28.4.2007 | 21:31
Þakkarvert
Það starf sem er unnið á vegum SÁÁ er afar verðmætt og langt frá því að vera sjálfsagt. Það að horfast í augu við áfengisvandann og taka á honum er þakkarvert. SÁÁ hefur hjálpað tugþúsundum Íslendinga og á engan er hallað þegar Þórarinn Tyrfingsson sé sérstaklega nefndur í því sambandi. Bakhjarlar SÁÁ hafa stutt samtökin og grasrót AA samtakanna hefur reynst sterk, en ekki má gleyma því að SÁÁ rekur heilbrigðisstofnun. Stjórnvöld fjárfesta vart í betri starfssemi en SÁÁ, enda margsannað hvað þau hafa skilað sterkari einstaklingum inn í samfélagið.
Það er þakkarvert að þetta samkomulag er í höfn. Árni Mathiesen og Siv Friðleifsdóttir eiga sérstakar þakkir skyldar eins og Ari Matthíasson framkvæmdastjóri hjá SÁÁ bendir á hér.
![]() |
Heilbrigðisráðuneytið framlengir þjónustusamning við SÁÁ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.4.2007 | 15:11
Yfir 40 stig í sumar í Englandi?
Fréttir af heitasta aprílmánuði í 3 aldir vekja athygli víða, en undanfarið hafa garðstjórar hennar hátignar unnið að endurskipulagningu almenningsgarða vegna hlýnunnar. Telja menn að hitabeltisplöntur verði settar niður í stað kulsæknari trjágróðurs. Hitinn er um þessar mundir yfir 20 gráður og er varað við skokki síðdegis í sumar. Sumir spá hita yfir 40 stig. Sumarið 2003 er talið hafa valdið yfir 30 þúsund dauðsföllum í Evrópu.
Hér er sýn BBC á málið almennt: http://www.bbc.co.uk/climate/
Ég man þá tíð þegar jörð var freðin út maí á Íslandi og er þó ekki háaldraður. Mér sýnist veður vera að þróast á Íslandi í átt við það sem það var í Bretlandi á árum áður: blautt en hvorki kalt né heitt.
Svo er bara að sjá hvort þessi þróun heldur áfram í takt við spálíkönin eða hvort þetta sé tímabundin sveifla.
28.4.2007 | 12:08
Axel Hall leiðréttir rangfærslur um skattamál
Talsvert hefur verið rætt um skattleysismörk og skatta að undanförnu. Samkvæmt könnun Gallup er yfir 70% þjóðarinnar á því að tekjuskattur sé of hár á Íslandi. Sumir hafa haldið því fram að skattar hafi hækkað að undanförnu einkum á lágtekjufólk. Heitar umræður hafa verið um málið og oftar en ekki byggðar á öðru en staðreyndum. Það er því kærkomið að fá tvær greinar frá fræðimanni um þessi mál en þær hafa báðar birst í Fréttablaðinu.
Axel Hall aðjúnkt við Háskólann í Reykjavík skrifaði grein fyrir viku síðan um skattleysismörk á Íslandi og bar þau saman við Norðurlöndin.
Þótt skattleysismörk séu góð aðferð til að lækka skatta, eru þau í raun sérstakt skattþrep. Norðurlandaþjóðirnar fara hins vegar þá leið að hafa enn fleiri skattþrep eins og við Íslendingar gerður reyndar á árum áður.
En hvernig er samanburðurinn við Norðurlöndin gagnvart lágtekjufólki?
Því er vel svarað í grein Axels sem birtist í morgun á visir.is og hægt er að lesa hér. Þar er byggt á tölum OECD og er Ísland að koma vel út í þeim samanburði.
Í greininni segir meðal annars: "Skemmst er frá því að segja að Ísland er með talsvert lægri skattbyrði í þessum tekjuhópum en hin Norðurlöndin jafnvel þó tekið sé tillit til barnabóta og annarra millifærslna."
Mæli með greinunum báðum fyrir þá sem vilja skoða málið í raun.
27.4.2007 | 18:17
Bjarni Ármannsson að hætta í Glitni eftir helgi?
Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki undanfarna daga um að Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis sé að hætta. Bjarni hefur undanfarnar vikur látið að sér kveða með nokkuð nýjum hætti, fyrst á landsfundi Samfylkingarinnar og svo með yfirlýsingum á aðalfundi Samtaka fjármálafyirtækja.
Þá hefur Bjarni nýlega selt talsvert af hlutafé sínu í Glitni
Óli Björn Kárason telur víst að Þorsteinn M. Jónsson verði stjórnarformaður, en hann hefur verið mjög farsæll í viðskiptum. Arna Schram sagði frá þessu fyrst á bloggi sínu fyrr í dag.
Talsverð uppstokkun á fjármálamarkaði er talin vera framundan í kjölfarið og hefur verið rætt um hagræðingu á milli Kaupþings og Glitnis í því sambandi. Titringur er sagður meðal stjórnenda í Glitni.
Sjaldan lýgur almannarómur, en ef rétt er verður spurningin:
Hvað gerir Bjarni Ármannsson eftir kosningar?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.4.2007 | 22:10
Vandræði á Framsóknarheimilinu
Það er kvennakvöld í karlakórshúsinu Ými í kvöld. Jónína Bjartmarz leiðir lista Framsóknarmanna í Reykjavík Suður og er fremst í flokki reykvískra framsóknarkvenna sem halda kvennakvöldið. Ekki byrjaði kvöldið þó vel hjá henni. Sjálfsagt verður um fátt annað rætt en tengsl hennar við konu sem hefur sama lögheimili og ráðherrann. Viðkomandi kona fékk íslenskan ríkisborgararétt með flýtimeðferð.
Sambærileg mál hafa reynst ráðherrum þung t.d. í Bretlandi. Nefni mál David Blunketts sem dæmi
Auðvitað getur þetta verið tilviljun ein en.....
- í gær var stjórnarformanni Landsvirkjunar sparkað og Páll Magnússon settur inn í staðinn.
Siv Friðleifsdóttir neitar að tjá sig um þetta við fjölmiðla og málið er heitt. - Framsóknarflokkurinn mældist nú síðast með rúm 6% í Reykjavík Suður.
Þarf Framsókn ekki eitthvað annað en innanhúsvandræði til að rífa fylgið upp?
![]() |
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.4.2007 | 21:04
Um hvað verður kosið?
Enn hefur stjórnarandstaðan ekki náð að finna einhver bitastæð mál.
Það fer hver að verða síðastur. Stór mál sem brýtur á er ekki að finna þegar stærstu málaflokkar eru skoðaðir.
Förum yfir það helsta:
1. Efnahagsmál
Mikið hagvaxtarskeið, stóraukinn kaupmáttur og sterk staða ríkissjóðs gera þetta erfitt mál fyrir stjórnarandstöðuna. Þar er engin samstaða um stefnu, ekki einu sinni innan einstakra framboða. Hagstjórnarrit Jóns Sigurðssonar rímar til að mynda engan vegin við kosningaloforð Samfylkingar. Jón hvetur til aðhalds, en Samfylkingin lofar útgjöldum. Ef kjósendur vilja meiri stöðugleika sækja þeir hann seint til VG, Samfó og Frjálslyndra
2. Umhverfismál
Hér hefur orðið aukin sátt þar sem öll framboð vilja bætta umhverfisstefnu ríkissins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gengið á undan með góðu fordæmi í Reykjavíkurborg með 10 skrefum og fleiru sem þar er í bígerð á næstunni. Kolviður er frábært dæmi um jafnvægi í umhverfismálum. Guðfinna Bjarnadóttir frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins er formaður stjórnar Kolviðar.
3. Jafnréttismál
Þó VG tali hæst um jafnréttismál er ekki að sjá að þar séu efndir meiri en annars staðar. Sem dæmi nefni ég úr mínu kjördæmi að samkvæmt Gallup eru 2 konur líklegar á þing úr Suðurkjördæmi - báðar úr Sjálfstæðisflokknum.
4. Málefni aldraðra
Hér hefur margt verið gert að undanförnu, en betur má gera. Geir H. Haarde gerði þetta að sérstöku umfjöllunarefni og boðaði sérstakar aðgerðir í þágu þeirra sem minnstan lífeyri hafa eða engan. Þá hafa sveitarstjórnarmenn víða um land létt byrðar eldri borgara með afsláttum á fasteignaskatta. Það má ganga enn lengra í þessum málum og treysti ég Sjálfstæðisflokknum best í því.
5. Utanríkismál
Herinn er farinn. Varnir eru tryggðar með aðild að NATO, samningi við BNA og nágrannalöndin. Hér er stjórnarandstaðan tvísstígandi og stundum tvísaga. Enginn áhugi er fyrir Evrópusambandsaðild nema hjá sumum í Samfylkingu og Íslandshreyfingu. Um þetta verður ekki kosið.
6. Samgöngumál
Stórfelldar samgöngubætur eru framundan og hafa verið settar í gang. Enginn flokkur er á móti þeim. Mikil þörf er fyrir arðsamar samgöngubætur eins og tvöföldun Suðurlands- og Vesturlandsvegar. Um það verður ekki kosið.
Hvað er það þá?
Jú aðallega heyrir maður að ríkisstjórnin sé búin að vera svo lengi.
En staðreyndin er sú að gríðarleg endurnýjun er að eiga sér stað innan Sjálfstæðisflokksins.
Því er ekki að heilsa hjá stjórnarandstöðunni.
Eða á maður kannski að segja bara stöðnuninni?
26.4.2007 | 08:11
Milestone, Invik, Penninn, Te og Kaffi í morgunsárið...
...og dagurinn rétt að byrja. Sjötíu milljarða fjárfesting Milestone í Invik eru ein stærstu fyrirtækjakaup Íslendinga. Hlutabréfasala í Glitni fyrir stuttu hefur byggt upp gríðarlegt fjárfestingarafl sem nýtist til útrásar og eflingar íslenskra félaga eins og Sjóvár og Aska, auk Milestone.
Minni fjárfestingar, en ekki síður athyglisverðar voru líka tilkynntar síðdegis í gær, en það eru kaup Pennans og Te og Kaffis í Lettlandi sem Behrens (íslensk) fyrirtækjaráðgjöf sá um. Stórar og smáar fjárfestingar eru að dreifa áhættu og fjölga tekjupóstum atvinnulífsins á Íslandi.
Viðskiptahallinn hefur fleiri ástæður en Kárahnjúka.
Jón Sigurðsson efnahagsráðgjafi Samfylkingarinnar varaði við því að hagnaður erlendra fjárfestinga gæti staðið á sér. Vissulega er gott að menn séu varkárir í væntingum, en hagnaðurinn er reyndar að koma sterkur í hús þessa dagana:
Þrjú stór félög birta afkomutölur sínar í dag: Exista, Kaupþing og Straumur-Burðarás. Talið er að hagnaður þeirra tveggja fyrstnefndu verði á fyrstu 90 dögum ársins kring um 75 milljarðar eftir skatta.
Gott fyrir ríkiskassann að hafa svona fyrirtæki á Íslandi.
Hvaðan kemur þessi gríðarlegi hagnaður?
Jú - að langmestu leyti kemur hann frá erlendum fjárfestingum.
Árangursrík útrás frá Íslandi eða hvað?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 23:47
Þegar Steingrímur var á móti Leifsstöð...
Þegar Leifsstöð var áformuð óttaðist Steingrímur J. Sigfússon að flugstöðin yrði allt of stór, en í umræðunum var gert ráð fyrir 12 þús m2. Í dag er stöðin yfir 55 þús m2 ef ég man rétt og er verið að stækka hana sífellt. Hér að neðan má sjá flutningsræðu hans þar sem Steingrímur J. leggur til að hún verði skorin niður all verulega.
Reyndar segir Steingrímur fullum fetum að flugstöðin sé svo hlægilega stór að litið verði á Íslendinga sem kotunga fyrir bragðið....hvað hefði hann sagt ef áformin hefðu verið eitthvað nálægt þörfinni sem hefur komið fram?
Ýmislegt er týnt til svo sem hætta á að millilandaflug milli Evrópu og USA færi fram hjá Íslandi og svo miklar áhyggjur af því að glerið í byggingunni verði ekki þétt og svo sé betra að fljúga til útlanda frá innanlandsflugvöllunum. Þá sér Steingrímur fyrir sér vaxandi ferðalög með farþegaskipum þar sem landinn tæki með sér bílinn í fríið.
- Hvar væri ferðamannaiðnaðurinn í dag ef þessi sjónarmið hefðu ráðið för?
- Hvernig gætu íslensk fyrirtæki stundað öfluga útrás sem byggist upp frá Íslandi ef ekki væru daglegar flugsamgöngur um Leifsstöð?
Hér er svo gullmoli dagsins:
Flm. (Steingrímur J. Sigfússon):
"Herra forseti. Mætti ég spyrja, herra forseti, áður en ég hef að mæla fyrir till., hvort hæstv. utanrrh. sé af landi brott eða er hér í salnum einhver sem gegnir þá því virðulega embætti fyrir hans hönd ef svo er. (Forseti: Ég veit ekki betur en hæstv. utanrrh. sé í landinu. Það mun verða athugað.)
Herra forseti. Ég mæli hér fyrir till. til þál. sem ég flyt ásamt hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni og Skúta Alexanderssyni og er þetta 145. mál Sþ. Till. er um að hanna minni og hagkvæmari flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli í stað þeirrar sem nú er áformað að reisa. Sjálf tillgr. hljóðar svo, með leyfi hæstv. forseta:
Alþingi ályktar að í stað þess að halda áfram framkvæmdum við fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurflugvelli verði þegar í stað hafin hönnun minni og hagkvæmari flugstöðvar sem Íslendingar reisi sjálfir. Skal að því stefnt að fyrsti áfangi slíkrar byggingar komist í notkun fyrr en núgildandi áform ríkisstj. um fyrirhugaða flugstöðvarbyggingu gera ráð fyrir.
Því fé sem skv. fjárlögum er áformað að nota til byggingarframkvæmda á næsta ári verði varið á eftirfarandi hátt:
Til að hanna minni og hagkvæmari byggingu sem hægt er að reisa í áföngum.
Til kaupa á öryggistækjum og búnaði fyrir flugsamgöngur.
Til uppbyggingar flugvalla fyrir innanlandsflug.
Til annarra forgangsverkefna í samgöngu- eða félagsog menningarmálum.
Á fjárlögum þeim sem afgreidd hafa verið fyrir árið 1984 er áformað að verja 88 millj. 770 þús. kr. til áðurnefndrar flugstöðvarbyggingar á Keflavíkurflugvelli á þessu ári. Þess má geta til fróðleiks að á sama tíma er allt framkvæmdafé til flugmála innanlands áættað 51 millj. 300 þús. kr. Nú liggur fyrir að verulegur hluti þess fjármagns rennur til að greiða upp skuldir vegna framkvæmda á fyrri árum. Því verður um næsta lítið framkvæmdafé til flugmála innanlands að ræða á þessu ári.
Nýjustu áform gera ráð fyrir að 616 millj. kr. renni úr íslenska ríkiskassanum á næstu árum til þessarar flugstöðvarbyggingar. Það er skoðun flm. að með því að reisa minni og hagkvæmari byggingu í áföngum megi bæði draga úr þessum kostnaði og dreifa honum yfir lengra tímabil auk þess sem slík bygging yrði hagkvæmari í rekstri. Því gerum við það að till. okkar að þessi áform verði endurskoðuð eins og ég hef hér rakið.
Gagnrýni okkar á þá byggingu og þann framkvæmdamáta, sem hæstv. ríkisstj. hefur hugsað sér að fylgja, beinist ekki síst að þeirri tegund flugstöðvarbyggingar sem nú eru áform um að reisa. Eins og menn vita er þar um að ræða mikinn kassa á tveimur hæðum, um 6000 fermetrar hvor, og inni í þeirri byggingu er mikið gróðurhús sem, eins og fram hefur komið nýlega í blöðum, mun vera tvöfalt stærra en stærsta gróðurhús á Íslandi, 38 þús. rúmmetrar að stærð.
Í staðinn fyrir slíka flugstöðvarbyggingu teljum við eðlilegra að taka til fyrirmyndar byggingar eins og reistar hafa verið á undanförnum árum og áratugum í mörgum nágrannatöndum. Má þar nefna flugstöðvarnar í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, Glasgow og Luxemburg. Þær fela í sér möguleika á áfangaskiptingu og hægt er þar að bæta við nýjum álmum eftir þörfum á hverjum tíma. Sú bygging sem nú er gerð tillaga um býður ekki upp á slíka möguleika. Hana verður að reisa alla í einu og gera fokhelda alla í einu án tillits til þess hver þörfin er fyrir bygginguna þegar í upphafi.
Þá má einnig benda á að væri tekinn sá kostur að reisa fyrsta áfanga af öðruvísi hannaðri byggingu væri mjög auðveldlega hægt að koma slíkum áfanga, fyrsta áfanga, í notkun mun fyrr en ætla má að sú bygging sem nú er áformað að reisa, komist til nota. Stefán Benediktsson, hv. þm. Bandalags jafnaðarmanna, hefur gert og látið frá sér fara nokkra athugun á þeirri byggingu sem hér um ræðir. Gerir hann því skóna að þar megi að ósekju spara 300--400 millj. kr. með öðruvísi hönnun.
Í raun og veru sjást engin skynsamleg rök fyrir því að byggja þetta gróðurhús þarna suður á Keflavíkurflugvelli á einhverjum veðrasamasta stað landsins. Því munu óhjákvæmilega fylgja ýmsir tæknilegir erfiðleikar að byggja það gróðurhús, gera það þétt og síðan að reka það. Þeirri starfsemi sem þar á að koma fyrir, sem er loftræsting flugstöðvarinnar fyrst og fremst, má koma fyrir í húsnæði sem er brot af þeirri stærð og haga því þannig að það verði mun ódýrara í rekstri og byggingu. Reyndar vilja menn nú ekki-kannast við það hvaða tilgangi þessi glerskáli utan á og inni í byggingunni eigi eiginlega að þjóna. Helst er falað um að þar séu á ferðinni fornir stórveldisdraumar um glæsta framtíð Íslands sem leiðandi afls í millilandaflugi á Norður-Atlantshafi.
Þá komum við að öðrum þætti þessa máls sem eru breyttar forsendur í flugsamgöngum okkar Íslendinga. Eins og allir menn vita hafa þar gengið yfir miklir erfiðleikatímar. Í flugi yfir Norður-Atlantshafið hefur ríkt hörð samkeppni sem hefur komið illa við flugfélög okkar Íslendinga og þar hefur orðið um verulega fækkun farþega að ræða þó nokkuð rofi nú til. En það er fleira sem hefur breytt þessari mynd. Þar koma einnig til ýmsar tæknilegar ástæður, breytingar á flugvélum og breyttar ferðavenjur, vaxandi eldsneytiskostnaður í millilandaflugi sem gerir millilendingar og stuttar dvalir, eins og hér tíðkuðust, mjög óhagkvæmar í raun fyrir flugfélögin. Reiknað er með að 10--15% viðbótarkostnaður bætist við á Norður-Atlantshafsflugleiðinni vegna millilendingar á Íslandi. Langdrægi flugvéla hefur einnig farið vaxandi og breiðþotur nútímans geta flogið 10--11 klukkustundir án lendingar, eða, svo dæmi séu tekin, getur ein og sama breiðþotan flogið frá sunnanverðri vesturströnd Bandaríkjanna, Los Angeles eða San Fransisco norður yfir Norður-Íshafssvæðin og niður yfir Grænland og Ísland og lent í London án þess að taka eldsneyti.
Flugleiðir hafa farið í nokkrum mæli út í það að fljúga yfir Norður-Atlantshafið án millilendingar á Íslandi og það kann að fara svo að þær neyðist til að fara út í að gera það í vaxandi mæli til að halda samkeppnisstöðu sinni á þeirri flugleið.
Það er fleira sem má nefna þó smátt sé sem kann að breyta þeirri mynd sem ríkti þegar sú flugstöð sem nú stendur til að reisa var hönnuð. Á síðasta sumri gerðu Flugleiðir tilraunir með beint millilandaflug til útlanda frá Norðurlandi. Farnar voru nokkrar ferðir milli Akureyrar og Norðurlanda og þó að sú tilraun gæfi ekki jafngóða raun og menn höfðu vænst er nú sagt að mjór sé mikils vísir og aldrei er að vita nema þessi ferðamáti fari vaxandi í framtíðinni. Á það hefur verið bent að staðir á Norður- og Austurlandi, svo sem Egilsstaðir, liggi vel við flugumferð til Evrópu og í framtíðinni kynni það að reynast hagkvæmt að byggja þar upp flugvöll sem að einhverju leyti þjónaði millilandaflugi. Þá má og benda á að framboð á sætum með skipum milli Íslands og nágrannalandanna hefur farið vaxandi og í vaxandi mæli kjósa menn nú þann ferðamáta að ferðast með farþegaskipum og taka jafnvel bifreið sína með. Á þeim vettvangi verða flugsamgöngurnar naumast samkeppnishæfar á næstunni.
Ýmislegt fleira mætti tína til sem gerir það að ég tel aldeilis nauðsynlegt að þau áform sem réðu ákvörðun manna á sínum tíma um þessa flugstöð og hönnun hennar, verði tekin til endurskoðunar. Í raun og veru er þrjóska þeirra aðila, sem ráðið hafa ferðinni í þessu máli á því að viðurkenna þessar staðreyndir, óskiljanleg.
Við gerum það að tillögu okkar að flugstöðvarbygging á Keflavíkurflugvelli verði, eins og aðrar framkvæmdir í flugsamgöngum þjóðarinnar, teknar inn til heildarendurskoðunar og felldar inn í þá forgangsröð í flugsamgöngumálum sem eðlileg má teljast. Það hefur oft áður í umr. hér á hv. Alþingi komið fram hversu bágar ástæður eru víða á flugvöllum og flugstöðvum úti á landi og reyndar má nefna Reykjavíkurflugvöll og flugstöðina þar einnig.
Til fróðleiks má geta þess að farþegar í innanlandsflugi á vegum Flugleiða voru á síðasta ári skv. upplýsingum frá blaðafulltrúa félagsins á þriðja hundrað þúsund. Yfirgnæfandi meiri hluti þeirra fer um þá flugstöðvarbyggingu sem nú er notuð á Reykjavíkurflugvelli. En stærð hennar er eins og allir vita einungis brot, eða kannske er rétt að segja brotabrot, af því stórhýsi sem hæstv. ríkisstj. áætlar nú að láta reisa á Keflavíkurflugvelli. Þar er farþegafjöldi þó ekki nema 20--30% meiri en fer um Reykjavíkurflugvöll á ári hverju eða eitthvað á fjórða hundrað þúsund. Þess vegna er í fljótu bragði óskiljanlegt hvers vegna nauðsynlegt er að taka í einu lagi svo stórt stökk upp á við í stækkun húsnæðisins. Auk þess hefur verið á það bent að það húsnæði, sem þar hefur verið hannað, nýtist mjög illa og ekki hefur verið kannað hvort einhverjir möguleikar felast í því að dreifa meira en nú er gert í áætlunum flugfélaganna þannig að húsrýmið nýtist betur af þeim sökum.
Það er nokkuð sérkennilegt til þess að hugsa hversu margar bónfarir oddvitar núverandi stjórnarstefnu hafa lagt á sig til að gráta út fé í þennan minnisvarða sjálfstæðisvitundar forustumanna flokka sinna sem þeir vilja nú reisa á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sem skiljanlegt í ljósi þeirra erfiðu fara vestur um haf að þeim gangi erfiðlega að kyngja því að í ofanálag við þá reisn, sem yfir þeim þætti málsins er, bætist nú það að um veruleg axarsköft og afglöp sé að ræða í hönnun þessarar byggingar.
Við Íslendingar höfum gjarnan talið okkur gestrisna þjóð. Við viljum taka vel á móti gestum okkar og ógjarnan láta saka okkur um kotungshátt í samskiptum þjóðanna. Ég veit svo sem ekki hvernig orðið kotungsháttur er skilgreint norður í Fljótum eða inni í Laugarási en ég þekki engan kotungshátt aumlegri en þann að slá um sig og ætta að vera stór í sniðum á kostnað annarra. Ég er hræddur um og það er mín sannfæring --- að flugstöð sem byggð verður fyrir þessa tegund fjármagns verði aldrei annað en kofi í augum þeirra manna sem vita hver aðdragandinn að byggingu hennar er. Í slíkum kofum verður aldrei tekið vel á móti gestum. En það mætti gjarnan gera og í mínum hug með fullri reisn í flugskýli eða flugstöð af hóflegri stærð sem við Íslendingar hefðum reist sjálfir, hvort sem það yrði látið standa á Keflavíkurflugvelli eða einhvers staðar annars staðar."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
24.4.2007 | 23:07
Gullmolar af Alþingi
Þeir eru margir gullmolarnir sem hafa fallið á Alþingi. Hér er einn birtur af handahófi, en hér er núverandi formaður VG að brýna fjárveitingarvaldið til að "tryggja sér hlutdeild í mörkuðum" fyrir fiskeldisafurðir. Ennfremur varar hann við eignarhaldi útlendinga í atvinnulífi hérlendis, ekki síst í loðdýra- og fiskeldisgreinunum.
Eitthvað var loðdýra- og fiskeldisgullið sýnd veiði en ekki gefin, en hér er molinn:
"Í sambandi við fiskeldi og fiskrækt er rétt að benda á öran vöxt þessara atvinnugreina í nálægum löndum og undirstrika nauðsyn þess að Íslendingar verði með í uppbyggingu á þessu sviði og tryggi sér hlutdeild í mörkuðum erlendis áður en það verður um seinan. Hér sem og reyndar víðar er full þörf á að vera vel vakandi gagnvart áhuga erlendra aðila til að komast hér inn í íslenskt atvinnulíf. Að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga að menn leiti ráða og hafi samstarf við erlenda aðila á meðan verið er að koma nýrri tegund atvinnurekstrar á fót en slíkt eiga að vera tímabundnar undantekningar frekar en regla. Enda bendir margt til þess að við stöndum flestum betur að vígi hvað aðstöðu varðar, t.d. til loðdýraræktar og fiskeldis."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2007 | 13:29
kind.is
Vefsíðan sem ég sagði frá í gær er nú opnuð: www.kind.is skemmtilegt video með netlöggu og rauðum og grænum köllum. Og svo tenglasafn. Sehr gut Kinder. SUF er að baki þessu, eins og kaffi kind en Vatikanið á heiðurinn af vefvinnunni:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2007 | 12:24
Íranir vilja ritskoðun í Noregi
Þó ritskoðun sé við líði í Íran vekur það nokkra furðu að Íranska utanríkisþjónustan skuli halda að það geti fengið ritskoðun í öðrum löndum. Myndin 300 er byggð á teiknimyndasögu eftir sama höfund og Sin City. Ég efa ekki að BNA gæti mótmælt Sin City sem "áróðri á heimsvísu gegn bandarísku þjóðinni" enda er þar ófögur mynd dregin upp.
Ætti íslenska utanríkisþjónustan kannski að leggjast gegn drefingu á Óðali Feðranna?
![]() |
Sendiráð Írans í Ósló vill banna sýningar á 300" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.4.2007 | 21:59
Vinstri lausnir; "sérinnpakkað og sérunnið lambakjöt"
Það er virkilega hollt og gott og skemmtilegt að lesa pistla Guðmundar Magnússonar sagnfræðings. Hann fer hreinlega á kostum þar sem hann rifjar upp bakkabræðrasögur af vinstri mönnum. Það er nú svo að fólk er fljótt að gleyma og því er ekki verra að hafa góða sagnfræðinga til að rifja upp söguna.
Myndirnar segja líka mikið. Hér er ein sem ég sá á bloggsíðu Guðmundar og ég vona að hann fyrirgefi mér endurbirtinguna. Hér eru þeir Steingrímur J. þá landbúnaðarráðherra, Jón Sigurðsson núverandi ráðgjafi Samfylkingarinnar í hagstjórn og Ólafur Ragnar Grímsson nú forseti að kynna kjöttilboð vinstri stjórnarinnar. Þetta átti að vera sérpakkað og sérunnið lambakjöt á tilboðsverði eins og það var orðað sem átti að friða almenning. Þetta var hagstjórnaraðgerð gegn verðbólgu!
Þvílíkt miðaldamyrkur. Nú eru sömu menn og þá sátu í ríkisstjórn að boða fagnaðarerindið á ný. Sjálfsagt sérpakkað og sérunnið ofan í kjósendur.
23.4.2007 | 21:17
Boris allur
Boris Jeltsín er sjálfsagt einn vanmetnasti stjórnmálamaður sögunnar. Það kann að breytast. Í mínum huga var Gorbasjev hampað um of, enda reyndi hann að viðhalda kommúnisma í Rússlandi og nágrannalöndum þess. Ef Jeltsín hefði ekki notið við væri Rússland sennilega annars flokks Kína og Eystrasaltslöndin væru í fjötrum. Jeltsín þótti kostulegur og vöktu uppátæki hans mikla athygli. Hann var umdeildur fyrir ýmislegt, ekki síst hraðsoðna einkavæðingu sem þótti fara of hratt.
Eitt eru allir sammála um: Hann var hugrakkur maður á réttum tíma.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2007 | 16:43
Kind
Kindin er kúl. Lopapeysan er inni - þó hún sé útiflík. Framsókn teygir ekki lopann og er með Kaffi Kind á Laugavegi og í dag sá ég framboðsbíl merktan kindum og XBéum og var ein þeirra í stíl bandarísku herkvaðningarauglýsinganna "I want you!"... to be kind.
Framsókn er greinilega ekki févana í kosningabaráttunni. Sýndist ég sjá www.kind.is auglýst, en meira um það síðar.
Smalamenskan er íslensk íþrótt sem hægt er að stunda að vori ekki síður en að hausti.
Kannski verður stjórnarandstaðan kindarleg 13. maí? - Með fullri virðingu fyrir íslensku sauðkindinni.
Kind of cool þessi kind.
22.4.2007 | 19:06
Tvær konur á þing úr Suðurkjördæmi samkvæmt Gallup - báðar á lista Sjálfstæðisflokksins
Það vekur óneitanlega athygli að einu konurnar sem eru inni samkvæmt skoðanakönnun Gallup eru á lista D-lista Sjálfstæðisflokksins. Það hefur loðað við fjölmiðlaumræðuna að ákveðnir flokkar geri betur við konur en aðrir. Eru það einkum vinstri flokkarnir sem halda því fram að þeir séu að berjast fyrir auknum réttindum kvenna. Samt er það svo að Sjálfstæðisflokkurinn hefur einna oftast brotið blað í jafnréttisbaráttunni og má þar nefna konur í ráðherrraembættum og fyrsta borgarstjórann úr hópi kvenna. Lenging fæðingarorlofs beggja kynja er áþreifanleg framför í jafnréttisátt sem skilar árangri.
Björk Guðjónsdóttir Reykjanesbæ og Unnur Brá Konráðsdóttir Hvolsvelli eru þingmenn Suðurkjördæmis miðað við könnun Gallup.
Þær eru báðar á lista Sjálfstæðisflokksins.
Atkvæði greidd D-lista í Suðurkjördæmi eru því líklegust til að auka hlut kvenna á Alþingi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Ef þetta yrðu niðurstöður kosninganna væri það stórsigur Sjálfstæðisflokksins á kostnað Samfylkingar. VG fá sjálfsagt ekki meira en einn þingmann, en það er samt góður árangur hjá þeim. Framsókn mun sjálfsagt sækja á, enda sögulega sterk á Suðurlandi. Sú aðferðarfræði að spyrja aukaspurninganna hefur oftast þau áhrif að vafafylgið fer aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þetta er því mjög góð niðurstaða og virðist sem könnun Félagsvísindastofnunar sem gerð var fyrir Stöð 2 hafi verið misvísandi. Sterk staða Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn er að birtast í þessari könnun.
Þessi könnun er hins vegar áfall fyrir Samfylkinguna í Suðurkjördæmi sem í dag á 1. þingmann kjördæmisins. Fylgishrun virðist blasa við þar sem Samfylkingin mælist með fylgi þriggja af fimm kjósenda frá því síðast.
Hvaða skýringar hafa Samfylkingarmenn um þetta?
![]() |
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.4.2007 | 12:12
VG við stjórnvölinn í Mosó og í Árborg
Í Árborg og í Mosfellsbæ eru VG í meirihlutasamstarfi. Á báðum þessum stöðum hafa þau farið þvert á stefnumið framboða sinna. Flestir þekkja Varmármálið, en í Árborg hefur tvennt gerst:
a) Framboð á leikskjólarýmum hefur verið minnkað
b) Háhýsi verða byggð í andstöðu við íbúana
Það síðarnefnda verður örugglega talsvert áberandi á næstunni, enda gengu fulltrúar VG sjálfir í hús til að lofa því að háhýsin yrðu ekki byggð.
Um þetta má lesa frekar hér
![]() |
Vinstri græn gagnrýnd fyrir að nýta ekki oddastöðu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.4.2007 | 22:02
Fleiri telja sig hafa það betra
UM 60% TELJA AFKOMU SÍNA BETRI NÚ EN FYRIR FJÓRUM ÁRUM
Það eru merkilegar niðurstöður könnunar Capacent sem kynnt var í gær. Þar var spurt hvort fólk teldi afkomu sína betri núna en fyrir fjórum árum. Alls sögðu um 60% að afkoman hefði batnað undanfarin fjögur ár og aðeins 10% segja að afkoma sín hafi versnað á þessu tímabili.
Þetta skiptir máli í kosningunum.
Frægt er þegar Ronald Reagan spurði kjósendur hvort þeir hefðu það betra eða verra fyrir fjórum árum. Flestir kjósendur töldu sig ekki hafa bætt kjör og Reagan vann stórsigur.
Svipaðan leik lék svo Thatcher með innkaupakörfunni og sýndi hvernig verðbólgan át upp matarkörfuna.
Stjórnarandstaðan getur seint fetað í þessi fótspor sigurvegaranna.
Í dag getur stjórnarandstaðan haldið fram ýmsu, en almennt tekur fólkið í landinu sig hafa það betra.
Er það ekki það sem mestu máli skiptir?