Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
29.4.2012 | 13:54
Holland og Hollande: Nýtt misgengi?
Stefna Þjóðverja í evrukrísunni hefur verið ofan á hingað til og áherslan hefur verið á niðurskurð og takmarkaða peningaprentun. Tekist hefur að skipta um óþæga stjórnmálamenn í Grikklandi og á Ítalíu til að knýja á um niðurskurð og kerfisbreytingar. Vandinn hefur samt breytt úr sér ekki síst á Spáni og svo eru ákveðnar þjóðir sem láta oft ekki auðveldlega að stjórn. Holland hefur ítrekað hafnað grunnbreytingum á Evrópusambandinu meðal annars í þjóðaratkvæðagreiðslum og nýlega féll Hollenska stjórnin þegar fara átti þýsku leiðina í aðhaldi.
Nú eru semsagt kosningar bæði í Hollandi og Frakklandi þar sem forsetaframbjóðandinn Hollande er sigurstranglegastur. - Fánar þessara tveggja ríkja er næstum eins með rauða, hvíta og bláa strípu. - Seinni hluti forsetakosningarna í Frakklandi fer fram eftir viku og svo er búið að ákveða kosningar 12. september í Hollandi eftir að ríkisstjórninni tókst ekki að ná saman um fjárlög. Portúgal, Ítalía (og Írland), Grikkland og Spann (PIGS) hafa glímt við skuldavandann með niðurskurði. Nú eru það Holland og Frakkland sem "svíkja lit" og virðast ætla að kjósa sér stjórnmálamenn sem fara gegn stefnu Þjóðverja. Misgengið er að færast til. Augu manna hafa verið á PIGS en nú bætast við Holland og Frakkland (HF).
Þannig kalla Holland og Hollande á ný viðbrogð frá Berlín og Frankfurt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2011 | 23:38
Margt rétt hjá Martin
Martin Wolf tók málstað Íslands í Icesave. Hann tekur málstað Íslands í ESB málum og hann bendir á hvernig rétt sé að forgangsraða (focus on your strengths).
Allt er þetta rétt hjá Martin Wolf.
Síðast en ekki síst tekur hann málstað almennings gegn ríkisvæðingu skulda:
"Siðferðislega ættuð þið ekki að gera það af því að allir sem lögðu fé í þann fábjánabanka voru fífl og það var heimskulegt af ríkisstjórninni að bæta þeim tjónið eftir á. Það var okkar vandi en ekki ykkar. Þið gerðuð bara það sem réttast er að gera við útlendinga í fjármálageiranum. Þið fóruð illa með þá því það er það sem gert er í fjármálageiranum.
Vandi Evrópu, Japans og Bandaríkjanna er ekki síst fólginn í ríkisvæðingu einkaskulda með "björgunarpökkum".
Það er mér gjörsamlega óskiljanlegt af hverju þeir sem telja sig sósíalista eru spenntastir fyrir slíkri ríkisvæðingu einkaskulda. Kannski er það vegna þess að þeir vilja ríkisvæða sem flest?
Það má þakka þessum góða gesti fyrir komuna. - Fáum við ekki að sjá hann í Silfri Egils?
Wolf segir krónuna reynast vel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
23.10.2011 | 20:02
Vandi hænunnar er vandi eggsins (og öfugt)
Bankakrísan 2008 leiddi af sér ríkjakreppu. Það hefur áður gerst í sögunni þegar vanskilin hafa með einum eða öðrum hætti "lent" á ríkissjóðunum.
Evrukrísan 2011 er ríkisskuldakreppa. Vaxandi skuldsetning ríkjanna er að rústa evrópsku bönkunum þar sem eigið fé þeirra byggir á ríkisskuldabréfum. Þannig leiðir ríkisskuldakreppa af sér aðra bankakreppu.
Nú er haldið áfram að "bjarga" bönkunum með enn frekari skuldsetningu ríkssjóða Evrópu. Þessi skuldsetning mun lækka enn frekar mat markaðarins á útistandandi skuldum ríkjanna. Þessi verðlækkun á ríkisskuldabréfum er ekki komin fram í bókum bankanna nema að litlu leyti en "björgun" bankanna getur í raun flýtt fyrir enn verri stöðu þeirra sjálfra þar sem eigið fé þeirra fellur í verði. Þetta vita Þjóðverjar sem vilja verja sitt ríkislánstraust. Þeir vilja frekar að einkafjármagnið fái að gjalda fyrir slæm lán.
Neyðarlögin íslensku eru sjaldgæf undantekning frá þessari neikvæðu keðjuverkun. "Björgunaraðgerðir" ESB eru í raun tilflutningur á skuldum frá einkageiranum yfir á skattborgara. Engar skuldir hafa í raun verið hreinsaðar burt. Þær eru einfaldlega ríkisvæddar. - Það hefur lengi þótt léleg þrif að sópa skítnum undir mottuna.
Plástur á deyjandi sjúkling | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.10.2011 | 00:16
Hin hljóðláta bylting
Á sama tíma og umræðan er hvað neikvæðust og horft er til Grikklands, kreppu og stríðsátaka er rétt að minnast þess ótrúlega sköpunarkrafst sem býr í manninum. Aldrei hafa framfarir verið meir en einmitt nú. Nanotækni, tölvutækni, rótottækni og líftækni setja mark sitt á 21. öldina. Steve Jobs var maður sköpunar og framfara.
Minnumst Jobs.
Steve Jobs látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2011 | 01:24
Skaði og orðsporsheimtur á síðari tímum
Það hefur lengi legið fyrir að Bretar ullu Íslandi ómældu tjóni með því að setja friðarþjóð á bekk með hryðjuverkasamtökum. Þessi gjörningur gleymist seint og er hann sannkölluð ólög stórþjóðar - beint gegn þjóð í nauðum.
Nú er komin skýrsla sem sýnir peningalegt tjón sem unnt er að rekja beint. Það tjón sem Ísland varð fyrir var ekki síður óbeint og er unnt að meta það til peningalegs skaða sem sjálfsagt er mun hærri en það sem beinlínis verður rakið til ólaganna. Þingmenn hafa fengið hér úttekt sem er vonandi byrjun á lengri vegferð þar sem Ísland leitar réttar síns.
Milljarða tjón vegna hryðjuverkalaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2011 | 16:19
Morgunblaðið
Þrátt fyrir að prentmiðlum hafi margendurtekið verið spáð dauða eru enn til dagblöð sem eru leiðandi í umræðunni. Þau hafa í reynd meiri vigt en margir ljósvaka- og netmiðlar. Þetta eru þau blöð sem hafa ristjórnarstefnu og skýra sýn. Þannig blað er Morgublaðið. Fyrir utan að vera morgunblað er Morgunblaðið með stærsta netmiðillinn á landinu; mbl.is og er þannig auk þess útbreiddasti fjölmiðillinn
En það sem gerir blaðið öflugt er ritstjórnarstefnan sem hefur reynst vera öflug stjórnarandstaða bæði á landsvíku og í Reykjavík. Hér á ég að tala um ritstjórnina síðustu tvö ár. Í mörgum stórmálum hefur blaðið leitt umræðuna frá upphafi til enda. Má hér nefna umræðuna um Icesave og ESB. Ristjórnin Það er hressandi að lesa blað á borð við Morgunblaðið og við Íslendingar værum fátækari (bókstaflega) ef svona blaði væri ekki til að dreifa. Mæli með Mogganum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.9.2011 | 21:26
Saga úr ferðaþjónustunni
Á níunda áratugnum var unnið að smíði flugmóðurskips sem var nefnt Varyag (Варяг) af Sovétmönnum. Árinu eftir fall kommúnismans í Sovétríkjunum var smíði þess hætt.
Sex árum síðar var það keypt á uppboði fyrir tvo milljarða króna af einkafyrirtækinu "Chong Lot Tourist and Amusement Agency" sem sagði tilgang kaupanna vera að setja á fót fljótandi ferðamannaparadís fyrir utan Macau og ættu að vera 600 herbergi í skipinu.
Árið 2005 er skipið komið í þurrkví og tekið í gegn. Fer litlum sögum af skipinu þar til í síðasta mánuði þegar þvi er siglt á haf út; en þá sem fullbúið herskip og jafnframt fyrsta flugmóðurskip Kína.
22.8.2011 | 22:57
Framsókn Sigmundar - þriðji flokkur Guðmundar
Guðmundur Steingrímsson mun á morgun kynna stofnun nýs flokks en eitthvað lak stofnun hans út í dag. Guðmundur hefur verið í Samfylkingunni og Framsóknarflokknum (tvisvar) og nú stofnar hann þriðja flokkinn.
Það vekur athygli að það virðist vera áhugi Guðmundur á inngöngu Íslands í ESB sem knýr hann áfram til að stofna sérstakan stjórnmálaflokk. Þó er það svo að eitt stjórnmálaaflið; Samfylkingin hefur ESB inngöngu á oddinum. Það er því spurning hvort Guðmundur þurfi að stofna þriðja flokkinn. Hefði ekki verið nær að snúa aftur?
Tímasetningin er líka sérstök. Aldrei hafa verið meiri efasemdir um ESB og evruna en nú. Ekki síst í Evrópu sjálfri. Og hafa þó efasemdirnar verið miklar hjá mörgum.
Guðmundur er kominn af þjóðþekktum framsóknarmönnum og man ég vel kynni mín af föður Guðmundar honum Steingrími Hermannssyni, ekki síst í kringum stofnun og upphaf Heimssýnar en við sátum báðir í fyrstu stjórn þess félags sem nú mæðir mikið á. Það var engin skammsýni að stofna það.
Mér finnst Framsókn undir stjórn Sigmundar Davíðs vera framsýn: Það er fleiri og betri möguleikar fyrir Ísland en að ganga í ESB.
Ekki líklegt til að veikja Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2010 | 23:23
Góð og mikilvæg staðfesting
Neyðarlögin voru nauðsynleg og hafa nú hlotið staðfestingu ESA. Þar með er óvissu eytt.
Sagan mun líka dæma þá ákvörðun vel að ríkið skyldi ekki dæla inn þúsund milljörðum í bankana í október 2008.
Þá stóð til að setja um 500 milljarða af erlendum eignum lífeyrissjóðana með.
Auk þess var kvartað yfir því að lánalínur Seðlabankans væru ekki nýttar í sama tilgangi sem skyldi.
Það má þakka Geir Haarde forsætisráðherra og bankastjórn Seðlabankans undir stjórn Davíðs Oddssonar að ekki fór verr. Gott er að menn reyndu ekki að "bjarga málum" með vonlausum björgunarpökkum í miðju hruninu.
Hér er svo staðfest að neyðarlögin standast skoðun. Án þeirra hefði Ísland orðið óstarfhæft.
Að þessu öllu ofangreindu er Ísland betur statt en Írland.
Neyðarlögin ekki brot á EES-samningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.12.2010 | 20:18
Breytt um kúrs
Skuldir Árborgar lækka í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)