19.5.2010 | 21:51
Úttekt Byggðastofnunar á fasteignagjöldum á Íslandi í maí 2010
Erfitt er að bera saman fasteignagjöld vegna mismunandi reglna en ekki síður þegar allt er dregið í efa sem kemur frá frambjóðendum. Lengi hefur því verið haldið fram af íbúum og bæjarfulltrúum minnihlutans í Árborg að fasteignagjöld séu há miðað við önnur svæði. Þetta höfum við talið staðfest þegar við höfum borið saman álagningarseðla.
Nú hefur Byggðastofnun gert merkilegan samanburð á fasteignagjöldum eins og þau eru í maí 2010. Þar kemur fram að Selfoss er hæst yfir landið þegar bornir eru saman helstu þéttbýlisstaðir. Þar sem stutt er í kosningar er best að vitna beint í Byggðastofnun:
"Notaðar eru álagningarreglur eins og þær eru í viðkomandi sveitarfélagi. Meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu gefur ekki hæstu fasteignagjöldin. Því valda álagningarreglur einstakara sveitarfélaga. Gjöldin eru hæst á Selfossi, 258 þúsund en lægst á Hólmavík 122 þúsund. Gjöldin á Hólmavík eru því innan við 50% af gjöldunum á Selfossi."
Nánar má lesa um þessa úttekt á www.byggdastofnun.is og svo er hér graf:
http://byggdastofnun.is/static/files/Fasteignamat/Fasteignamat_og_gjold_2010.pdf
18.5.2010 | 00:21
Valkvætt minni VG?
Í nokkuð ítarlegri upprifjun á einkavæðingu Hitaveitu Suðurnesja hefur þingflokkur VG gleymt aðkomu flokksins sjálfs þegar Árborg seldi allan sinn hlut til Geysir Green (GGE) 2007. Þá var tilboði OR hafnað. Mér finnst ómögulegt að VG gleymi þessu en forseti bæjarstjórnar og bæjarfulltrúi VG segir í frétt hér á mbl.is að "tilgangur sölu Árborgar á hlutnum í HS Orku hafi verið að leysa inn söluhagnað".
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/05/17/harmar_solu_til_utlendinga/
Þó hlutur sveitarfélagsins Árborgar hafi ekki verið stór er fróðlegt að skoða prinsipp-mál hjá prinsipp-fólki. Þess er skemmst að minnast að fulltrúi VG í bæjarráði Árborgar fagnaði sérstaklega úrskurði umhverfisráðherra um að hafna aðalskipulagi Flóahrepps. Þar hafði Landsvirkjun greitt kostnað sveitarfélagsins og var það gert að lykilatriði.
Nú bregður svo við að sami Jón Hjartarson samþykkir sem forseti bæjarstjórnar samning milli Árborgar, Flóahrepps og Landsvirkjunar um að Landsvirkjun greiði framkvæmdir við kaldavatnsöflun í Árborg fyrir Flóahrepp. Greiðslan er endurkræf ef ekki verður af virkjunum í neðri hluta Þjórsár.
Annað er því upp á teningnum þegar heim er komið peningnum.
Jón Gnarr talar um "sjálfbært gegnsæi". Það má kannski tala hér um "valkvætt minni"?
Óviðunandi að erlent fyrirtæki eignist HS Orku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.5.2010 | 21:16
Glæsilegur sigur
Það er allt hægt þegar menn standa saman og viljinn er fyrir hendi.
Gummi Ben sótti þrjú stig á KR-völlinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.5.2010 | 07:26
Vinna er velferðarmál
Samkvæmt þessu standa atvinnulausir hvað höllustum fæti. Þetta kemur ekki á óvart. Það hlýtur aðvera forgangsatriði að vinna bug á atvinnuleysinu með öllum ráðum. Fimmhundruð og tíu manns eru á atvinnuleysisskrá í Árborg sem meira en við höfum áður séð.
Við hljótum að standa saman um mikilvæg framfaramál og standa ekki vegi fyrir þeim að óþörfu. Sú velferðarstefna sem gleymir þessu er byggð á veikum grunni. Velferð fólk byggist mikið á því að það hafi vinnu. Velferðarkerfið sjálft er síðan rekið fyrir skattfé. Verðmætasköpun þarf að eiga sér stað svo skattfé fáist. Það ætti því að vera öllum ljóst að atvinnumál eru velferðarmál. Ekki síst ef menn vilja að rekstur ríkis og sveitarfélaga sé sjálfbær en fá hugtök eru eins vinsæl um þessar mundir. Of miklar álögur geta líka farið illa með störf sem standa tæpt í erfiðu árferði.
Þetta þarf að hafa í huga.
Þriðjungur atvinnulausra er 20-30 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2010 | 22:33
EY-ya-fyat-lah-YOH-kuht
Jökullinn í öllu sínu veldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.5.2010 | 12:49
Æviminningarnar væru betri kostur
Fer Brown til AGS? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.5.2010 | 11:38
Vinnum saman
Eitt mesta samfélagsmeinið sem við eigum við að etja er samstöðuleysið og það hvernig menn reyna að klekkja hver á öðrum á Íslandi.
Þetta er talsvert ólíkt því þegar við áttum okkar glæsilegustu og mikilvægustu stundir á síðustu öld. Sjálfstæðisbaráttan og þorskastríðin eru tvö dæmi en fleiri eru þau.
Stjórnmálin eru á lágu plani þar sem kjörnir fulltrúar sem eiga að þjóna fólkinu í landinu eyða miklu púðri í að vega hver að öðrum og níða jafnvel niður skóinn á öðrum stjórmálamönnum hvort sem þeir eru í öðrum flokki eða í þeirra eigin.
Ástandið verður því enn verra en það annars væri og var það þó nógu slæmt.
Á kjörtímabilinu höfum við fulltrúar D-listans í Árborg verið í minnihluta. Við höfum lagt fram aragrúa tillagna en nær allar hafa verið felldar eða endurfluttar nokkru síðar af "meirihlutanum". Ef við fáum brautargengi í kosningunum 29. maí munum við leggja af þennan ósið og kappkosta að vinna með öllum flokkum. "Meirihlutapólítík" er óeðlileg - sérstaklega í sveitarstjórn. Það er einmitt mikilvægt að fólk vinni saman óháð flokka- og hreppapólítík. Lærum af mistökunum og hruninu og vinnum saman.
12.5.2010 | 13:06
"Við viljum vinna!"
Slagorð ASÍ 1. maí var "Við viljum vinna!". Þetta er skýr og góð krafa enda er fjölda-atvinnuleisið óþolandi ástand. Í Árborg eru 510 manns án atvinnu eða 9,5% allra á aldrinum 15-70 ára. Þessi tala er mun hærri en almennt gerist á Suðurlandi og er óásættanleg.
Við fall bankanna varð ljóst að nú myndu hjólin stöðvast. Það var því mörgum gleðifregn þegar bæjarstjórnarmeirihluti Árborgar kynnti stórtæk áform á blaðamannafundi þann 11. nóvember 2008 í Tryggvaskála. Ríkisútvarpið og aðrir fjölmiðlar sögðu samviskusamlega frá þeim fagnaðar-fréttum að nú yrði ráðist í Þekkingargarða á Selfossi. Eða eins og sagði í fréttum RÚV: Á milli tvö og þrjú hundruð ný störf verða til á Selfossi með byggingu Þekkingargarðs í miðbænum. Byggja á 6000 fermetra hús í fyrsta áfanga þar sem starfsemi mun hefjast eftir tvö ár. Nú eru þau brátt liðin þessi tvö ár og ekkert hefur orðið af þessu framtaki. Því miður.
Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem ekkert verður af boðuðum görðum því skemmst er að minnast mikilla Vatnagarða sem hér áttu að rísa. Ekkert kom út úr þeirri fyrirætlan nema ferð bæjarfulltrúa til Danmerkur. Þau tvö hundruð til þrjú hundruð störf sem heitið var með byggingu Þekkingargarða af hálfu bæjarstjórnarmeirihlutans hefðu lækkað atvinnuleysið um helming.Betra er að lofa sem minnstu og vekja ekki væntingar sem ekki verður staðið við. Í staðinn er vænlegra að hlusta á þarfir atvinnurekenda, vinna að lausnum en stilla sköttum og öðrum álögum í hóf. Sveitarfélagið á að auðvelda fyrirtækjum að hasla sér völl og forðast að leggja stein í götu þeirra.
Tækifærin í atvinnumálum felast ekki síst í samstöðu Sunnlendinga sem er sérlega mikilvæg þegar ríkið er annars vegar. Hér á ég sérstaklega við stækkun Litla-Hrauns, tvöföldun Suðurlandsvegar, orkufrekan iðnað og Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Í kreppunni þarf ekki síður að hlú að þeirri starfssemi sem hér er og standa vörð um þau störf sem hér eru. Gleymum því ekki.
Atvinnuleysi 9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 13:43
Undir eldfjallinu
Dökkur mökkur eftir skjálfta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.5.2010 | 00:25
Breytingaskeiðið er erfitt
Jón Bjarnason er trúr stefnu VG varðandi ESB. Þetta fer fyrir brjóstið á sumum ráðamönnum sem vija fá hann burt. Breytingar á ríkisstjórn er knúnar áfram af fleiri hvötum þótt sparnaður sé notaður sem yfirskyn. Ögmundur er enn utan stjórnar en "vandamálið" er að Ragna og Gylfi (sem eru utanþings) eru full vinsæl. Þetta gerir breytingaskeið ríkisstjórnarinnar erfiðara en ella.
"Ríkisfjármál voru einnig rædd á fundinum."
Já - þau.
Breytingar ræddar áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.5.2010 | 08:49
Sagan endurskrifuð
Samfylkingin heldur upp á 10 ára afmæli sitt í dag. Veðrið er fallegt og óska ég Samfylkingarfólki til hamingju með daginn. Formaður fylkingarinnar skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem sagnfræðinni er örlítið hagrætt í tilefni dagsins. Þar er talað um að hrun hafi átt sér stað eftir frjálshyggjuskeið Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en nú sé komin til skjalanna ríkisstjórn VG og Samylkingar sem taki á vandanum. Sannleikurinn er samt sá að Samfylkingin hefur verið óslitið í ríkisstjórn síðustu 3 árin og jók ríkisútgjöld gríðarlega þegar ríkisstjórn Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde tók til starfa. Það sem sneri að bankamálum í þeirri ríkisstjórn var að auglýsa styrk íslensku bankanna í ímyndarherferð í útlöndum annars vegar og huga að afnámi stimpilgjalds af húsnæðislánum hins vegar. Það er frumskilyrði að viðurkenna staðreyndir ekki síst á stórafmælum. Greinarhöfundur og forsætisráðherra var ráðherra í þessari stjórn og hefði því mátt muna eftir henni. Ekki má gleyma hvernig auðmönnum útrásarinnar var hampað á þessum tíma af forystumönnum Samfylkingarinnar sem kvörtuðu sérstaklega yfir gagnrýni á bankamenn.
Í Árborg hefur Samfylkingin verið við völd í tvö kjörtímabil ef undan eru skilnir 6 mánuðir. Á þeim tíma hefur ýmislegt verið vel gert en fjármálin farið illa og er eigið fé uppurið í bæjarsjóði nú á sumarmánuðum. Sveitarfélagið skilaði tapi upp á 2 milljónir á dag og eru skuldir nú um 1 milljón á hvern íbúa. Íbúar finna nú þegar hvernig þessi fjármálastjórn birtist í stórhækkuðum gjöldum sem hafa hækkað gríðarlega. Þrátt fyrir þessa augljósu og bókfærðu stöðu auglýsir Samfylkingin "ábyrga fjármálastjórn" nú fyrir kosningarnar 2010. Þetta er ákveðin tilraun sem verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að matreiða ofan í kjósendur. Auglýsingar sem ganga þvert á raunverulega fjárhagsstöðu eru í sjálfu sér ekki nýjung enda höfum við séð nýleg dæmi um slíkt hjá sumum bönkum. En þetta er örugglega nýjung í pólítík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2010 | 12:18
Sóknarfæri í mótbyr
Ísland hefur svo sannarlega verið í sviðsljósinu síðustu árin. Haustið 2008 var Ísland í einu aðalhlutverkinu þegar heimskreppan skall á. Við vorum fyrst niður og fórum bæði hratt og hart. Hvergi hrundi bankakerfið með sama hætti og hér. Og hvergi hafði það blásið eins mikið út og eru þó margar bankablöðrur stórar.
Móðir náttúra á svo sviðið á yfirstandandi ári og er árið 2010 ár uppgjörs og eldsumbrota. Eyjafjallajökull er orðinn heimsfrægur ógnvaldur flugfarþega og meðvitund mikil um jarðhitann á Íslandi.
Á sama hátt og við náum að nýta jarðhitan til að kynda húsin okkar og framleiða rafmagn er sóknarfæri í eldstöðunum. Það er ekki einfalt að nýta sér þetta sóknarfæri en það tekst ef við erum samtaka um að hræða ekki útlendinga og gera eldstöðvarnar að aðdráttarafli. Við höfum séð það svartara og nú er að vinna rétt úr stöðunni. Forsetinn má leggja sitt af mörkum líka.
Ísland aldrei verið „jafnlifandi“ kostur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2010 | 00:29
Evran fær grikk
Nú er evran komin í 1,29 á móti dal og ekki ólíklegt að enn halli undan fæti. Grikkland hefur gert ESB grikk með uppdiktaðri fjárhagsstöðu og nú er komið að skuldadögum. Stóra spurningin er með önnur ríki en Spánn, Portúgal, Ítalía og Írland eru litin hornauga af skuldabréfaútgefundum og því gefur evran eftir.
Sumir eru farnir að spá nýrri evru sem myndi þá vera gerð fyrir innsta markaðskjarnann sem áður stóð að stál- og kolabandalaginu. Gamla "góða" evran yrði þá notuð af jaðarsvæðunum. Þetta gæti gerst en hefur sína kosti og galla fyrir Þjóðverja og Frakka og sjálfsagt eru þeir að fara yfir hvað þetta nýja fyrirkomulag myndi þýða.
Eitt er víst og það er að Evran hefur orðið fyrir Grikkjum sem hafa gert henn óleik eða "grikk". Og nú fæst hún brátt fyrir...
Allsherjarverkfall í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2010 | 16:20
VG opna kosningaskrifstofu
Í dag opna VG kosningaskrifstofu á Selfossi og er full ástæða til óska þeim til hamingju með daginn. Það er reyndar ákveðin sjarmi við það að VG skuli opna kosningaskrifstofu sína í því húsi sem Davíð Oddsson fæddist en það er önnur saga.
VG voru sannfærandi í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga - ekki síst í skipulagsmálum - en eftir kosningar er eins og bæjarfulltrúi þeirra Jón Hjartarson hafi misst sambandið við "grasrótina" í flokknum sínum og gleymt kosningaloforðum sínum ansi hratt.Nú er boðið fram nýtt fólk en Bjarni bóksali Harðarson sem skipar annað sætið er mörgum kunnur af stjórnmálaafskiptum þótt úr öðrum flokkum sé.
---
Heim til okkar var sendur einblöðungur þar sem farið er yfir nokkur stefnumál. Eitthvað virðist hann vera óyfirlesinn enda er eins og þar sé meinleg villa þar sem stendur:
"Við viljum áframhaldandi varfærni og ábyrgð í rekstri bæjarsjóðs"
Hér hlýtur að hafa átt að standa:
"Við viljum varfærni og ábyrgð í rekstri bæjarsjóðs" enda er það vilji íbúa að snúið verði af braut stórfellds taprekstrar. Tvær milljónir í tap á dag á síðasta ári getur seint talist endurspegla "varfærni og ábyrgð". Eigið fé bæjarsjóðs verður reyndar uppurið síðar á þessu ári eins og menn þekkja. Ég trúi því að þetta verði leiðrétt í næsta upplagi.
Annað sem hefur misfarist í prófarkalestrinum er eftirfarandi fullyrðing:
"Árborg hefur verið í forystu landsbyggðarsveitarféaga í umhverfismálum og brýnt að svo verði áfram"
Sannleikurinn er sá að við erum því miður frekar aftarlega í flokkunarmálum, sorphirðugjöld hafa tvöfaldast og svo er best að ræða ekki holræsamálin mikið.
VG vilja vel og ég er sammála þeim um margt en það er mikilvægt að viðurkenna staðreyndir. Kannski var hér fljótaskrift sem verður leiðrétt í framhaldinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2010 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.4.2010 | 09:06
Að spara eyrinn en henda krónunni
Staða bæjarsjóðs Árborgar er grafalvarleg og er almennt ekki um það deilt þó einstaka frambjóðandi reyni að halda öðru fram. Fyrri umræða um ársreikning 2009 fór fram 14. apríl og þá birtist staðan um áramót.
Tölurnar tala sínu máli:
- Tap upp á 606 milljónir af bæjarsjóði
- Handbært fé minnkar um 571 milljónir og stendur í 374 mi ljjónum í lok árs. Stór hluti þess er þó bótafé vegna jarðskjálftanna og því vafasamt að telja það fyllilega "handbært".
- Eigið fé verður neikvætt síðar á þessu ári enda minnkaði það um 600 milljónir á síðasta ári og stóð í 400 milljónum um áramót. Þar með verður bæjarsjóður tæknilega gjaldþrota rétt eftir kosningar.
- Skammtímaskuldir eru 1627 milljónir.
Til að taka á þessum mikla vanda hefur meirihlutinn farið í ýmsar aðhaldsaðgerðir en sumar þeirra vekja spurningar um hvort um raunverulegan sparnað er að ræða. Má hér nefna þá ráðstöfun að loka leikskólarýmum sem hafa verið í rekstri. Þó þessi ráðstöfun minnki launakostnað eitthvað standa lánin eftir sem hvíla á bæjarsjóði vegna bygginganna og því er heildarsparnaðurinn lítill. Á móti kemur tjón vegna þess að foreldar geta skyndilega ekki sótt vinnu og svo óbeinn kostnaður vegna neikvæðrar ímyndar sem þessi ákvörðun veldur. Við sem sitjum í minnihluta lögðum til að leikskólarnir væru fullmannaðir og þessi mönnun væri fjármögnuð með niðurskurði í yfirstjórn sveitarfélagsins. Þessu var hafnað og enn eru vannýtt rými. Í staðinn eru gefin fyrirheit um að þetta verði lagað næsta haust - en þá verður komin ný bæjarstjórn.
Þá hefur verið hætt að bjóða gestum í Sundhöll Selfoss upp á kaffi og laugunum lokað á frídögum eins og um Páskana og á sumardaginn fyrsta. Þessi sparnaður er ekki mikill en hefur svo sannarlega neikvæð áhrif á þá sem búa hér og ekki síður gesti.
Fjölmörg dæmi eru um hve illa hefur verið farið með fé hjá núverandi bæjarstjórn og eru mörg dæmi um það. Dýr mistök hafa verið gerð með samningum sem ekki hafa verið sveitarfélaginu hagfelldir. Margt stendur hálf- eða óklárað. Gæluverkefni hafa verið dýr og misráðin. Frægt varð þegar bæjarsjóður keypti Pizza 67 og ölstofu í Pakkhúsinu til þess eins að geta rifið húsið. Enn er þó höggvið sem knérunn og nú með áformum um að byggja kaffihús í fuglafriðlandinu.
Ekki vissi ég að til væru peningar í það.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2010 | 17:25
Kalífornía og Grikkland
Staða Kalíforníu hefur verið afar veik síðustu árin líkt og Grikklands. Á margan hátt eru vandamálin tilkomin vegna svipaðra mála. - Kalífornía er reyndar um 6x stærra hagkerfi en Grikkland.
Það er fróðlegt að bera saman myntbandalagið um evruna samanborið við dalinn.
Vaxandi þrýstingur er á Grikki að ganga úr myntbandalaginu en mér vitanlega hefur enginn ljáð máls á því varðandi Kalíforníu að kveðja bandaríkjadal.
Vilja Grikki af evrusvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.4.2010 kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
22.4.2010 | 14:43
Eldgos, fjármálahrun en verst er samfélagshrun
Eldsumbrotin minna áþreifanlega á hversu harðbýlt Ísland getur verið.
Fjármálahrunið komst í sögubækurnar enda eru bankagjaldþrot í efstu sætum heimssögulegra gjaldþrotamála.
Verst er þó reiðin, óeiningin, óréttlætið og vonbrigðin sem skekja nú heimilin í landinu. Raunveruleg þjóðarsátt er ekki í sjónmáli og fáir tala kjark í fólkið í landinu. Ég var eins og svo margir aðrir barn sem ólst upp í öruggu samfélagi þar sem miskipting var lítil og samfélagið stóð saman. Þótt enn sé sjálfboðaliðastarf mikið (eins og sést í náttúruhamförum) eru vísbendingar um að reiðin sé að ná undirtökum í allri umræðu. Og ekki af ástæðulausu.
Við erum ung og velmenntuð þjóð í landi sem er ríkt af náttúruauðlindum og gæðum. Ef vonin er tekin af fólki gagnast það lítið.
Það er því nauðsynlegt að skuldamál heimilanna verði tekin föstum tökum.
Hraðar verður að miða í að sækja þá til saka sem til saka hafa unnið í efnahagshruninu.
Ekki síður er mikilvægt að Alþingi setji lög um eignarhald á bönkum og fjölmiðlum enda er óskiljanlegt að það sé ekki gert.
Að öðrum kosti ofbýður fólki enn frekar og ástandið verður æ óstöðugra.
Aukið flúormagn í öskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
20.4.2010 | 07:35
Opið málefnastarf
Aukin krafa um opið málefnastarf er einn liður í umbótum á stjórnmálunum. Lítill hópur á ekki að ráða hvert stór flokkur stefnir. Þetta á jafnt við í "stóru" málunum eins og "litlu" málunum. Landsmálunum jafnt sem sveitarstjóranrmálunum.
Í gær vorum við með einn af þremur opnum málefnafundum sem D-listinn í Árborg heldur þessa vikuna. Fundurinn var öllum opinn og allar hugmyndir settar niður til frekari úrvinnslu. Þessir fundir eru mikilvægur liður í að vinna áherslur og málefnaskrá okkar fyrir kosningarnar. Auk þessara funda förum við frambjóðendur og hittum starfsfólk bæjarins á öllum starfsstöðvum þess. Eingöngu með þessari aðferð getum við byggt skýra sýn sem er unnin í samstarfi við fólkið sjálft.
Sama leið er að vissu leyti farin nú í málefnastarfi Sjálfstæðisflokksins með opnum málefnafundum. Efnahags- og skattanefnd hélt opinn vinnufund 10. apríl síðastliðinn og var ég með þann hóp sem fjallaði um gjaldmiðilinn. Nefndin hefur fengið marga sérfræðinga til sín á fundi nefndarinnar en þessi leið að hafa galopna vinnufundi er frábær leið til að ná fram ólíkum sjónarmiðum og rökræða kosti og galla. Mæli með því.