið.

Verður hönnun þessara þjóðvega boðin út fyrir kosningar?


Tvöföldun Suðurlandsvegar þolir enga bið

Þetta skelfilega slys er áminning um að ekki er hægt að bíða, fresta eða hika við að tvöfalda Suðurlandsveginn. Tvöfaldur vegur með aðgreindar aksturstefnur er lykilatriði. Fólk er sammála um þetta forgangsmál, enda skrifuðu 25 þúsund manns undir áskorun til Alþingis fyrir áramótin um tvöföldun 2+2. Allir sveitarstjórnarmenn á suðurlandi eru sammála um þetta. Þó að 12 ára vegaáætlun hafi ekki verið lögfest er unnt að ráðast í þetta mál af hálfu samgönguráðherra með heimild í lögum.

Nú þarf að bretta upp ermarnar og bjóða út hönnun vegarins og að niðurstaða sé komin fyrir kosningar

Ég votta aðstandendum konunnar sem lést í umferðarslysinu samúð mína.

 


mbl.is Kona lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sturla strand

Eitt stærsta málið sem lá fyrir þinginu náðist ekki í gegn á lokadögum. Samgönguáætlun til 12 ára strandaði eins og frumvarp um sölu bjórs í matvöruverslunum og nokkur önnur mál. Áætlunin er upp á 318,4 milljarða á tímabilinu 2007-2018, en fjögurra ára áætlunin var þó samþykkt. Samgönguráðherra var ekki á staðnum þegar Alþingi var að ljúka störfum, þar sem hann var veðurtepptur í Boston. Miklar væntingar eru til vegamála og var mörgum hugsað til tvöföldun Suðurlandsvegar í dag, þegar honum var lokað vegna ófærðar. Yfir 25 þúsund manns skrifuðu undir áskorun um þetta mál fyrr í vetur á þessum vef hér. ´

Nú er að sjá hvort að hönnun vegarins verður boðin út fyrir kosningar eins og vonir standa til.

Sturla var strand þar sem hann kom frá kaupstefnu í Florida um skemmtiferðaskip.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband