Hafna háum arðgreiðslum

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn áformum um háar arðgreiðslur úr sjóðum Faxaflóahafna. 

Sjö hundruð milljónir króna.

Ljóst er að borgarsjóður leitar nýrra tekna.

Hæsta útsvar. 

Hærri fasteignaskattar. 

Hærri gjöld. 

Dugar ekki til. - Nú á að mjólka fyrirtæki borgarinnar. 

Borga fyrir borgina.  

https://www.ruv.is/frett/gagnryndu-ardgreidslur-upp-a-694-milljonir


Glærustjórnmálin og braggamálið

Núverandi borgarstjóri hefur verið duglegur að lofa.
Síðustu 16 árin. 

16 ár eru liðin síðan öll börn 18 mánaða og eldri áttu að fá öruggt leikskólapláss.
Því hefur verið lofað allar kosningar síðan. 
Það er ekki enn efnt. 

"Nýju Reykjavíkurhúsin" áttu að leysa húsnæðisvandann árið 2015. 
Síðan þá hefur leiguverð hækkað um 42% að meðaltali. 

Þá var lofað borgarlínu, fyrst lest, svo "léttlest" og svo "léttvagnar". 
Nú er talað bara um "hágæða almenningssamgöngur". 

Miklabraut í stokk var lofað á strætisskýlum fyrir kosningarnar í vor. 
Mánuði síðar var ekkert að finna um þessa framkvæmd í samkomulagi Pírata, Samfylkingar, VG og Viðreisnar. 

Á meðan glærurnar boðuðu fagnaðarerindin í húsnæðis- og samgöngumálum var rekstrinum gefinn lítill gaumur. Skuldir borgarsjóðs hafa hækkað þegar tekin hafa verið lán fyrir milljarða í framkvæmdir. 

Ein af þeim var að gera upp bragga við Nauthólsvík. 

Það er eins og keisarinn sé í engum fötum. 
Glærurnar eru glærar. 


Húsnæðiskrísan

Skortur á lóðum, há byggingarréttargjöld og þung stjórnsýsla í Reykjavík hafa átt stóran þátt í að hér hefur orðið húsnæðiskrísa í borginni.

Einkennin eru mörg:  

Ungt fólk á erfitt með að komast úr foreldrahúsum. 

Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðustu árum. 

Fleiri flytja annað - Árborg og Reykjanesbær vaxa og umferð þyngist. 

Síðan eru þeir sem einfaldlega eiga ekkert heimili. Sumir á götunni. Þessi hópur hefur stækkað mjög hratt. Úrræðin eru fá. 

Það hefur verið fundað vegna smærri mála. 


mbl.is Heimilislausir fá ekki sumarfrí frá áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgar(ó)stjórn Reykjavíkur

Í gær var langur fundur borgarráðs. Sjö tímar dugðu ekki til að tæma dagskránna.

Þrjú málanna vörðuð stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og eru þau öll opinber deilumál. Öll málin varða stjórnsýslu borgarinnar og í öllum þremur tilfellunum er borgin brotleg. 

Hér er óhætt að fullyrða að hér sé ekki tilviljun. Það er eitthvað mikið að stjórnsýslu borgarinnar. Íbúar hafa verið óánægðir lengi með þjónustu og aðgengi að upplýsingum. Umboðsmaður borgarbúa hefur kvartað yfir hve erfitt sé að fá svör frá borgarkerfinu. 

Reykjavík er ekki fjölmenn borg. En hér hefur tekist að búa til flókið og þungt stjórnkerfi sem reynist brotlegt í ýmsum málum. 

Það færi best að því að gera algera uppstokkun á kerfinu. Gera það skilvirkara með stuttum boðleiðum. Þannig yrði kerfið betra og ódýrara. Kjöraðstæður eru til að fara í þetta verkefni í haust. Kjörtímabilið er nýhafið. Vinnumarkaður er þaninn. Rök eru fyrir því að kerfið sé ekki fyrir íbúana, eins og glöggt sést á síðustu tíðindum.

Er ekki tími til að breyta?

------

Hér er hægt að lesa þessi þrjú mál: 

(1) Álit umboðsmanns Alþingis: 
 
 
(2) Dóm Héraðsdóms um vinnubrögð skrifstofu borgarstjórnar:
 
 
(3) Úrskurður áfrýjunarnefndar jafnréttismála um ráðningamál 
 

 


Tími til að breyta

Um næstu helgi er tækifæri til breytinga.

Valið er skýrt: Óbreytt ástand húsnæðiskreppu og samgönguvanda eða aukið framboð á hagstæðum byggingarsvæðum og stórátak í samgöngumálum. Höfuðborgin hefur sofið á verðinum og verið aðal gerandi í húsnæðisskorti með því að útvega ekki lóðir. Það litla sem hefur verið byggt hefur fyrst og fremst verið á lóðum bankanna.

Borgin hefur verið með fyrirætlanir sem hafa ekki gengið eftir. Þessu viljum við breyta strax að loknum kosningum.

Einfalda stjórkerfið og spara þar fjármuni sem nýtast í þjónustu við íbúana. 

Húsnæðisverð hefur hækkað um 50%. Það er mikil kjaraskerðing fyrir þá sem kaupa eða þurfa að leigja íbúð. Leggst þyngst á láglaunafólk. 

Útsvarið er hæst í Reykjavík af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu. Það leggst á laun fólks. - Fasteignaskattar hafa hækkað um 50%. Það vegur þungt. 

Þessu ætlum við að breyta á fyrstu 100 dögum eftir kosningar. 

Það er mikilvægt að nýta kosningaréttinn.

X við D er öruggasta leiðin til að breytt verði um kúrs.
Það er kominn tími til að breyta í borginni. 


mbl.is Vill breytt stjórnkerfi og aðalskipulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Íbúðaskorturinn er ekki tilviljun.

Hann hefur orðið vegna þess að meirihlutinn í Reykjavík hefur vanrækt skyldur sínar að skipuleggja hagkvæmar lóðir.

Búið er að sýna þúsundir af glærum. 
Búið að gefa "vilyrði" fyrir lóðum - oft með fyrirvörum. 
Allt of lítið hefur verið byggt í Reykjavík á síðustu fjórum árum.

Afleiðingarnar eru alvarlegar:

(1) Húsnæðisverð og þar með leiguverð hefur snarhækkað
(2) Sífellt fleira ungt fólk kemst ekki úr foreldrahúsum. 
(3) Fjölgun er meiri í öðrum sveitarfélögum, byggð dreifist og umferð hefur þyngst.

Þrjú dæmi um ástandið í Reykjavík:

(A) 55m2 íbúð kostar 200 þúsund krónur á mánuði í leigu
(B) 10m2 "íbúð" 75 þúsund krónur á mánuði í leigu
(C) Þakíbúð við Hafnartorg mun kosta yfir 400 milljónir til kaups samkvæmt fréttum.

Já 400 milljónir.

Samfylkingin kennir sig við jafnaðarmennsku. Hún hefur stjórnað borginni óslitið í átta ár.

Við viljum einfalda stjórnkerfið 
- Úthluta hagstæðari lóðum
- Hætta að okra á byggingarrétti
- Skipuleggja Keldur, Örifirisey og BSÍ strax í sumar
- Og að í Reykjavík rísi 2.000 íbúðir á ári

Þannig náum við jafnvægi og Reykjavík verður raunhæfur valkostur fyrir venjulegt fólk á ný.

Það er kominn til til að breyta!
XD


Reykjavíkurborg spilar á Hörpu

Rekstrarvandi Hörpu hefur verið mikill frá upphafi. Helsti útgjaldaliðurinn er „húsnæðiskostnaður“ en hann hefur verið hærri en allur launakostnaður samanlagt. Fasteignagjöld Reykjavíkurborgar vega þarna þyngst. Eins og hjá heimilum og fyrirtækjum í Reykjavík hafa fasteignagjöldin hækkað gríðarlega síðustu fjögur árin. Margir hafa fengið 50% hækkun. Dæmi eru um yfir 100% hækkun.

Harpa er í eigu borgarinnar og ríkisins en húsið er hluti af menningarstarfsemi í Reykjavík. Til að ná tökum á rekstrinum hafa stjórnendur lækkað laun starfsfólksins sem lægst hafa launin. Má segja að lægst launaða starfsfólkið hafi tekið á sig skerðingu til að Harpa geti greitt Reykjavíkurborg hærri fasteignagjöld. Þetta er dæmi um það hvernig skattlagning Reykjavíkurborgar lendir á fólkinu.

Á sama tíma voru laun stjórnenda hækkuð. Þetta kemur ekki á óvart. Stjórnun Reykjavíkurborgar hefur falist í því að fjölga stjórnendum og stækka stjórnkerfið.

Borgarstjórinn í Reykjavík er með hærri laun en borgarstjórinn í London. Eftir höfðinu dansa limirnir. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað úr 15 í 23 og kerfið stækkar.

Ef núverandi meirihluti fær nýtt umboð í kosningunum verður áfram hlaðið undir yfirstjórn. Það er afar sérkennilegt að framboð sem kenna sig við jafnaðarmennsku skuli standa fyrir stækkun elítunnar á kostnað þeirra sem lægst hafa launin. Fólkið sem lægst hefur launin á ekki að borga fyrir hækkandi fasteignagjöld sem síðan eru notuð í að stækka yfirstjórn í Ráðhúsinu.

Það er falskur tónn í þessari hljómkviðu borgarinnar. 


Breytinga er þörf í Reykjavík

Stefna núverandi meirihluta hefur leitt til þess að fólk velur önnur sveitarfélög sem búsetukost. Hátt húsnæðisverð, skortur á lóðum og nýjar álögur fæla húsbyggjendur og fjölskyldur burt. 

Skuldasöfnun borgarsjóðs vekur upp spurningar um í hvað peningarnir fari. Einn milljarður á mánuði hefur bæst í skuldafjallið ár eftir ár. 

Stjórnkerfi borgarinnar er á við milljónaborg og er það bæði óskilvirkt og dýrt. Það þarf að stytta boðleiðir og minnka kostnað í yfirbyggingu. 

Grunnþjónusta borgarinnar, leikskólarými, þrif, viðhald og uppbygging gatnakerfisins eru látin sitja á hakanum. Það þarf að forgangsraða í þágu íbúana en ekki í þágu kerfisins. 

Ég set fram mína sýn á borgarmálin í greinum og myndböndum og bendi á þessa slóð í því sambandi: 

 

https://www.facebook.com/eythorarnaldsrvk/

 

Ég trúi því að ef Sjálfstæðisflokkurinn talar skýrri röddu um nýjar og skynsamari áherslur þá eigi hann samleið með kjósendum í vor. Ég gef kost á mér í leiðtogaprófkjöri flokksins til að leiða breytingar í Reykjavík. 


Óvissuferðir

Langdregið samningaferli evrulandanna við Grikki virðist engan enda taka þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar um að þessu verði að ljúka innan ákveðins frests. Þjóðaratkvæðagreiðslan skilaði engri raunverulegri niðurstöðu þrátt fyrir að yfir 60% segðu nei. Áfram er samið og áfram eru bankar lokaðir. 

Svipaða sögu er að segja af öðru samningaferli þó það snúist um allt annað. Vesturveldin hafa sett viðskiptahindranir á Íran og reynt að fá fram samninga um að Íran fari ekki að framleiða kjarnorkuvopn. Enn er ekki ljóst hvort af samningi verði né hvað hann þýði í raun. Á meðan hafa önnur ríki hugsað sinn gang þeirra á meðal Saudi Arabía sem óttast að Íran muni á endanum fá kjarnorkuvopn; hver sem samningurinn verði eða verði ekki. Líklegt er að þeir séu þegar farnir að viða að sér þekkingu frá Pakistan og það setur svo aftur þrýsting á Írani heima fyrir. 

Bæði þessi samningsferli eiga það sammerkt að enginn botn virðist nást í málin. Það eitt og sér veldur óvissu í báðar áttir. Óvissan ein og sér veldur skaða og mun án efa verða dýrkeypt. Í öðru málinu varðandi framtíð og þróun Evrópu og í hinu málinu liggur hætta á enn skæðari átökum súnnía og síta. 


Kína er þungamiðjan

Hagvöxtur í Kína hefur verið drifin áfram af talsverðri skuldsetningu frá 2008. Fyrst opinberar framkvæmdir, þá húsnæði og loks nú síðast hafa menn fjárfest í pappírum (hlutabréfum).

Verð á félögum hefur farið með himinskautum og var meðalvirði tæknifyrirtækja komið í 220X árshagnað í vor. Tilraunir stjórnvalda til að hægja á bólunni komu of seint og nú eru tilraunir stjórnvalda til að mýkja hrunið að ganga illa. Ein aðgerðin felst í því að stöðva viðskipti með hlutabréf og eru ótrúlegar fjárhæðir nú frosnar á markaðnum. 

Hrun á verðbólunni kann að smita út frá sér. Nú þegar hefur söluþrýstingur á aðrar eignir valdið lækkun á hrávörum og fasteignum. Ef þetta heldur áfram getur Kína farið í Japanska átt til verðhjöðnunar. Það myndi breyta miklu fyrir heiminn í heild. 

Á Grikklandi búa 11 milljónir en í Kína 1.357. - Íbúar Grikklands eru innan við prósent af Kínverjum. Auk þess er Grikkland með um 2% af þjóðarframleiðslu Kína.

Í stóra samhenginu skiptir fátt annað máli nema Kína. 
Gildir þá einu hvort um sé að ræða verð á olíu, málmum, orku, lúxusvarningi, eða lánsvöxtum á heimsvísu. 

Nú er helst að menn treysti á að kommúnistaflokkur Kína bjargi kapítalismanum í Kína enda á hann tilvist sína undir að vöxturinn stöðvist ekki. 
Meðölin þurfa þó að vera sterk sýnist mér.


mbl.is Þriðjungur landsframleiðslu horfinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigur fyrir Ísland

Stöðugleikaskatturinn er sá hvati sem þurfti til að ná niðurstöðu. Um of langa hríð hafa kröfuhafar horft upp á góða ávöxtun af því að fara hvergi. Háir vextir hafa aukið hættuna en nú er svo komið að búið er að höggva á hnútinn og gefa skýr tímamörk. Fyrir þetta á ríkisstjórnin mikið hrós skilið. 

Síðasta vetur skrifaði ég grein um þessi mál undir heitinu; "Útgönguleiðin".

Þar sagði m.a; 

"Ríkið þarf að vera tilbúið í langa störukeppni þar sem það fær tekjur af útgöngu en enn meiri af kyrrstöðu. Þannig myndast sterkur hvati til útgöngu."

Þarna er vísað til skattekna af kyrrstöðu; "Kyrrstöðuskatt" sem myndi fá kröfuhafa til að hreyfa sig. 
Nú hefur ríkisstjórnin ákveðið að verði ekki komin lausn fyrir áramót leggist 39% "Stöðugleikaskattur" á eignir búana. 

Þó ýmsir hafi haft hugmyndir um hvernig best væri að haga afnámi hafta er alltaf stór munur á að gera eða gera ekki. Ríkisstjórnin hafði kjark til að fara í þetta svo sómi er af. 

Ég er viss um að þessi útfærsla og ekki síst sú tilhögun að nýta það fjármagn sem til ríkisins rennur í niðurgreiðslu skulda mun gagnast íslenskri þjóð um áratugaskeið. 

Þetta er góður dagur. 

 

---

Hér er svo greinin um kyrrstöðuskattinn: 

Útgönguleiðin


mbl.is „Dagurinn markar mikil tímamót“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupmáttarleiðin

Kjaramál eru í brennidepli þessa dagana og hafa myndarlegar launahækkanir til ákveðinna hópa orðið öðrum freistandi fordæmi um prósentuhækkanir. Á sama tíma og krafist er mikillar hækkunar lágmarkslauna telja aðrir hópar að launabilið sé of lítið og vilja hækkun til sín á þeim grundvelli. Ekkert samræmi er því í kröfugerðinni og nær útilokað að ná sátt eins og staðan er. Þessi keðjuverkun var vel þekkt á árum áður og leiddi undantekningalítið til verðbólgu og mikillar hækkunar á húsnæðislánum heimilana.

 

Um hvað snýst kjarabarátta?

Kjarabarátta snýst um bætt kjör launafólks. Ekkert annað. Kjarabarátta á ekki að snúast um stefnu ríkisstjórnar og Alþingis. Um það snúast Alþingiskosningar. Innihaldslausar hækkanir skila engu nema verðhækkunum. Hækkun í prósentum eða krónum sem hverfa í verðbólgu fylgja ekki bætt launakjör heldur lakara skuldakjör í landi þar sem húsnæðislán eru verðtryggð. Grundvöllur bættra launakjara og meiri kaupmáttar verður að vera til annars gagnast hækkunin jafn vel og innistæðulaus tékki.  

 

Á réttri leið - en margt má bæta

Í ágætri greiningu McKinsey á atvinnuvegum Íslands kemur fram að á mörgum sviðum erum við með lakari framleiðni en nágrannalöndin. Þar á meðal í rekstri ríkisins. Engu að síður er það svo að útborguð laun á Íslandi eru í dag almennt hærri en t.d. í Danmörku og Finnlandi samkvæmt tölum frá Hagstofu ESB. Með öðrum orðum; laun fá til sín stærri skerf verðmætasköpunar hér en í sumum nágrannalöndunum. Samkvæmt tölum íslensku Hagstofunnar hafa laun hækkað umfram verðlag og eru nú 41% hærri en 2009. Á sama tíma hefur verðbólgan hækkað um 28% eins og sjá má á skýringarmyndinni hér á síðunni. Á síðustu tveimur árum hafa laun hækkað hratt umfram verðlag og hefur kaupmáttur vaxið hraðar undanfarið en dæmi eru um í Evópu. Skuldir heimilanna hafa lækkað verulega og stefna Íslensk heimili í að vera með þeim minnst skuldsettustu af þeim löndum sem við miðum okkur við. Við viljum öll gera betur og hafa það betra en það er ljóst af mælaborði hagkerfisins að við erum á réttri og jákvæðri leið til betri kjara. Einmitt þá þegar stöðugleiki hefur náðst á verðbólgusviðinu og kaupmáttur er að vaxa eðlilega er farið í verkföll og óraunhæfar kröfur. Af hverju er það svo? Er ekki rétt að staldra við og reyna að byggja upp sameiginleg markmið um bætt afköst þjóðarbússins? Af nógu er að taka þar. Með bættri framleiðni getum við aukið kaupmátt og minnkað vinnutíma án þess að verðbólgufjandinn verði aftur laus. Í stað launahækkana væri hægt að lækka skatta á launafólk og fyrirtæki þegar aðilar vinnumarkaðarins hafa náð skynsamlegri niðurstöðu. Á Íslandi eigum við að geta borgað betri laun með því að bæta verðmætasköpun í landinu. Það er sjálfbær leið. Og reyndar eina leiðin til bættra lífskjara og betri kaupmáttar. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Reykvíkingar of frekir?

Borgarstjórinn í Reykjavík er með skýringar á óánægju íbúana, en samkvæmt samræmdri þjónustukönnun Gallup eru íbúar Reykjavíkur óánægðastir allra með þjónustu við aldraða, fatlaða, barnafjölskyldur, grunnskóla og leikskóla. Dagur fullyrðir að Reykvíkingar séu "kröfuharðari en aðrir":

http://www.ruv.is/frett/reykvikingar-krofuhardir-segir-dagur

Íbúar nágrannasveitarfélaga eins og Garðabæjar og Seltjarnaness eru þá sennilega með minni kröfur. 

Nú er það svo að þessi málaflokkar eru frekar stórir hjá borginni.
Þeir taka til sín mikils meirihluta útgjalda borgarinnar.
Þeir ná til flestra íbúa borgarinnar. 

En svo er það rökfærslan: 

Óánægja getur varla talist vera sama og kröfuharka.
Ef svo væri þá væru þau svæði í heiminum þar sem óánægja væri mest þau allra kröfuhörðustu svæði í heimi. 

Varla er það svo?


$49 fyrir olíutunnu, $1,19 fyrir 1 EUR og ríkisskuldabréf í 1,9%

"Some say the world will end in fire,
Some say in ice." Svo orti Robert Frost. 

Margir héldu að peningaprentun seðlabanka heimsins myndi valda verðbólgu. Minnkandi vöxtur í Kína og skuldavandinn víða um lönd hafa reynst sterkari örlagavaldar. 

Þrír mælikvarðar sýna hvert vindurinn blæs: 

Stærsta hrávara heimsins er komin í $49 WTI úr $100. 
Evran er komin í 1,19 dollara vegna samdráttar á evrusvæðinu. 
og 10 ára bandarísk ríkisskuldabréf gefa innan við 2% óverðtryggða vexti. 

Allt eru þetta vísbendingar um verðhjöðnun. 


Rússíbanareið olíunnar - Gjaldeyrishöft í Rússlandi?

Olían heldur áfram að lækka og þessi stærsta hrávara veraldar hefur áhrif á fjöldamargt; afkomu fyrirtækja og heimila, gjaldmiðlamál og heimspólítík. 

Olían hefur lækkað hratt og er ekkert sem bendir til þess að verðið sé á leiðinni upp. 

Norska krónan hefur gefið eftir og útlit er fyrir gjaldþrot í Venezúela - svo ólík dæmi séu tekin um áhrif lækkunarinnar. 

Stærstu fréttirnar eru þó hrun rússnesku rúblunnar sem hefur verið mikið á síðustu vikum en í gær má segja að síðasta varnarlínan hafi brostið en þá hækkaði seðlabankinn vexti úr 10% í 17%. Rúblan styrktist við aðgerðina í gær en hrundi svo í 80 rúblur á USD í dag sem sem er 58% lækkun á árinu. Líklegt er að gjaldeyrishöft verði sett á til að stöðva fjármagnsflóttann. 

Samdráttur í Rússneska hagkerfinu var í spilinum áður en olían tók kollsteypuna. Nú bætist við gjaldeyriskreppa og mikil verðbólga. Pútín hefur notið mikilla vinsælda meðal annars vegna innlimunar Krímskaga. Nú blasir við mikill vandi heima í héraði og enginn góð lausn í sjónmáli.

Stóra spurningin er; hvernig bregst Rússland við þessari gjörbreyttu stöðu?


Síðasta embættisverkið - 17. júní 2014 - Hátíðarræða á Selfossi

Góðir Þjóðhátíðargestir!

Lýðveldið okkar  er 70 ára í dag

Það er ekki hár aldur.
Ekki einu sinni mannsaldur eins og lífslíkur eru á Íslandi í dag.

Selfosshreppur var ekki til árið 1944.
Selfosskaupstaður varð til 1978
Og Árborg er bara 16 ára.


Og Ísland er ungt í fleiri atriðum en varða Lýðveldið og sveitarfélög.
Ísland er eitt yngsta land heimsins í jarðsögunni enda er engin risaeðlubein að finna hér.

Áður vorum við hluti af Danmörku eins og Færeyjar og Grænland
En svo fyrir 70 árum ákváðu Íslendingar að best væri að Ísland væri sjálfstætt ríki.

Og hvernig hefur það gengið?
Saga Lýðveldisins hefur verið saga velgengi
Sumt hefur verið erfitt en í stóru myndinni hefur okkur gengið betur en flestum þjóðum í heimi

Hér er atvinnu að hafa. Hér fá allir menntun. Hér geta allir fengið læknisþjónustu. Hér er frelsi til athafna og frelsi í viðskiptum við umheiminn.

Ekkert af þessu er sjálfsagt og meirihluti mannkyns á engan möguleika á að upplifa þessi lífsgæði.

Íslenskar bækur er heimsþekktar bæði Íslendingasögurnar sem nýjar skáldsögur.
Íslensk tónlist er alls staðar að vinna sigra bæði í popptónlist og klassík.
Hollywood er komið til Íslands og Íslendingar til Hollywood. Eitt skemmtilegasta dæmið er Hross í Oss eftir Benedikt Erlingsson: Íslenski hesturinn í aðalhlutverki og fær allstaðar verðlaun

Íslenskir íþróttamenn vinna víða sigra og má nefna Viðar Örn Kjartansson Selfyssings sem dæmi um þann góða grunn sem fleytir okkar fóki í fremstu röð.
Í gær vorum við vitni að því að ungur íslenskur knattspyrnumaður keppti fyrir hönd Bandaríkjanna til sigurs í leik á HM í Brasilíu.

Því miður er það allt of oft svo að við erum okkur sjálfum verst. Tölum okkur niður. Tölum illa hvert um annað. Tölum úr okkur kjarkinn. Á þeim stundum erum við að vinna okkur sjálfum ógagn.

Horfum á það sem við gerum vel og berum höfuðið hátt.

Munum eftir því sem vel er gert

Þeir sem stóðu að stofnun lýðveldisins vildu að við næðum árangri.
Þegar við náum árangri er farsælast að halda áfram á sömu braut

Þeir sem gefa kost á sér til starfa fyrir íbúana þurfa alltaf að muna það að þeir eru kosnir fyrir fólkið og eiga alltaf að starfa fyrir fólkið.
Lýðræðið hefur þann góða kost að enginn á neina stóla og völd.
Í fjögur ár fá kjörnir fulltrúar umboð frá íbúunum til að gera sitt besta.

Þjóð og bæ og landi til heilla.

Gleðilega þjóðhátið!


Seðlabankinn

Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í löngu viðtali nú á Sprengisandi. Óhætt er að segja að mörgu er enn ósvarað um hvernig var staðið að ákvörðun um að greiða málskostnað hans, enda sagði Már að það væri ekki hans mál. Vonandi munu koma fram svör sem skýra þessa atburðarrás, því ógaman er fyrir málsaðila að hafa þetta í lausu lofti.

Það sem ég hjó þó eftir í þessu viðtali er að seðlabankastjórinn taldi sig eiga rétt á ákveðnum launakjörum eftir að hafa fengið tölur frá forsætisráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur. Breyting varð á kjörunum sem ákvörðuð eru af kjararáði og fór seðlabankastjóri þá í mál að fá þau leiðrétt. Héraðsdómur og Hæstiréttur töldu hann ekki eiga rétt á þessari leiðréttingu.

Seðlabankastjóri er ekki sá eini sem taldi sig hafa ákveðin réttindi sem sum voru bundin í samninga við síðustu ríkisstjórn. Má hér nefna samkomulag um að orkuskattur væri tímabundinn (hann er enn). Þá var margt sem ekki stóðst í samningi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar "Stöðugleikasáttmálinn"; http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Stodugleikasattmalinn.pdf en í honum er sérstaklega talað um að ná vaxtastigi niður og stóriðjuframkvæmdum verði greidd leið og að "engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009". Svo var það "Skjaldborgin um heimilin. - Fleira má telja.

Annað atriði sem mér fannst athyglisvert var að seðlabankastjórinn sagði að ekki væri hægt að bera saman íslenskt hagkerfi við evrusvæðið, enda glímdi það við allt annan vanda. Margir telja að upptaka evru (sem er aðeins möguleg með inngöngu í ESB) leysi okkar vanda, en hér kom skýrt fram að vandinn á evrusvæðinu er samdráttarvandi með verðhjöðnun, en vandinn á Íslandi hefur verið verðbólguvandi og hér er hagvöxtur talsverður. Vaxtastefna evrulanda hlýtur því að vera allt önnur en vaxtastefna á Íslandi miðað við þessi orð seðlabankastjóra. Þetta hljóta að vera fréttir fyrir suma. 

Loks er rétt að rifja upp atriði varðandi sjálfstæði Seðlabankans. Már taldi það skyldu sína að verja launakjör sín til að verja sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Vísaði hann til erlendra dæma um að stjórmálamenn hefðu lækkað kjör seðlabankastjóra sem voru með vaxtastig sem ekki var þeim þóknanlegt. Í þessu ljósi er ekki úr vegi að rifja upp aðförina að Seðlabankanum þegar þremur seðlabankastjórum var kastað út úr bankanum með umdeildum lögum:

http://www.althingi.is/altext/stjt/2009.005.html

Fá dæmi eru um slíka atlögu að sjálfstæði seðlabanka á síðari tímum.  



Enginn vill í dansinn - nær að horfa á það sem við getum gert

Mikil umræða er um hvort halda eigi áfram að ganga smám saman inn í ESB þrátt fyrir að öllum sé ljóst að enginn málsaðili vill klára málið með inngöngu. Ekki ríkisstjórnin, ekki Alþingi, ekki þjóðin og ESB vill ekki halda áfram án þess að vilji Íslands sé fyrir inngöngu. Málið er því í besta falli villuljós sem beinir athyglinni frá því sem þarf að gera og því sem unnt er að gera. 

Fjöldamörg mál bíða úrlausnar ríkisstjórnar og Alþingis:

Skuldamál heimilanna eru í farvegi en þau þarf að klára.

Atvinnulífið þarf að efla með því að hvetja til fjárfestinga.

Álögur þarf að lækka.

Kostnað í rekstri hins opinbera þarf að lækka.

 

Allt eru þetta stórmál sem eru á dagskrá ríkisstjórnarinnar. Þetta eru raunveruleg mál sem hægt er að klára. Er ekki nær að við stöndum saman að því að bæta framleiðni, minnka skuldasöfnun, stuðla að arðbærum fjárfestingum og skilvirkni í opinberum rekstri frekar en að karpa um mál sem var andvana fætt? 


mbl.is Evrópusambandið vildi skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband