5.5.2007 | 21:46
Ragnar Reykás í framboði?
Ég get ekki neitað því en Ragnar Reykás hefur komið upp í hugann síðustu daga þegar hlustað er á VG og Samfylkingarfólk.
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG hefur komið með nokkrar athyglisverðar hugmyndir um "góð" atvinnumál í kosningabaráttunni. Steingrímur J. mælir t.d. með bjórverksmiðju í Kastljósinu í fyrradag. Steingrímur J. Sigfússon greiddi atkvæði gegn sölu bjórs árið 1988.
Atli Gíslason oddviti VG í Suðurkjördæmi nefndi Bláa lónið sem helsta vaxtartækifærið, en eins og flestir vita er Bláa lónið "umhverfisslys" sem ekki væri leyft í dag vegna umhverfisáhrifa. Bláa lónið er afrennslisvatn úr raforkuveri Hitaveitu Suðurnesja.
Ferðamannaiðnaður í stað stóriðju hefur verið mikið í umræðunni, en þó menga ferðamenn talsvert. Án Leifstöðvar væri tómt mál að tala um ferðamannaiðnað sem mikilvæga atvinnugrein, en Steingrímur J. barðist gegn stórri flugsstöð á sínum tíma í þinginu.
Þá er vert að minnast þess fyrir Evrópubandalagssinna að formaður Samfylkingarinnar sat hjá þegar EES samningurinn var samþykktur á Alþingi.
Já og sérstakur gestur á flokksþingi Samfylkingarinnar Bjarni Ármannsson vildi láta lögfesta launabirtingar svo ekki væri hægt að viðhalda launaleynd. Bjarni fékk stóran starfslokasamning fyrir skemmstu, en innihald hans er trúnaðarmál...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
5.5.2007 | 19:09
Samfylkingin eyðir meiru...
Sem betur fer er nú farið hlutlaust yfir kostnaðartölurnar. Sú goðsögn hefur verið viðloðandi að Sjálfstæðisflokkurinn eyði mestu í auglýsingar, en tölurnar sýna að það er Samfylkingin.
Marga grunar að Samfylkingin sé einna líklegust til að eyða peningum, ekki síst eftir kosningar, enda muna margir hvernig skuldastaða Reykjavíkur versnaði með R-listanum þegar Samfylkingin réð. Í Árborg eru auglýsingar Samfylkingar víða og sýnist mér að þar sé eytt mestu af framboðunum.
Framsókn var síðan höfð fyrir rangri sök í nokkra daga, en nú er "sökudólgurinn" kominn fram: Samfylkingin er auglýsingakóngurinn í dag.
Framsókn auglýsir talsvert og vakti ein athygli mína í dag:
"Soðin skinka spilar á Kaffi kind, enginn verður svangur nóg á grillinu"
Ætli þeir grilli nokkuð kindaskinku?
![]() |
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.5.2007 | 19:03
Auðkenni þjóðarinnar...
Auðkennislyklarnir auka öryggið, en þeir eru samt ekki fullkomnir. Margir hafa haft á orði að Auðkennislykillinn sé ófagur, en hálf þjóðin ber hann um allt - oftast sem lyklakippu. Ýmsir hafa lent í því að Auðkennislykillinn bili. Þetta gerist þegar gúmmíendinn dettur af, en hann er nauðsynlegur til að fá nýja tölu. Þetta væri svo sem ekkert sérstakt vandamál, nema af því leyti að allir þeir sem eru með bankareikning á netinu þurfa þennan lykil. Sem eru margir.
Kannski verður nýjum lyklum dreift á næstu mánuðum?
5.5.2007 | 10:31
Tækifæri Íslands
Hvaða sérstöðu hefur Ísland? Hvernig getum við ná betri árangri?
Þegar litið er til aldurssamsetningar og fjölgunar erum við í sterkri stöðu þegar miðað er við Evrópu, enda fjölgar fólki hér meira. Lífeyriskerfið er mjög gott miðað við önnur samanburðarríki og skuldir ríkissjóðs við útlönd uppgreiddar. Sérstaða okkar felst meðal annars í landinu sem við þurfum að gæta og vernda um leið og við nýtum það á skynsaman hátt. Sérstaða okkar felst líka í fyrirtækjaútrás, en fáar þjóðir hafa ráðist í jafn mikin "víking" og Íslendingar á síðastliðnum árum. Það er stærsti vaxtarbroddurinn og óneitanlega meira spennandi en erlend stóriðja. Til að hlú að atvinnulífinu þarf að hafa samkeppnisfært umhverfi eins og lága skatta og öfluga háskóla. Sértækar aðgerðir eigum við að forðast, enda hafa dæmin sannað að þau skila oft sviðinni jörð í stað aldingarða. Ef við berum gæfu til að efla þá sókn sem nú hefur sannað sig getur Ísland fest sig í sessi og orðið "Sviss 21. aldarinn". Sviss er ágætt dæmi um tiltölulega lítið land í Evrópu sem náði sérstöðu í bankamálum, sérhæfðum iðnaði, fallegri náttúru og með hlutleysisstefnu sinni. Við getum á svipaðan hátt náð sérstöðu með útrásarfyrirtækjunum, lágum sköttum, náttúru Íslands, þekkingu og fríverslunarsamningum. Við erum að ná sögulegum samningi við Kína um fríverslun og ættum að stefna að því að auka fríverslun við Bandaríkin, en hvoru tveggja væri ómögulegt ef við værum í ESB.
Allir flokkar eru sammála um að mikill árangur hafi náðst í atvinnulífinu. Vandamálin eru annars vegar "velmegunarvandamál" eins og háir vextir og svo hins vegar ákveðnir hópar sem hafa setið eftir. Við erum líka öll sammála um að við erum aflögufær og því ber okkur skylda til þess að styðja þá sem þurfa stuðning. Þetta á bæði við um einstaklinga sem ríkið. Þeir sem hafa efnast eru að átta sig á þessu og eru farnir að gefa. Öll framboð til Alþingis eru á þeirri línu að betur eigi að gera við þá hópa sem minnst mega sín.
Spuringin er þegar gengið er að kjörborðinu: Hvaða flokkar eru líklegastir til að styrkja þann grunn sem kominn er? Sá grunnur er lykill að velferð 21. aldarinnar.
Ekkert fæst fyrir ekkert og ókeypis kostar sitt.
4.5.2007 | 20:35
Háhraðafjarskipti í dreifbýlinu, vélmenni við mjaltir og Steingrímur J. fjölmiðlatepptur í Reykjavík
Var á Akureyri í dag. Tók að mér að vera ráðstefnustjóri hjá Skýrslutæknifélagi Íslands um fjarskipti á landsbyggðinni. Fjarskiptasjóður er að bjóða út háhraðatengingar í dreifbýli á næstunni og er mikilvægt að þar verði vel á málum haldið. Þetta var hörkuskemmtilegur fundur, þó Steingrím J. Sigfússon hafi vantað en hann var fjölmiðlatepptur í Reykjavík. Tekist var á um málin, en allir voru sammála um að háhraðatengingar væru bæði eitt stærsta atvinnu- og menntamál í dreifbýli. Ég þekki það sjálfur að þurfa að reiða mig á EMAX tengingar í dreifbýlinu, en sumstaðar er því ekki einu sinni til að dreifa. Krafan um sítengingu og hraða er mikil ekki síst hjá unga fólkinu sem sættir sig ekki við annars flokks ISDN sambönd. Meira að segja kýrnar eru farnar að vera háðar nettengingum, enda er landbúnaður að verða víða tæknivæddur með gagnagrunnum og jafnvel vélmennum við mjaltir.
Eitt þarf svo að skoða líka:
Þegar Ísland var gert að einu gjaldsvæði í talsíma varð gagnaflutningur útundan. Þetta gerir það að verkum að Internetþjónustur á landsbyggðinni þurfa að greiða hærra verð fyrir flutning, en þeir sem eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá er umferð mismunað eftir því hvort um er að ræða "innanlands" eða "millilanda". Í flestum öðrum löndum er umferðin talin vera um Internetið, en ekki innan hólfa.
Skoðum þetta betur.
4.5.2007 | 20:11
Sóknarstöð í Keflavík
Umræðan um styrkingu menntamála er góð, en verk eru betri. Hér hefur verið stigið stórt skref í átt til sóknar og er vonandi að þessi starfssemi nái að dafna bæði hratt og vel. Mér finnst mikill gæðastimpill á þessu verkefni að Þorsteinn Ingi Sigfússon komi að því, en auk þess er það heillavænlegt að hafa Háskóla Íslands sem bakhjarl. Margir innviðir varnarstöðvarinnar í Keflavík koma til með að nýtast vel í þessari starfssemi og verður mjög spennandi að fylgjast með næstu skrefum.
Fjárfesting fyrirtækja í útrás mun koma sér vel, bæði fyrir miðstöðina og alveg örugglega líka fyrir atvinnulífið. Árni Sigfússon hefur leitt Reykjanesbæ til sóknar á erfiðum tímum samdráttar.
Með þessu er sáð eikarfræi í flóru atvinnulífs á Suðurnesjum.
![]() |
Vísinda- og fræðamiðstöð byggð upp á Keflavíkurflugvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2007 | 23:14
Flokkur óákveðinna
Kannski á Samfylkingin talsvert inni hjá "óákveðnum" kjósendum. Að minnsta kosti er hún oft á tíðum ansi óákveðinn stjórnmálaflokkur. Ég á þó frekar von á að óákveðnir kjósendur velji ákveðinn flokk á endanum, þó einhverjir skili alltaf auðu.
Samfylkingin er opin í báða enda og hefur reynt að mynda sér stöðu á miðjunni. Það hefur ekki tekist sem skyldi. VG eru með skýra stefnu í flestum málum, en Samfylkingin reynir að hafa "alla góða". Nýlegt dæmi er atkvæðagreiðslan í Hafnarfirði, en þar vildu Samfylkingarmenn í bæjarstjórn ekki hafa skoðun á stærsta ákvörðunarmálinu. Atkvæðagreiðslan minnir um margt á íbúakosningu um flugvöll í Vatnsmýri sem gerð var undir stjórn R-listans og Ingibjargar Sólrúnar. Ekki var farið eftir niðurstöðum þeirrar kosningar var hunsuð. Í báðum tilfellum var mjótt á mununum og fróðlegt verður að sjá hvernig framhaldið verður hjá Alcan. Það að taka ekki afstöðu tryggir ekki stöðu á miðjunni.
Stjórnmál snúast um að stjórna, leiða og taka af skarið. Leiðtogar eiga ekki að láta skoðanakannanir stjórna sér eða að minnsta kosti að hafa skoðun.
Eitt stærsta framfaraskref íslenskra stjórnmála er EES samningurinn sem tryggir stöðu Íslands á stærsta markaðssvæði okkar; Evrópu. Þá sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á Alþingi. Hún sat hjá og tók ekki afstöðu.
Nú síðast var Ingibjörg Sólrún spurð hvernig hún hyggðist fjármagna aukin útgjöld sem boðuð eru af hálfu Samfylkingarinnar. Svarið var: Með hagvextinum. Nú er það svo að hagvöxtur verður ekki úr engu. Hagvöxtur er heldur ekki eingöngu framleiðniaukning, heldur heildar vöxtur hagkerfisins eins og hann er mældur hverju sinni. Fjölgun á Íslandi getur framkallað hagvöxt, en sá hagvöxtur þarf ekki að skila auknum afgangi í ríkiskassann. Fleira spilar inní. Ingibjörg gefur sér viðbótarhagvöxt sem ekki felur í sér auknar álögur vegna menntamála, heilbrigðismála eða annara útgjaldaliða ríkissjóðs.
Hvaðan á þessi hagvaxtarauki að koma?
Því er ósvarað, en hjásetan skilar okkur skammt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.5.2007 kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
3.5.2007 | 17:23
Lalli Johns í auglýsingu um öryggi
Lalli Johns er vanur að vera fyrir framan kvikmyndavélarnar og nú í vikunni tók hann þátt í auglýsingaherferð sem er meðal annars fyrir sjónvarp og varðar öryggi. Verður fróðlegt að sjá hvernig Lalli Johns kemur út í þessu hlutverki, en samnefnd mynd sem Þorfinnur Guðnason gerði var frábær. Heyrst hefur að herferðin komi á óvart, enda sé ekki allt sem sýnist.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 09:17
Fyrsti kossinn
Snerting og kossar eru mismunandi eftir þjóðum og menningarheimum. Það sem þykir í lagi á einum stað er tabú á öðrum. Einn koss skekur nú fjölmiðla þar sem fyrrum nemandi kyssir kennara sinn, en athæfið náðist á mynd. Á þessari mynd sést hvar Ahmadinejad kyssir hönd konunnar en slíkt er talið siðlaust með öllu í Íran. Kennarar hafa verið að berjast fyrir bættum kjörum og telja sumir að Ahmadinejad hafi með þessu verið að votta kennurum stuðning sinn. Þó hann þyki harðlínumaður á vesturlöndum er þessi hegðun talin vera gegn Sharia lögum sem banna snertingu manna við óskyldar konur. Rétt er samt að halda því til haga að konan var með hanska svo ekki kom til snertingar við húð. Samkvæmt einu dagblaðanna í Teheran er þessi hegðun forsetans talin einsdæmi í sögu íslamska lýðveldisins eins og lesa má um hér. Þar á bæ rifja menn upp fyrri "afglöp" forsetans eins og þegar hann vildi leyfa konum að horfa á knattspyrnu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.5.2007 | 00:36
Fagra Ísland
Í dag var mikið um að vera í Árborg í kosningabaráttunni fyrir Alþingiskosningar. Frambjóðendur og sveitarstjórnarfólk heimsóttu fyrirtæki og stofnanir. Ég fór með Árna Mathiesen, Björk Guðjónsdóttur, Unni Brá og Kjartani Ólafssyni á Heilbrigðisstofnun Suðurlands en þar er nú að rísa mikilvæg viðbygging sem brýnt er að komist í rekstur sem fyrst.
Síðdegis skrifuðu menntamála- og fjármálaráðherrar undir menningarsamning við Suðurland. Staðurinn var vel við hæfi; Húsið á Eyrarbakka. Þessi samningur ætti að verða lyftistöng fyrir menningarlíf á Suðurlandi og er útlit fyrir að fjármagnið nýtist vel og milliliðalítið.
Um kvöldið var opinn fundur með forystumönnum Sjálfstæðisflokksins á hótel Selfossi. Þar voru ýmsar spurningar, en merkilegast fannst mér að heyra í manni sem hefur búið í 60 ár erlendis. Hann stóð upp til að þakka forsætisráðherra fyrir hvað landinu væri vel stjórnað. Hann sæi ótrúlegan mun á hag landsmanna, aðbúnaði og svo færi allt hér svo fagurt og hreint.
Þarna stóð upp maður ættaður af Suðurlandi sem búið hefur í Noregi og Danmörku. Hann er fluttur heim og sér fagra Ísland. Glöggt er gests augað og heimkominn sér hann hlutina skýrt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2007 | 21:40
Guð forði okkur frá svona frambjóðendum
Steingrímur J. Sigfússon var spurður í kvöld á RÚV út í ummæli Ögmundar um bankana. Steingrímur kannaðist ekki við ummælin og taldi það af og frá að þeir félagar vildu losna við bankana úr landi.
Eitthvað hefur Steingrímur gleymt orðum samflokksmanns síns. Þau hafa verið skýr og skorinort gegn bönkunum svo eftir er tekið. Það er því fróðlegt fyrir kjósendur að skoða eftirfarandi spjall sem vitnað var í Fréttablaðinu 4. nóvember 2006 en þar sagði Ögmundur meðal annars:
Bankar mega fara úr landi
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og formaður BSRB, segir það til vinnandi að senda viðskiptabankana úr landi til að geta aukið jöfnuð í samfélaginu.
Ögmundur segir misskiptingu og ranglæti þrífast og breiða úr sér sem aldrei fyrr. Bankarnir greiði aðeins 12 milljarða fjármagnstekjuskatt af 120 milljarða hagnaði og hóti að hverfa úr landi verði skatturinn hækkaður.
Spurning sé hvort jafnaðarsamfélaginu sé fórnandi fyrir 12 milljarða og nokkra stráka og stelpur í silkifötum. Er þotuliðinu fórnandi fyrir meiri jöfnuð og félagslegt réttlæti? Mitt svar er já," skrifar Ögmundur.
Svo er ekki úr vegi að rifja upp ummæli Össurar af vef hans:
"...og guð forði bönkunum frá því að gera annaðhvort mig eða Jóhönnu Sigurðardóttur að arftaka Árna Matt." Sagði Össur Skarphéðinsson
Steingrímur hefur boðað 40-80% hækkun á fjármagnstekjuskattinum.
Slíkar hækkanir myndu framkalla ætlunarverk þeirra Össurar og Ögmundar á einni viku:
Bankarnir flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi og skattekjur myndu fara í aðra ríkiskassa. Bankarnir sem nú eru burðarásar íslenska atvinnulífsins og sköpuðu 1000 störf á síðasta ári.
Guð forði okkur frá svona frambjóðendum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
1.5.2007 | 18:58
Gróa á Húsavík
Ég hef enga trú á þessum heimildum Skúla Thoroddsen, enda sanna nýleg dæmi að ekki er verið að hygla ákveðnum kaupendum. Þó ég myndi treysta Kjartani Gunnarssyni vel til verka í starfi hjá Landsvirkjun sem öðru, hef ég enga trú á þessari sögu. Þó er ég tiltölulega auðtrúa að eðlisfari.
Í gær var seldur hlutur ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Selt var hæstbjóðanda í opnu og gagnsæju ferli þar sem bjóðendur og ráðgjafar voru viðstaddir. Verulegt yfirverð var greitt fyrir hlutinn. Þessi gjörningur stangast 100% á við kenningar Skúla.
Svona yfirlýsingar án rökstuðnings eru ekkert annað en dylgjur sem ekki eru boðlegar framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins, hvort sem er 12 dögum fyrir kjördag eða á öðrum tímum.
![]() |
Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.5.2007 | 08:35
1. maí á Íslandi
Baráttudagur verkafólks byrjar fallega, enda veður gott. Dagurinn hefur þróast í takt við breytt samfélag þar sem stéttabarátta víkur fyrir almennum framförum, litlu atvinnuleysi og auknum kaupmætti. Enn er hægt að bæta aðbúnað verkafólks og létta vinnuálag, en öll megin baráttumál verkalýðshreyfingarinnar eru í höfn. Það er því ástæða til að fagna þeim áföngum sem náðst hafa með friðsömum hætti.
Það er fróðlegt að bera saman árangur verkalýðssamtaka á Íslandi við stöðu verkafólks í fyrrum og núverandi kommúnistaríkjum:
Í fyrrum ráðstjórnarríkjunum er meiri stéttaskipting en annars staðar í Evrópu. Mengun er meiri, enda fer vinstri og grænt illa saman eins og dæmin sanna. Lífeyrir er af skornum skammti og almannatryggingar litlar.
Í núverandi kommúnistaríkjum svo sem Kína er nóg til af "ódýru vinnuafli" eins og það er orðað. Fólk sem starfar á lúsarlaunum við þröngan og erfiðan kost. Skýtur það nokkuð skökku við þá sýn sem "alræði öreiganna" átti að veita verkafólki.
Kannski er hagkerfi með íslensku sniði best?
Frelsið hefur bætt lífskjörin og hingað vill verkafólk koma.
Til hamingju með daginn.
30.4.2007 | 22:03
Losnar um orku í Hitaveitu Suðurnesja og hjá ríkinu
Það er tímanna tákn að fyrirtæki með hinum þjóðlegu nöfnum Glitnir og Geysir skuli vera helsta fréttaefnið daginn fyrir 1. maí.
Breytt valdahlutföll í Glitni. - Fyrsta fjárfesting Geysis.
Hvoru tveggja eru fyrirtæki í eigu sama hóps undir stjórn Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og nú er Þorsteinn M. Jónsson orðinn formaður stjórnar Glitnis og Bjarni Ármannsson hættur. Þetta sagði almannarómur fyrir helgi og nú er það komið fram.
Þó það séu talsverð tíðindi að skipt sé um kaftein hjá Glitni, er það ekki síður stór-frétt að 15,2% hlutur í Hitaveitu Suðurnesja skuli hafa farið á 7.6 milljarða króna. Miklu hærra en menn bjuggust við þó margir byggjust við rausnarlegu tilboði frá Geysismönnum.
Þetta er fyrsta einkavæðing í orkugeiranum. Hér losnar um orku á tveimur stöðum: Hitaveitan fær nýjan öflugan hluthafa og ríkið losar mikið fé sem nýtist í velferðarmál, samgöngumál og menntamál. Að ekki sé minnst á sveitarfélögin.
Geir H. Haarde benti í sjónvarpsviðtali í kvöld á hvað öflugt efnahagslíf skiptir miklu máli til að við getum átt öflugt velferðarkerfi. Viðskiptalífið er grundvöllur velferðar.
Kannski erum við rétt að byrja?
30.4.2007 | 19:55
Lífið eftir vinnu
Maðurinn var einu sinni án sjónvarps, Internets, ipoda og bóka. En hann var ekki laus við kynhvöt. Kannski lærum við talsvert um sjálf okkur með því að skoða hvernig forfeður okkar voru. Leikföngin eru orðin þróaðari en hvatirnar hafa ekki breyst. Sennilegast erum við enn steinaldarfólk að mörgu leyti, þó minni tími gefist til getnaðaræfinga en þá. Fjölskylduformið er sífellt að breytast og nú er kjarnafjölskyldan frekar á undanhaldi í vestrænu samfélagi. Einsetubúseta eykst, bæði meðal fólks á besta aldri sem og hjá öldruðum.
Það er fróðlegt að heyra af kynlífsleikföngum frá steinöld. Úr hverju voru þau? Kannski er steindaldareðlið enn ríkt í okkur öllum.
Eða er klámiðnaðurinn kannski leifar af steinaldarstigi?
![]() |
Steinaldarmenn lifðu fjörugu kynlífi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2007 | 13:56
Goðsögn deyr
Nú er kosið í fyrsta sinn eftir að ný lög um kostnað og fjáröflun framboða tóku gildi. Í fyrsta sinn eru tölur birtar og í fyrsta sinn eru skorður settar.
Capacent-Gallup tók saman vægast sagt athyglisverðar upplýsingar um kostnað framboðanna vegna auglýsinga og er vakin athygli á þessu í Morgunblaðinu í Staksteinum í morgun.
Samkvæmt frétt í Morgunblaðinu í gær hefur Framsóknarflokkurinn eytt mestu eða 6, 8 milljónum króna í auglýsingar og er þá miðað við 25. apríl. VG fylgja fast á eftir með 5,7 milljónir og Frjálslyndi flokkurinn fylgir í kjölfarið með 4,9 milljónir. Samfylkingin fylgir fast á eftir Frjálslyndum með 4,8 milljónir króna.
En hvað með Sjálfstæðisflokkinn?
3,4 milljónir króna - minnst af flokkum á Alþingi!
Var ekki sagan sú að það væri Sjálfstæðisflokkurinn sem væri með mest fjármagn í kosningabaráttu?
Mér sýnist sem þetta sé aðeins brot af því sem Framtíðarlandið hefur farið með í undirskriftarsöfnina sem auglýst var með heilssíðum.
29.4.2007 | 10:43
GSM ritskoðun í Íran: Netlöggan komin í farsímana...
Ekki fæst uppgefið hvað átt er við með "ósiðlegt" en ætla má að þessi tilkynning eigi jafnframt að hafa fælingarmátt svo fólk sé fullmeðvitað um ritskoðunina á farsímum og þori síður að segja skoðanir sínar á stjórnvöldum með skilaboðum. - Svona er nú það.
Reuters sagði frá þessu í gær.
29.4.2007 | 09:29
Sænska félagsmálakerfið: Eitt af mestu afrekum mannsins?
Björgvin G. Sigurðsson 1. maður á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rifjar upp heimsókn skandínavískra jafnaðarmanna á landsfund þeirra Samfylkingarmanna. Björgvin er á því að heimsókn þeirra hingað til lands hafi gert jafnaðarmönnum gott - ekki síst í Svíþjóð.
En það sem vekur nokkra athygli mína er að Björgvin telur sænska velferðarkerfið vera eitt af "merkustu afrekum mannsins". Sennilegast þá við hliðina á verkum Einsteins, Krists, Aristótelesar, höfundar Hávamála og arkitekt pýramídana svo eitthvað sé nefnt.
Ef ég mætti velja myndi ég alltaf velja íslensku leiðina umfram þá sænsku. Við erum með alla mælikvarða sem sýna og sanna að við erum á betri braut en Svíar. Óánægja með kerfið hefur reyndar verið svo vaxandi í Svíþjóð að hægrimenn voru kosnir í ríkisstjórn í stað sósíaldemókratanna.
Er Björgvin vísvítandi að leita langt yfir skammt?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)