"Stjórnsýslan brást" - hvaða eftirlitsstofnun á að fylgjast með stjórnsýslunni?

"Stjórnsýslan brást". - Þessi orð hafa verið notuð af mörgum yfir niðurstöðu rannsóknarnefndar Alþingis og er því vert að gefa þeim gaum. 

Mér sýnist af lestri skýrslunnar að bankarnir og eigendur þeirra hafi gjörsamlega brugðist og þakka Guði fyrir að ekki var reynt að "bjarga bönkunum" eins og margir þingmenn vildu fyrstu vikuna í október 2008. 

En ef við gefum okkur það að stjórnsýslan hafi brugðist; hver átti þá að vera með eftirlit með stjórnsýslunni?

Svarið kann að vera að finna í lögum um umboðsmann Alþingis en lítið er fjallað um þá stofnun í skýrslunni. Umboðsmaður hefur það hlutverk samkvæmt 2. grein að hafa eftirlit með stjórnsýslunni og hefur mjög víðfemar rannsóknarheimildir:

 Tóku gildi 6. júní 1997.


Breytt með l. 88/2008 (tóku gildi 1. jan. 2009 nema brbákv. VII sem tók gildi 21. júní 2008) og l. 142/2008 (tóku gildi 18. des. 2008).

1. gr. Kosning umboðsmanns Alþingis. Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára. Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardómara og má ekki vera alþingismaður. Ef umboðsmaður andast eða verður af öðrum sökum ófær um að gegna starfi sínu framvegis skal Alþingi kjósa umboðsmann að nýju. Sama hátt skal hafa á ef umboðsmaður fær að eigin ósk lausn frá embætti sínu eða tveir þriðju hlutar þingmanna samþykkja að víkja honum úr embætti. Við tímabundin forföll umboðsmanns setur forseti Alþingis staðgengil til að gegna embættinu meðan forföll vara.

2. gr. Hlutverk umboðsmanns Alþingis o.fl. Hlutverk umboðsmanns er að hafa í umboði Alþingis eftirlit með stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á þann hátt sem nánar greinir í lögum þessum og tryggja rétt borgaranna gagnvart stjórnvöldum landsins. Skal hann gæta þess að jafnræði sé í heiðri haft í stjórnsýslunni og að hún fari að öðru leyti fram í samræmi við lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Umboðsmaður er í störfum sínum óháður fyrirmælum frá öðrum, þar með töldu Alþingi.

3. gr. Starfssvið umboðsmanns Alþingis. Starfssvið umboðsmanns Alþingis tekur til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga. Starfssvið umboðsmanns tekur einnig til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur að lögum verið fengið opinbert vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna í skilningi 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga. Starfssvið umboðsmanns tekur ekki til: a. starfa Alþingis og stofnana þess, sbr. þó 11. gr., b. starfa dómstóla, c. ákvarðana og annarra athafna stjórnvalda, þegar samkvæmt beinum lagafyrirmælum er ætlast til að menn leiti leiðréttingar með málskoti til dómstóla. Þetta gildir þó ekki um mál skv. 5. gr.

4. gr. Kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður getur tekið mál til meðferðar eftir kvörtun. Hver sá sem telur sig hafa verið beittan rangsleitni af hálfu einhvers þess aðila, sem fellur undir ákvæði 1. eða 2. mgr. 3. gr., getur kvartað af því tilefni til umboðsmanns. Sá sem er sviptur frelsi sínu á rétt til að bera fram kvörtun við umboðsmann í lokuðu bréfi.

5. gr. Frumkvæðismál. Umboðsmaður getur að eigin frumkvæði ákveðið að taka mál til meðferðar. Hann getur jafnframt tekið starfsemi og málsmeðferð stjórnvalds til almennrar athugunar.

6. gr. Skilyrði þess að kvörtun verði tekin til meðferðar. Kvörtun til umboðsmanns skal vera skrifleg og skal þar greint nafn og heimilisfang þess er kvartar. Í kvörtun skal lýst þeirri úrlausn eða annarri háttsemi stjórnvalda sem er tilefni kvörtunar. Öll tiltæk sönnunargögn um málsatvik skulu fylgja kvörtun. Kvörtun skal bera fram innan árs frá því er stjórnsýslugerningur sá, er um ræðir, var til lykta leiddur. Ef skjóta má máli til æðra stjórnvalds er ekki unnt að kvarta til umboðsmanns fyrr en æðra stjórnvald hefur fellt úrskurð sinn í málinu. Ársfresturinn skv. 2. mgr. hefst þá frá þeim tíma.

7. gr. Rannsókn máls. Umboðsmaður Alþingis getur krafið stjórnvöld um þær upplýsingar og skriflegar skýringar sem hann þarfnast vegna starfs síns, þar á meðal getur hann krafist afhendingar á skýrslum, skjölum, bókunum og öllum öðrum gögnum sem mál snerta. Umboðsmaður getur kvatt starfsmenn stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga á sinn fund til viðræðna um málefni sem eru á starfssviði umboðsmanns, svo og til þess að veita munnlega upplýsingar og skýringar er varða einstök mál. Umboðsmaður á frjálsan aðgang að öllum starfsstöðvum stjórnvalda til athugana í þágu starfs síns og skulu starfsmenn láta honum í té alla nauðsynlega aðstoð af því tilefni. Umboðsmaður getur ekki krafist upplýsinga er varða öryggi ríkisins eða utanríkismál sem leynt skulu fara nema með leyfi ráðherra þess sem í hlut á. Umboðsmaður getur óskað þess að héraðsdómari kveðji mann fyrir dóm til að bera vitni um atvik sem máli skipta að dómi umboðsmanns. Við þá skýrslugjöf skal fara eftir ákvæðum laga um meðferð [sakamála],1) eftir því sem við á. Ákveða má að skýrsla sé gefin fyrir luktum dyrum.


5 mest seldu bækurnar eru allar glæpasögur - sú mest selda er þó ekki skáldsaga...


Skýrsla um bankahrunið

1. Skýrsla um bankahrunið

Rannsóknarnefnd Alþingis

Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis um Bankahrunið 2008. Skýrslan er uppseld sem stendur en von er á endurprentun í næstu viku.


Hafmeyjan - kilja

2. Hafmeyjan - kilja

Camilla Läckberg

Í Fjällbacka hefur karlmaður horfið sporlaust og ekkert til hans spurst. Þótt Patrik Hedström og félagar á lögreglustöðinni í Tanumshede geri allt sem í þeirra valdi stendur til að finna manninn, veit enginn hvort hann er lífs eða liðinn. Málið flækist enn þegar kunningja hins týnda, rithöfundinum Christian Thydell, taka að berast nafnlaus hótunarbréf...


Hvarfið - kilja

3. Hvarfið - kilja

Johan Theorin

Í byrjun áttunda áratugarins hverfur lítill drengur sporlaust á norðanverðu Ölandi. Fjölskylda hans, lögreglan og fjöldi sjálfboðaliða leita hans dögum saman. Tuttugu árum síðar fær Júlía, móðir drengsins, óvænt símtal frá öldruðum föður sínum, Gerlof Davidsson...


Land draumanna - kilja

4. Land draumanna - kilja

Vidar Sundstöl

Lögreglumaðurinn Lance Hansen í Minnesota finnur illa útleikið lík við Lake Superior. Hann hefur aldrei kynnst neinu í líkingu við þetta. Ungur norskur ferðamaður hefur verið myrtur á hroðalegan hátt og skilinn eftir í blóði sínu. Lance finnur vísbendingar um að annað morð hafi verið framið á þessum sama stað röskum hundrað árum fyrr, á tímum vesturferðanna þegar forfeður hans flykktust til Minnesota ásamt fjölda annarra Norðurlandabúa í leit að landi drauma sinna...


Nemesis - kilja

5. Nemesis - kilja

Jo Nesbö

Á upptöku úr eftirlitsmyndavél sést hvar maður gengur inn í banka og beinir byssu að höfði eins gjaldkerans. Skipar konunni að telja upp að tuttugu og fimm. Þegar hann hefur ekki fengið peningana afhenta innan þess tíma er hún hiklaust tekin af lífi. Rannsóknarlögreglumanninum Harry Hole er falið að rannsaka málið...


Hlutverk Alþingis

"Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn." segir í 1. grein stjórnarskrá Ísland. Eitt af því sem menn hafa gagnrýnt undanfarið er skortur á aðhaldi af hálfu Alþingis. Ráðherra hafa farið með mikið vald þrátt fyrir að stjórnin eigi að vera "bundin" af þinginu.

Þingið á að hafa meiri heimildir til að veita ráðherrum aðhald en nú er og aðskilnaður framkvæmdavalds og löggjafarvalds er of óljós og lítill.

Fátt bendir til þess að verið sé að efla þingið í þessa veru. 

---

Mikið hefur verið talað um eignarhald bankanna og fjölmiðlanna. Eitt af því sem væri þarft verkefni fyrir Alþingi núna væri að setja lög um takmörkun eignarhalds á bæði fjármálastofnunum og fjölmiðlum.

Af hverju er það ekki gert nú eftir alla reynsluna, allan kostnaðinn og alla umræðuna?


Virðingarvert

Mér finnst Björgvin taka hér bæði rétta og virðingarverða ákvörðun. Kvartað hefur verið undan því að menn hafi ekki gengist við ábyrgð eða axlað ábyrgð. Hér víkur Björgvin af þingi þar sem mál hans er til umfjöllunar af þingmönnum.
Það ber að virða.

Nú hefur Illugi Gunnarsson ákveðið að taka sér launalaust frí á meðan mál peningamarkaðssjóðanna eru til skoðunnar. Þetta er góð ákvörðun.

Á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir látið af embætti varaformanns og tekið sér leyfi frá þingstörfum. Þetta er líka rétt og virðingarverð ákvörðun.


mbl.is Björgvin víkur af þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spilaborg

Náði mér í eintak hjá Bjarna bóksala og er búinn að lesa hana talsvert. Mér sýnist nefndin hafa skilað góðu og mjög ítarlegu starfi enda skýrslan er efnismeiri en margir áttu von á.

Nú er spurning um næstu skref og fær næsta þingnefnd ærin starfa. Ekki má útiloka að Landsdómur komi saman. Þá er greinilegt að eigendur bankanna misnotuðu aðstöðu sína með slíkum hætti að það hlýtur að fara í sögubækurnar og mörgu verður vísað til sérstaks saksóknara. Bankahrunið íslenska er þegar búið að skipa sér sess ásamt South Sea Bubble, Túlípanaæðinu og Enron. Þegar á móti blés voru þeir álíka traustir og spilaborg.

Á sama tíma og við tökumst á við stórkostlegt hrun bankakerfisins er rétt að við vörumst að hér verði haftaríki um ókomna tíð. Gjaldeyrishöft, háir skattar og eftirlit með öllu mögulegu er ekki lausnin. Lesum skýrsluna og metum mistökin án þess að gera önnur og ólík - en engu verri mistök - í núinu. Lærum af reynslunni án þess að snúa því góða við.


Klukkan tifar

Sú lenska að taka erlend lán var útbreiddari hér en víðast annars staðar. Þótt slík húsnæðislán hafi verið nógu erfið er auðveldara að lengja í slíkum lánum enda húsnæði afskrifað á löngum tíma og lóðir halda sér enn lengur eðli máls samkvæmt. Þessu er ekki til að dreifa varðandi bílana. Þeir endast einfaldlega ekki svo unnt sé að lengja í bílalánunum nema að mjög óverulegu leyti. Þess vegna er svo erfitt að leysa greiðsluvanda vegna bílalána án þess að afskrifa.

Mikið er talað um að koma "hjólum atvinnulífsins" af stað. En ef heimilin eru mörg illa stödd er hætta á að "hjólin" stöðvist á ný. Af þessum sökum einum á að skoða almennar afskriftir og þótt fyrr hefði verið. Réttlætissjónarmiðin eru svo annar kapítuli út af fyrir sig.


mbl.is Lög sett um bílalán náist ekki samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmleikur Pólverja

Pólland var lengi verið bitbein nágranna sinna í vestri og austri. Það er því með ólíkindum þegar helstu ráðamenn Póllands farast í Rússlandi á leið sinni til að minnast fórnarlamba Katyn-skógar fjöldamorðanna.

Pólverjar hafa sýnt Íslandi mikinn hlýhug sem ber að þakka og virða. Í dag er hugur okkar hjá Pólverjum.


mbl.is Flugmenn hunsuðu fyrirmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS sem Intrum

Ísland er stofnaðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS/IMF) eins og fjölmörg önnur ríki. Sjóðurinn er eins konar viðlagasjóður fullvalda ríkja og er kallað til hans þegar efnahagslegar hamfarir eiga sér stað.

Hjálparstofnanir, björgunarsveitir og viðlagasjóðir eiga aldrei að vera misnotaðir í þágu þeirra sem eiga að aðild að viðkomandi stofnun.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um annað kemur það ítrekað upp að Íslandi er hafnað án skýringa eða rökstuðnings og afgreiðslu er frestað.

Það er ólíðandi að björgunaraðgerðum sé markvisst slegið á frest til að knýja Ísland til að gangast undir afarkosti. AGS skuldar skýringar.


mbl.is Íslandslán ekki á dagskrá AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggjöld eru þegar lögð á bensínið

Hugmyndir um vegtolla hafa verið rökstuddar með því að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana. Án vegtolla sé ríkið að greiða fyrir vegaframkvæmdir án sérstakra tekna.  Þessi rökstuðningur stenst þó ekki skoðun þegar haft er í huga að ríkið innheimtir nú þegar bensín- og olíuskatt af öllu því eldsneyti sem notað er á almennar bifreiðar. Reyndar má segja að út frá umhverfissjónarmiðum sé bensínskatturinn heppilegur þar sem þeir sem mest nota af eldsneyti borga eðli málsins samkvæmt meira en hinir. Vegtollur gerir þetta síður. 

Framkomnar hugmyndir um vegtolla virðast mér vera nýr aukaskattur sem eigi að bætast við fyrri skatta sem eru lagðir á bifreiðanotkun. Nær væri að eyrnarmerkja ákveðinn hluta eldsneytisskattsins til nýframkvæmda. Á Íslandi hefur sá skattur verið í gildi lengi og því varasamt að setja nýjan til viðbótar. Ef menn vilja tryggja að notkun sé rétt mæld er sjálfsagt mál að setja upp mælingar og skuggagjöld. Slíkar mælingar geta þá verið grunnur að verkefnafjármögnun vegna einstakra vegabóta.

Sveitarstjórnarmenn eiga að fara varlega í að gleypa nýjar hugmyndir um nýja skatta á samgöngur. Sú leið að leggja þá vegtolla sem víðast og "jafna" þannig aðstöðumuninn er ekki góð jafnaðarmennska. 


Páskadagur

Upprisan gerir Páskadag einhvern mesta hátíðisdag í kirkjuhaldinu. Í morgun var fjölmennt í messu og létt yfir fólki. Kreppan margumrædda hefur minnt marga á það sem mikilvægast er í lífinu eins og Sr. Óskar kom ágætlega inn á í predikun sinni.

Páskarnir brjóta upp skammdegið með ljósi. 

Mæli með Páskunum.

 


Þörf er lesningin

Passíusálmarnir eru holl lesning í einrúmi eða í kirkju. Orð Hallgríms eiga jafnvel við og áður. Nútíminn hefur dekrað margan manninn og þakklætið gleymist mörgum. Þrátt fyrir bankahrun hafa Íslendingar það ótrúlega gott í dag og fyrir það ber að þakka.

Hér eru fyrstu erindin sem brýna lesanda sálmanna: 

1. Upp, upp, mín sál og allt mitt geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til.
Herrans pínu ég minnast vil.

2. Sankti Páll skipar skyldu þá,
skulum vér allir jörðu á
kunngjöra þá kvöl og dapran deyð,
sem drottinn fyrir oss auma leið.

3. Ljúfan Jesúm til lausnar mér
langaði víst að deyja hér.
Mig skyldi og lysta að minnast þess
mínum drottni til þakklætis.

4. Innra mig loksins angrið sker,
æ, hvað er lítil rækt í mér.
Jesús er kvalinn í minn stað.
Of sjaldan hef ég minnst á það.

5. Sál mín, skoðum þá sætu fórn,
sem hefur oss við guð, drottin vorn,
fordæmda aftur forlíkað.
Fögnuður er að hugsa um það.

6. Hvað stillir betur hjartans böl
en heilög drottins pína og kvöl?
Hvað heftir framar hneyksli og synd
en herrans Jesú blóðug mynd?


mbl.is Passíusálmar lesnir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er Ísland!

Það er engu líkt að fylgjast með eldgosinu í ljósaskiptunum. Við vorum nokkur saman með Gunnari Egilssyni pólfara í gærkvöldi og fórum víða um gosstöðvarnar. Þetta gos er ægifagurt og tilfinningin er mikil að vera á staðnum. Ótrúlega margir voru á Fimmvörðuhálsi fram yfir miðnætti og komu á vélsleðum og jeppum í hundraða ef ekki þúsunda tali. Gosstöðvarnar eru sífellt að breytast og nú í dag er komin fram ný sprunga. Ég mæli með því við alla sem geta að láta þetta sjónarspil ekki fram hjá sér fara. Sumir grilluðu sér SS pylsur en þær voru örfáar sekúndur að verða heitar í gegn. Gufustrókarnir voru þéttir svo ekki sást handaskil þegar þeir fóru yfir fólk. Margs er að gæta og mildi að enginn hafi meiðst. Fólk er greinilega mjög áhugasamt að fá að sjá náttúruna í sinni hráustu mynd. Eldgos er engu að síður hættulegt og því þarf að gæta vel að sér.

Frelsið er mikið að vera á jökli og horfa á eldgos. Það er lífið. Þetta er Ísland!

Skjaldborg um nótt

 

 

 

Skjaldborg í ljósaskiptum

 

 

 

 


Stærra Litla-Hraun

Dómsmálaráðherra hefur upplýst að yfir 300 manns bíði nú eftir vistun og ljóst er að auking verður á þeim biðlista á næstu misserum. Þá verða fangelsismál ræddi í næstu viku í ríkisstjórn enda ljóst að við þetta ástand verður ekki búið.

Af öllum þeim kostum sem mögulegir eru hlýtur stækkun á Litla-Hrauni að vera ákjósanlegastur. Fangelsið hefur góða stækkunarmöguleika og er stutt frá Reykjavík. Þá er þekking og reynsla til staðar auk þess sem hagkvæmara hlýtur að vera að samnýta ákveðna þætti í rekstrinum. 

Sem bæjarfulltrúi vil ég sjá viðræður milli ríkis og sveitarfélagsins Árborgar um hvernig best er að standa að því að stækka Litla Hraun. Sveitarfélagið getur komið að þessu verki sem landeigandi enda á það að beita sér af krafti til að láta þetta mál verða að veruleika. Umræða um þetta mál á sér langa sögu en nú er ljóst að ákvörðun verður að taka á næstunni. 


Löng er legan

VG er á móti ESB en Samfylkingin vill ekkert annað sjá. VG vill tefja iðnaðaruppbyggingu en Samfylkingin slær úr og í. VG var á móti AGS og greiðslu Icesave framan af en sneri svo við blaðinu. Svona má lengi telja og öllum hefur verið ljóst nema forsætisráðherra að því er virðist.

Það sem kemur mér hins vegar á óvart er það verklag að skammast út í samstarfsflokkinn á sama tíma og stjórnarsamstarfið gengur erfiðlega. - Slík verkstjórn er ekki líkleg til árangurs. 

En þetta með stjórnarandstöðuna og að hún sé ekki nógu leiðitöm þá er rétt að minna á að næst stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn kom Jóhönnu í forsætisráðherrastólinn með því að verja bráðabirgða stjórnina með sérstöku samkomulagi. - Ekki er Jóhanna þakklát Framsókn þarna.

Þá hefur stjórnarandstaðan stuðlað að samstarfi um viðunandi samning vegna Icesave sem Jóhanna ætti að þakka fyrir. - Án þess værum við í enn verri málum öllsömul. 

Ekki virðist hvarfla að Jóhönnu að óvinsældir Samfylkingarinnar séu í tengslum við áherslur Samfylkingarinnar?

Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað... 


mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Könnun Fréttablaðsins

Í dag er birt könnun um fylgi flokka og stuðning við ríkisstjórn. Niðurstaðan er nokkuð önnur en verið hefur í síðustu könnunum þótt vísbendingar hafi verið í þessa átt. Nú mælist Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur með 40% og stuðningur við ríkisstjórnina mælist 39%.

Í frétt Fréttablaðisins segir að könnunin sé gerð með slembiúrtaki úr þjóðskrá en áður hafi blaðið notast við símaskránna. Vera má að þessi breyting hafi einhver áhrif en ég treysti þjóðskránni betur sem mengi en símaskránni þegar verið er að kanna hug kjósenda.

Hitt er svo morgunljóst að stuðningur við ríkisstjórnina hefur minnkað hratt og verður erfitt fyrir stjórnarflokkana að takast á við verkefnin með svona lítinn stuðning. Ekki síst þegar litið er til þess að verkefnin eru erfið og lítil samstaða er á milli stjórnarflokkanna um leiðir.


Góður hópur - verk að vinna

Það var til fyrirmyndar að þeir 12 frambjóðendur sem gáfu kost á sér voru saman með kosningaskrifstofu. Þáttakan í prófkjörinu var gríðargóð og gefur framboði sjálfstæðismanna mikinn byr í seglin. Mikill hljómgrunnur með málflutningi þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu mun án efa skila sér í kosningunum. Lætur nærri að fimmti hver kosningabærra mana hafi tekið þátt í að móta listann með því að kjósa í prófkjörinu og er 63% þáttaka mjög hátt hlutfall. Þetta veit á gott.


mbl.is Eyþór sigraði í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álögurnar sliga fólk og fyrirtæki

Margur verður í Excel ríkur gæti máltækið sagt í dag. Reynslan hefur sýnt okkur hvernig víkingar síðari tíma urðu moldríkir "í Excel" þar sem þeir framreiknuðu hagnað, fengu lánað eftir því og greiddu sér vænan hagnað.

Nú er í brennidepli stjórnmálamenn sem skera lítið sem ekkert niður en auka álögur ("tekjustofna") á fólk og fyrirtæki. Hærri álögur á sykur, bensín og áfengi skila miklum tekjuauka - í Excel. Nú bregður svo við að fólk minnkar við sig þær vörur sem hækka mikið og er samdráttur í öllum þessum flokkum. Þessi samdráttur var víst ekki hafður með í reikningum og því er hætta á að tekjustofnarnir verði ekki nýttir sem skyldi heldur ofnýttir og gætu þá skroppið saman eins og þorskstofninn við Nýfundnaland.

Í Árborg hafa álögur hækkað og má ætla að meðalfjölskylda borgi um 100 þúsund krónur meira nú en áður. Er hér horft til fasteignagjalda, leikskólagjalda og annara þátta. Á sama tíma hafa skattar hækkað hjá ríkinu hvort sem um er að ræða neysluskatta eða tekjuskatta. Útkoman getur ekki verið góð enda sligast fólk undan of þungum byrðum. Það eru takmörk fyrir því hvað unnt er að leggja á klárinn.

 

 


Heppin með hlýindin

Snjómokstur hefur verið afar lítill í vetur í Árborg enda veturinn mildur  - þótt miðað væri við Evrópu. Fyrir 10 dögum gerði talsverða ofankomu og vegna þess að snjómokstur fór hægt af stað lokuðust götur og bílar voru víða fastir eða innlyksa. Í viku voru vandamál víða og erfitt að komast um fyrir gangandi vegfarendur. Talsverð og eðlileg óánægja hefur verið með þetta ástand.

Nú var talsverð snjókoma um helgina og eitthvað var mokað. Það sem bjargaði þó deginum voru hlýindin því lítið festist á götum og snjórinn bráðnaði víða.

Við megum þakka fyrir hlýindin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband